Það sem gerðist í nótt Lovísa Arnardóttir skrifar 11. nóvember 2023 07:34 Viðbragðsaðilar gengu úr skugga um að bærinn væri tómur í nótt. Vísir/Vilhelm Hér er að finna samantekt á því sem gerðist í nótt. Kvikugangur virðist nú liggja undir Grindavík. Nokkuð mikil kvika virðist vera að safna saman og atburðurinn stærri en áður var búist við. Búið er að rýma Grindavík, kalla flesta viðbragðsaðila af svæðinu og varðskipið Þór fær fjær bænum. Skjálftavirknin jókst verulega seinni partinn í gær. Í kjölfarið ákváðu margir Grindvíkingar að yfirgefa bæinn enda skjálftavirknin nærri stöðug og skjálftarnir stórir. Skýr merki voru á þeim tíma um að kvikugangurinn væri nærri Sundhnúkagígum, í um kílómetra fjarlægt frá nyrstu byggð bæjarins og um 1,5 kílómetrum frá virkjuninni í Svartsengi. Þetta átti svo eftir að breytast í nótt. Klukkan 23 Í kjölfar skjálftana var greint frá nokkru eignatjóni og sprungum í vegum. Þá hafði Grindavíkurvegur farið í sundur og var lokað. Klukkan 23 var svo greint frá því að kvikugangurinn gæti verið undir Grindavík. Þá var ákveðið að rýma bæinn og sett á neyðarstig almannavarna. Boðað var til upplýsingafundar þar sem farið var yfir helstu staðreyndir. Í kjölfarið gengu björgunarsveitir, lögregla og aðrir viðbragðsaðilar hús úr húsi í Grindavík til að tryggja að fólk færi. Gert var ráð fyrir að tæming bæjarins ætti að vera lokið seinasta lagi um þrjú í nótt. Íbúar voru hvattir til að setja miða í glugga svo viðbragðsaðilar vissu að þau væru farin. Töluvert eignatjón var víða í Grindavík. Fólk sem ekki gat leitað við ættingja, vina eða vandamanna fór í fjöldahjálparstöðvar sem eru staðsettar Vallaskóla á Selfossi, Íþróttahúsinu við Sunnubraut í Reykjanesbæ og í Kórnum í Kópavogi. Þær eru opnar og öllum velkomið að leita þangað og dvelja eins lengi og þörf er á. Tugir leituðu í fjöldahjálparstöðvarnar samkvæmt upplýsingum frá viðbragðsaðilum. Þá fóru umsækjendur um alþjóðlega vernd, sem dvöldu í Grindavík, í fjöldahjálparstöð í Borgartúni. Klukkan þrjú Stöðufundur fór fram hjá Veðurstofu og viðbragðsaðilum klukkan þrjú. Eftir fundinn var greint frá því að bæði GPS gögn og gervitunglamyndir staðfesta að síðan í gærkvöldi hefur myndarlegur kvikugangur myndast og er hann töluvert stærri en talið var í fyrstu. Kvikugangurinn virtist þá vera að teygja sig suðvestur, frá Sundhnjúkagígum í gegnum Grindavík og svo áfram suðvestur eða nærri þrjá kílómetra í þá átt. Það hrundi úr hillum í stöðugum skjálftunum. Vísir/Vilhelm Þá kom fram að möguleiki væri á að opnast gæti stór sprunga á svæðinu og að eldgos geti orðið á næstunni, en ekki hægt að fullyrða um það. Eldgosin sem landsmenn hafa kynnst á svæðinu undanfarin ár hafa stundum verið nefnt túristagos. Staðsetning þeirra hefur þótt afar heppileg og fólk lagt leið sína til að bera gosið augum úr töluverðu návígi. Fari svo að sprunga opnist í sjó og gjósi yrði birtingarmyndin allt önnur. Þá yrði um sprengigos að ræða en ekki hraungos eins og við Fagradalsfjall. Varðskipið Þór kom svo til Grindavíkur í nótt. Í kjölfar fundar viðbragðsaðila klukkan þrjú var ákveðið að kalla þá viðbragðsaðila sem voru í bænum úr bænum og að færa varðskipið fjær bænum. Það var gert vegna þess að lágmarka alla hættu. Um