Fjórir millistjórnendur fá ekki krónu eftir uppsögn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. nóvember 2023 06:33 Landspítalinn við Hringbraut. Vísir/Vilhelm Landsréttur sýknaði í dag íslenska ríkið af því að hafa staðið ólöglega að uppsögnum fjögurra fyrrverandi millistjórnenda spítalans í tengslum við skipulagsbreytingar. Starfsmennirnir kröfðust tuttugu til þrjátíu milljóna króna hver í bætur. Það var í september 2020 sem Landspítalinn ákvað að sameina tvær starfseiningar í eldhúsi spítalans. Úr varð að nokkrir millistjórnendur misstu starfið og fengu uppsagnarfrest til þriggja mánaða. Millistjórnendurnir fjórir sem stefndu spítalanum töldu ákvörðun um að leggja niður starfið ólögmæta. Brotið hefði verið gegn meðalhófs-, rannsóknar- og réttmælisreglu stjórnsýsluréttar. Í dómi Landsréttar kom fram að almennt væri það á forræði forstöðumanna ríkisstofnana að ákveða hvaða viðfangsefnum einstakir starfsmenn skyldu sinna innan þeirra, svo framarlega sem önnur lagaákvæði mæltu ekki beinlínis fyrir um annað. Horfa þyrfti til þess að í dómaframkvæmd hefði ítrekað verið lagt til grundvallar að játa yrði forstöðumönnum ríkisstofnana rúmar heimildir til að taka ákvarðanir um hagræðingu í rekstri. Talið var að ákvörðun stjórnenda Landspítalans um að breyta skipulagi og leggja niður störf hefði verið tekin í kjölfar heildstæðrar greiningar á því að unnt yrði að hagræða í starfseminni og nýta fjármuni Landspítalans á árangursríkari hátt. Voru ekki talin efni til að hrófla við því mati, enda hefði starfsfólkinu ekki tekist að sýna fram á að ákvörðunin um að leggja störfin niður hefði byggt á ómálefnalegum sjónarmiðum. Jafnframt var ekki fallist á með starfsfólkinu að Landspítalanum hefði borið skylda til að rannsaka sérstaklega hvort unnt hefði verið að segja upp öðrum starfsmönnum en þeim með tilliti til hagræðingar. Þá var ekki fallist á að ákvörðunin hefði verið ólögmæt, andstæð réttmætisreglu eða rannsóknarreglu stjórnsýslulaga. Að virtum atvikum málsins varð ekki heldur séð að Landspítalinn hefði farið strangar í sakirnar en nauðsyn bar til við uppsagnirnar og brotið þannig gegn meðalhófsreglu. Var ríkið því sýknað af kröfu millistjórnendanna fyrrverandi. Landspítalinn Vinnumarkaður Dómsmál Tengdar fréttir Sameyki stéttarfélag undirbýr dómsmál gegn Landpítalanum vegna ólögmætra uppsagna Sameyki stéttarfélag undirbýr dómsmál gegn Landpítalanum vegna ólögmætra uppsagna þriggja stjórnenda hjá eldhúsi spítalans. Alls var sex konum og tveimur körlum sagt upp með samtals um hundrað og fjörutíu ára starfsaldur. Þrír karlar voru ráðnir í stað þeirra. 21. apríl 2021 20:01 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Fleiri fréttir Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sjá meira
Það var í september 2020 sem Landspítalinn ákvað að sameina tvær starfseiningar í eldhúsi spítalans. Úr varð að nokkrir millistjórnendur misstu starfið og fengu uppsagnarfrest til þriggja mánaða. Millistjórnendurnir fjórir sem stefndu spítalanum töldu ákvörðun um að leggja niður starfið ólögmæta. Brotið hefði verið gegn meðalhófs-, rannsóknar- og réttmælisreglu stjórnsýsluréttar. Í dómi Landsréttar kom fram að almennt væri það á forræði forstöðumanna ríkisstofnana að ákveða hvaða viðfangsefnum einstakir starfsmenn skyldu sinna innan þeirra, svo framarlega sem önnur lagaákvæði mæltu ekki beinlínis fyrir um annað. Horfa þyrfti til þess að í dómaframkvæmd hefði ítrekað verið lagt til grundvallar að játa yrði forstöðumönnum ríkisstofnana rúmar heimildir til að taka ákvarðanir um hagræðingu í rekstri. Talið var að ákvörðun stjórnenda Landspítalans um að breyta skipulagi og leggja niður störf hefði verið tekin í kjölfar heildstæðrar greiningar á því að unnt yrði að hagræða í starfseminni og nýta fjármuni Landspítalans á árangursríkari hátt. Voru ekki talin efni til að hrófla við því mati, enda hefði starfsfólkinu ekki tekist að sýna fram á að ákvörðunin um að leggja störfin niður hefði byggt á ómálefnalegum sjónarmiðum. Jafnframt var ekki fallist á með starfsfólkinu að Landspítalanum hefði borið skylda til að rannsaka sérstaklega hvort unnt hefði verið að segja upp öðrum starfsmönnum en þeim með tilliti til hagræðingar. Þá var ekki fallist á að ákvörðunin hefði verið ólögmæt, andstæð réttmætisreglu eða rannsóknarreglu stjórnsýslulaga. Að virtum atvikum málsins varð ekki heldur séð að Landspítalinn hefði farið strangar í sakirnar en nauðsyn bar til við uppsagnirnar og brotið þannig gegn meðalhófsreglu. Var ríkið því sýknað af kröfu millistjórnendanna fyrrverandi.
Landspítalinn Vinnumarkaður Dómsmál Tengdar fréttir Sameyki stéttarfélag undirbýr dómsmál gegn Landpítalanum vegna ólögmætra uppsagna Sameyki stéttarfélag undirbýr dómsmál gegn Landpítalanum vegna ólögmætra uppsagna þriggja stjórnenda hjá eldhúsi spítalans. Alls var sex konum og tveimur körlum sagt upp með samtals um hundrað og fjörutíu ára starfsaldur. Þrír karlar voru ráðnir í stað þeirra. 21. apríl 2021 20:01 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Fleiri fréttir Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sjá meira
Sameyki stéttarfélag undirbýr dómsmál gegn Landpítalanum vegna ólögmætra uppsagna Sameyki stéttarfélag undirbýr dómsmál gegn Landpítalanum vegna ólögmætra uppsagna þriggja stjórnenda hjá eldhúsi spítalans. Alls var sex konum og tveimur körlum sagt upp með samtals um hundrað og fjörutíu ára starfsaldur. Þrír karlar voru ráðnir í stað þeirra. 21. apríl 2021 20:01