Sakna samráðs og vilja bjarga öllum dýrunum í Grindavík Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. nóvember 2023 14:31 Sjálfboðaliði frá Kattholti við lokunarpóst við Grindavík. Vísir/Vilhelm Dýraverndarfélög sakna samráðs Almannavarna vegna gæludýra sem eftir urðu í Grindavík. Í yfirlýsingu krefjast þau þess að dýrum verði bjargað í dag. Félögin hafa unnið aðgerðaáætlun til að staðsetja dýrin og telja nú að um 300 gæludýr hafi orðið eftir. „Okkur finnst eiginlega bara illa vegið að þeim. Að fólk hafi ekki fengið tækifæri til þess að taka þau með sér þegar bærinn var rýmdur, því að það var ekki talað um neyðarrýmingu svo að fólk hélt að það gæti farið aftur að sækja þau,“ segir Eygló Anna Ottesen Guðlaugsdóttir, talsmaður Dýrfinnu í samtali við Vísi. Sjálfboðaliðar tilbúnir við Grindavík Sex dýraverndarfélög hafa sent frá sér tilkynningu þar sem þau fara fram á að dýrum verði bjargað í Grindavík og nágrenni í dag. Það er Dýraverndarsamband Íslands, Dýrfinna, Dýrahjálp Íslands, Kattholt, Villikettir og Villikanínur. „Ljóst er að enn er mikill fjöldi dýra á svæðinu sem er á neyðarstigi. Unnin hefur verið aðgerðaráætlun af hálfu Dýrfinnu, Dýrahjálpar Íslands, Villikatta og Kattholts þar sem staðsetning dýra sem eru á svæðinu hefur verið kortlögð.“ Þá segja þau sjálfboðaliða tilbúna við Grindavík með mannskap, bíla og búr til þess að sækja dýrin sem séu í neyð. Þegar séu dýr orðin matar-og vatnslaus á svæðinu og strax þurfi að bregðast við. „Dýraverndarfélögin óska eftir tafarlausum stuðningi yfirvalda við að bjarga dýrum í Grindavík. Flytja þarf ÖLL dýr burt af svæðinu.“ Sjálfboðaliðar á vegum samtakanna eru mættir við lokunarpósta.Vísir/Vilhelm Almannavarnir ekki haft samband Eygló segir ljóst að um sé að ræða dýr sem hafi mikil tilfinningalegt gildi fyrir eigendur sína. Félögin voni að sem flestum dýrum verði bjargað en fá dýr séu í Þórkötlustaðahverfi, sem er eina hverfið þar sem hægt er að sækja nauðsynjar. „Það er enginn köttur sem vitað er um í þessu hverfi,“ segir Eygló sem bendir á að um tvö prósent Grindvíkinga búi í hverfinu. Hún segir hópinn hafa reynt að ná tali af viðbragðsaðilum í gegnum neyðarlínuna án árangurs. Væruð þið til í meira samráð? „Já. Við værum til í að vinna með þeim til að hugsa um velferð dýra. Við þurfum þess vegna ekkert endilega að fara inn á svæðið. Eins og staðan var í nótt voru þarna lögreglubílar að rúnta inn, við teljum að það hefði verið gáfulegt ef lögreglumennirnir hefðu verið með búr til þess að reyna að bjarga einhverjum af þessum dýrum.“ Eygló segir að tala þeirra dýra sem félögin hafi kortlagt að hafi orðið eftir sé nú komin upp í 300. Í gær var talan í 250 en Eygló segir að fjöldi fugla hafi bæst við þá tölu. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Dýr Gæludýr Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Sjá meira
„Okkur finnst eiginlega bara illa vegið að þeim. Að fólk hafi ekki fengið tækifæri til þess að taka þau með sér þegar bærinn var rýmdur, því að það var ekki talað um neyðarrýmingu svo að fólk hélt að það gæti farið aftur að sækja þau,“ segir Eygló Anna Ottesen Guðlaugsdóttir, talsmaður Dýrfinnu í samtali við Vísi. Sjálfboðaliðar tilbúnir við Grindavík Sex dýraverndarfélög hafa sent frá sér tilkynningu þar sem þau fara fram á að dýrum verði bjargað í Grindavík og nágrenni í dag. Það er Dýraverndarsamband Íslands, Dýrfinna, Dýrahjálp Íslands, Kattholt, Villikettir og Villikanínur. „Ljóst er að enn er mikill fjöldi dýra á svæðinu sem er á neyðarstigi. Unnin hefur verið aðgerðaráætlun af hálfu Dýrfinnu, Dýrahjálpar Íslands, Villikatta og Kattholts þar sem staðsetning dýra sem eru á svæðinu hefur verið kortlögð.“ Þá segja þau sjálfboðaliða tilbúna við Grindavík með mannskap, bíla og búr til þess að sækja dýrin sem séu í neyð. Þegar séu dýr orðin matar-og vatnslaus á svæðinu og strax þurfi að bregðast við. „Dýraverndarfélögin óska eftir tafarlausum stuðningi yfirvalda við að bjarga dýrum í Grindavík. Flytja þarf ÖLL dýr burt af svæðinu.“ Sjálfboðaliðar á vegum samtakanna eru mættir við lokunarpósta.Vísir/Vilhelm Almannavarnir ekki haft samband Eygló segir ljóst að um sé að ræða dýr sem hafi mikil tilfinningalegt gildi fyrir eigendur sína. Félögin voni að sem flestum dýrum verði bjargað en fá dýr séu í Þórkötlustaðahverfi, sem er eina hverfið þar sem hægt er að sækja nauðsynjar. „Það er enginn köttur sem vitað er um í þessu hverfi,“ segir Eygló sem bendir á að um tvö prósent Grindvíkinga búi í hverfinu. Hún segir hópinn hafa reynt að ná tali af viðbragðsaðilum í gegnum neyðarlínuna án árangurs. Væruð þið til í meira samráð? „Já. Við værum til í að vinna með þeim til að hugsa um velferð dýra. Við þurfum þess vegna ekkert endilega að fara inn á svæðið. Eins og staðan var í nótt voru þarna lögreglubílar að rúnta inn, við teljum að það hefði verið gáfulegt ef lögreglumennirnir hefðu verið með búr til þess að reyna að bjarga einhverjum af þessum dýrum.“ Eygló segir að tala þeirra dýra sem félögin hafi kortlagt að hafi orðið eftir sé nú komin upp í 300. Í gær var talan í 250 en Eygló segir að fjöldi fugla hafi bæst við þá tölu.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Dýr Gæludýr Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Sjá meira
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“