klukkan fimm var því bærinn orðinn alveg tómur utan löggæslu. Svona hljóðaði tilkynning frá almannavörnum klukkan 04:24 Rýming Grindavíkurbæjar lauk um klukkan eitt í nótt án vandkvæða. Stærsti hluti viðbragðsaðila eru komnir í hvíld. Eftir stöðufund Veðurstofu Íslands og Almannavarna sem lauk um klukkan 3:30 í nótt var tekin sú ákvörðun að auka varúðarráðstafanir enn frekar og ákveðið hefur verið að kalla viðbragðsaðila frá svæðinu. Lögregla mannar lokunarpósta og verður áfram með öryggisgæslu á svæðinu. Klukkan sex Eftir stöðufund almannavarna klukkan sex greindi Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna, frá því að staðan væri sú sama. Enn er stór hluti viðbragðsaðila í hvíld en einhverjir komnir á Reykjanes. Fólk þurfti að yfirgefa heimili sín en hafði til þess rúman tíma. Vísir/Vilhelm Næsti stöðufundur verður klukkan átta. Þá verður búið að fjölga nokkuð í samhæfingarmiðstöðinni þótt allar nauðsynlegar stöðvar séu mannaðar. „Við sendum marga í hvíld til að safna þreki fyrir dagana sem eru framundan.“ Hún nefnir sérstaklega að gott sé að allir hafi komist heilu og höldnu frá bænum þótt rétt sé hægt að ímynda sé líðan fólks sem þurfti að yfirgefa heimili sitt í gærkvöldi og í nótt vegna hættunnar. Löggæsla er áfram á svæðinu og lokunarpóstar mannaðir. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér að neðan. Þá má sjá yfir hluta skjálftasvæðisins í vefmyndavél Vísis á Þorbirni. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Full af þakklæti en algjör óvissa varðandi morgundaginn Systkinin Michal og Isabella voru á meðal þeirra sem urðu á vegi fréttamanns í fjöldahjálpastöðinni í Kórnum í Kópavogi eftir miðnætti. Þau voru hluti af fimmtán starfsmönnum Vísis hf. í Grindavík. 11. nóvember 2023 03:39 Þakklát fyrir að hræddir hundarnir fengu einnig húsaskjól Auðbjörg María Ólafsdóttir er ein þeirra sem yfirgaf Grindavík í gærkvöldi, en fjórir hundar fylgdu henni og segist hún afar snortin og þakklát Rauða krossinum fyrir að skjóta yfir hópinn skjólshúsi. 11. nóvember 2023 03:11 Kvikugangurinn töluvert stærri en talið var Jarðvísindamenn funduðu með almannavörnum um þrjúleytið í nótt. Bæði GPS gögn og gervitunglamyndir staðfesta að síðan í gærkvöldi hefur myndarlegur kvikugangur myndast og er hann töluvert stærri en talið var. Stór sprunga gæti opnast á svæðinu frá Sundhjúkagígum og áfram í gegnum Grindavík. 11. nóvember 2023 03:50 Kvikugangur færir sig í átt til sjávar sem gæti þýtt sprengigos Miklar breytingar hafa orðið á skjálftavirkninni sem mælst hefur við Sundhnjúkagíga og aflögun sem mælst hefur á Reykjanesskaga. Náttúruvársérfræðingur Veðurstofu Íslands tjáði fréttastofu í nótt að kvikugangurinn virtist vera að teygja sig í suðvestur. 11. nóvember 2023 05:34 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira
