Innlent

Heppi­legt að fáir bátar hafi verið í höfn í Grinda­vík

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Hafnarstjóri segir heppilegt að það hafi verið fáir bátar við höfnina. Myndin hér af höfninni var tekin í gær. 
Hafnarstjóri segir heppilegt að það hafi verið fáir bátar við höfnina. Myndin hér af höfninni var tekin í gær.  Vísir/Vilhelm

Hafnarstjóri Grindavíkurhafnar segir það heppilegt að nú sé sá tími árs þar sem fáir bátar eru við höfn í Grindavík. Hann telur um 20 til 30 báta enn vera við höfn.

Sigurður Arnar Kristmundsson, hafnarstjóri Grindavíkurhafnar, segir í samtali við fréttastofu að það sé heppilegt hvaða tími árs sé um að ræða. 

Eins og fram hefur komið var tekin ákvörðun um það að rýma Grindavík í gær eftir gríðarlega mikla skjálftavirkni síðdegis í gær. Sérfræðingar fylgjast með kvikugangi undir bænum.

„Þannig að það eru nánast engir bátar í höfn. Það eru reyndar smábátar, handfærabátar og línubátar en annað er ekki nema eitthvað sem hafi komið inn sem ég veit ekki, af því að ég er náttúrulega staddur í Reykjavík,“ segir Sigurður Arnar.

„Þetta eru kannski 20-30 bátar, ég man ekki alveg hvað það er. Þeir eru náttúrulega mikilvægir fyrir þá sem eiga þá og ekki minna undir fyrir þá persónulega sem eiga stóru skipin. En þau bara eru áfram í drift. Væntanlega koma þau ekki til hafnar.“


Tengdar fréttir

Um 800 skjálftar frá miðnætti

Enn er stöðug skjálftavirkni þótt hún hafi róast eitthvað. Kvikugangurinn virðist enn undir Grindavík. 

Vaktin: Viðbragðsaðilar snúa aftur úr hvíld

Vísindamenn telja miklar líkur á eldgosi á Reykjanesskaga eftir atburði gærkvöldsins. Grindvíkingar munu ekki fá að fara heim næstu daga eftir farsæla rýmingu í gærkvöldi. Ástandið er stöðugt endurmetið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×