Skjálftavirknin jókst verulega seinni partinn í gær. Í kjölfarið ákváðu margir Grindvíkingar að yfirgefa bæinn enda skjálftavirknin nærri stöðug og skjálftarnir stórir. Skýr merki voru á þeim tíma um að kvikugangurinn væri nærri Sundhnúkagígum, í um kílómetra fjarlægt frá nyrstu byggð bæjarins og um 1,5 kílómetrum frá virkjuninni í Svartsengi. Þetta átti svo eftir að breytast í nótt. Klukkan 23 Í kjölfar skjálftana var greint frá nokkru eignatjóni og sprungum í vegum. Þá hafði Grindavíkurvegur farið í sundur og var lokað. Klukkan 23 var svo greint frá því að kvikugangurinn gæti verið undir Grindavík. Þá var ákveðið að rýma bæinn og sett á neyðarstig almannavarna. Boðað var til upplýsingafundar þar sem farið var yfir helstu staðreyndir. Í kjölfarið gengu björgunarsveitir, lögregla og aðrir viðbragðsaðilar hús úr húsi í Grindavík til að tryggja að fólk færi. Gert var ráð fyrir að tæming bæjarins ætti að vera lokið seinasta lagi um þrjú í nótt. Íbúar voru hvattir til að setja miða í glugga svo viðbragðsaðilar vissu að þau væru farin. Töluvert eignatjón var víða í Grindavík. Fólk sem ekki gat leitað við ættingja, vina eða vandamanna fór í fjöldahjálparstöðvar sem eru staðsettar Vallaskóla á Selfossi, Íþróttahúsinu við Sunnubraut í Reykjanesbæ og í Kórnum í Kópavogi. Þær eru opnar og öllum velkomið að leita þangað og dvelja eins lengi og þörf er á. Tugir leituðu í fjöldahjálparstöðvarnar samkvæmt upplýsingum frá viðbragðsaðilum. Þá fóru umsækjendur um alþjóðlega vernd, sem dvöldu í Grindavík, í fjöldahjálparstöð í Borgartúni. Klukkan þrjú Stöðufundur fór fram hjá Veðurstofu og viðbragðsaðilum klukkan þrjú. Eftir fundinn var greint frá því að bæði GPS gögn og gervitunglamyndir staðfesta að síðan í gærkvöldi hefur myndarlegur kvikugangur myndast og er hann töluvert stærri en talið var í fyrstu. Kvikugangurinn virtist þá vera að teygja sig suðvestur, frá Sundhnjúkagígum í gegnum Grindavík og svo áfram suðvestur eða nærri þrjá kílómetra í þá átt. Það hrundi úr hillum í stöðugum skjálftunum. Vísir/Vilhelm Þá kom fram að möguleiki væri á að opnast gæti stór sprunga á svæðinu og að eldgos geti orðið á næstunni, en ekki hægt að fullyrða um það. Eldgosin sem landsmenn hafa kynnst á svæðinu undanfarin ár hafa stundum verið nefnt túristagos. Staðsetning þeirra hefur þótt afar heppileg og fólk lagt leið sína til að bera gosið augum úr töluverðu návígi. Fari svo að sprunga opnist í sjó og gjósi yrði birtingarmyndin allt önnur. Þá yrði um sprengigos að ræða en ekki hraungos eins og við Fagradalsfjall. Varðskipið Þór kom svo til Grindavíkur í nótt. Í kjölfar fundar viðbragðsaðila klukkan þrjú var ákveðið að kalla þá viðbragðsaðila sem voru í bænum úr bænum og að færa varðskipið fjær bænum. Það var gert vegna þess að lágmarka alla hættu. Um klukkan fimm var því bærinn orðinn alveg tómur utan löggæslu. Svona hljóðaði tilkynning frá almannavörnum klukkan 04:24 Rýming Grindavíkurbæjar lauk um klukkan eitt í nótt án vandkvæða. Stærsti hluti viðbragðsaðila eru komnir í hvíld. Eftir stöðufund Veðurstofu Íslands og Almannavarna sem lauk um klukkan 3:30 í nótt var tekin sú ákvörðun að auka varúðarráðstafanir enn frekar og ákveðið hefur verið að kalla viðbragðsaðila frá svæðinu. Lögregla mannar lokunarpósta og verður áfram með öryggisgæslu á svæðinu. Klukkan sex Eftir stöðufund almannavarna klukkan sex greindi Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna, frá því að staðan væri sú sama. Enn er stór hluti viðbragðsaðila í hvíld en einhverjir komnir á Reykjanes. Fólk þurfti að yfirgefa heimili sín en hafði til þess rúman tíma. Vísir/Vilhelm Næsti stöðufundur verður klukkan átta. Þá verður búið að fjölga nokkuð í samhæfingarmiðstöðinni þótt allar nauðsynlegar stöðvar séu mannaðar. „Við sendum marga í hvíld til að safna þreki fyrir dagana sem eru framundan.“ Hún nefnir sérstaklega að gott sé að allir hafi komist heilu og höldnu frá bænum þótt rétt sé hægt að ímynda sé líðan fólks sem þurfti að yfirgefa heimili sitt í gærkvöldi og í nótt vegna hættunnar. Löggæsla er áfram á svæðinu og lokunarpóstar mannaðir. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér að neðan. Þá má sjá yfir hluta skjálftasvæðisins í vefmyndavél Vísis á Þorbirni.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Full af þakklæti en algjör óvissa varðandi morgundaginn Systkinin Michal og Isabella voru á meðal þeirra sem urðu á vegi fréttamanns í fjöldahjálpastöðinni í Kórnum í Kópavogi eftir miðnætti. Þau voru hluti af fimmtán starfsmönnum Vísis hf. í Grindavík. 11. nóvember 2023 03:39 Þakklát fyrir að hræddir hundarnir fengu einnig húsaskjól Auðbjörg María Ólafsdóttir er ein þeirra sem yfirgaf Grindavík í gærkvöldi, en fjórir hundar fylgdu henni og segist hún afar snortin og þakklát Rauða krossinum fyrir að skjóta yfir hópinn skjólshúsi. 11. nóvember 2023 03:11 Kvikugangurinn töluvert stærri en talið var Jarðvísindamenn funduðu með almannavörnum um þrjúleytið í nótt. Bæði GPS gögn og gervitunglamyndir staðfesta að síðan í gærkvöldi hefur myndarlegur kvikugangur myndast og er hann töluvert stærri en talið var. Stór sprunga gæti opnast á svæðinu frá Sundhjúkagígum og áfram í gegnum Grindavík. 11. nóvember 2023 03:50 Kvikugangur færir sig í átt til sjávar sem gæti þýtt sprengigos Miklar breytingar hafa orðið á skjálftavirkninni sem mælst hefur við Sundhnjúkagíga og aflögun sem mælst hefur á Reykjanesskaga. Náttúruvársérfræðingur Veðurstofu Íslands tjáði fréttastofu í nótt að kvikugangurinn virtist vera að teygja sig í suðvestur. 11. nóvember 2023 05:34 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira
Full af þakklæti en algjör óvissa varðandi morgundaginn Systkinin Michal og Isabella voru á meðal þeirra sem urðu á vegi fréttamanns í fjöldahjálpastöðinni í Kórnum í Kópavogi eftir miðnætti. Þau voru hluti af fimmtán starfsmönnum Vísis hf. í Grindavík. 11. nóvember 2023 03:39
Þakklát fyrir að hræddir hundarnir fengu einnig húsaskjól Auðbjörg María Ólafsdóttir er ein þeirra sem yfirgaf Grindavík í gærkvöldi, en fjórir hundar fylgdu henni og segist hún afar snortin og þakklát Rauða krossinum fyrir að skjóta yfir hópinn skjólshúsi. 11. nóvember 2023 03:11
Kvikugangurinn töluvert stærri en talið var Jarðvísindamenn funduðu með almannavörnum um þrjúleytið í nótt. Bæði GPS gögn og gervitunglamyndir staðfesta að síðan í gærkvöldi hefur myndarlegur kvikugangur myndast og er hann töluvert stærri en talið var. Stór sprunga gæti opnast á svæðinu frá Sundhjúkagígum og áfram í gegnum Grindavík. 11. nóvember 2023 03:50
Kvikugangur færir sig í átt til sjávar sem gæti þýtt sprengigos Miklar breytingar hafa orðið á skjálftavirkninni sem mælst hefur við Sundhnjúkagíga og aflögun sem mælst hefur á Reykjanesskaga. Náttúruvársérfræðingur Veðurstofu Íslands tjáði fréttastofu í nótt að kvikugangurinn virtist vera að teygja sig í suðvestur. 11. nóvember 2023 05:34