Fjórir millistjórnendur fá ekki krónu eftir uppsögn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. nóvember 2023 06:33 Landspítalinn við Hringbraut. Vísir/Vilhelm Landsréttur sýknaði í dag íslenska ríkið af því að hafa staðið ólöglega að uppsögnum fjögurra fyrrverandi millistjórnenda spítalans í tengslum við skipulagsbreytingar. Starfsmennirnir kröfðust tuttugu til þrjátíu milljóna króna hver í bætur. Það var í september 2020 sem Landspítalinn ákvað að sameina tvær starfseiningar í eldhúsi spítalans. Úr varð að nokkrir millistjórnendur misstu starfið og fengu uppsagnarfrest til þriggja mánaða. Millistjórnendurnir fjórir sem stefndu spítalanum töldu ákvörðun um að leggja niður starfið ólögmæta. Brotið hefði verið gegn meðalhófs-, rannsóknar- og réttmælisreglu stjórnsýsluréttar. Í dómi Landsréttar kom fram að almennt væri það á forræði forstöðumanna ríkisstofnana að ákveða hvaða viðfangsefnum einstakir starfsmenn skyldu sinna innan þeirra, svo framarlega sem önnur lagaákvæði mæltu ekki beinlínis fyrir um annað. Horfa þyrfti til þess að í dómaframkvæmd hefði ítrekað verið lagt til grundvallar að játa yrði forstöðumönnum ríkisstofnana rúmar heimildir til að taka ákvarðanir um hagræðingu í rekstri. Talið var að ákvörðun stjórnenda Landspítalans um að breyta skipulagi og leggja niður störf hefði verið tekin í kjölfar heildstæðrar greiningar á því að unnt yrði að hagræða í starfseminni og nýta fjármuni Landspítalans á árangursríkari hátt. Voru ekki talin efni til að hrófla við því mati, enda hefði starfsfólkinu ekki tekist að sýna fram á að ákvörðunin um að leggja störfin niður hefði byggt á ómálefnalegum sjónarmiðum. Jafnframt var ekki fallist á með starfsfólkinu að Landspítalanum hefði borið skylda til að rannsaka sérstaklega hvort unnt hefði verið að segja upp öðrum starfsmönnum en þeim með tilliti til hagræðingar. Þá var ekki fallist á að ákvörðunin hefði verið ólögmæt, andstæð réttmætisreglu eða rannsóknarreglu stjórnsýslulaga. Að virtum atvikum málsins varð ekki heldur séð að Landspítalinn hefði farið strangar í sakirnar en nauðsyn bar til við uppsagnirnar og brotið þannig gegn meðalhófsreglu. Var ríkið því sýknað af kröfu millistjórnendanna fyrrverandi. Landspítalinn Vinnumarkaður Dómsmál Tengdar fréttir Sameyki stéttarfélag undirbýr dómsmál gegn Landpítalanum vegna ólögmætra uppsagna Sameyki stéttarfélag undirbýr dómsmál gegn Landpítalanum vegna ólögmætra uppsagna þriggja stjórnenda hjá eldhúsi spítalans. Alls var sex konum og tveimur körlum sagt upp með samtals um hundrað og fjörutíu ára starfsaldur. Þrír karlar voru ráðnir í stað þeirra. 21. apríl 2021 20:01 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Það var í september 2020 sem Landspítalinn ákvað að sameina tvær starfseiningar í eldhúsi spítalans. Úr varð að nokkrir millistjórnendur misstu starfið og fengu uppsagnarfrest til þriggja mánaða. Millistjórnendurnir fjórir sem stefndu spítalanum töldu ákvörðun um að leggja niður starfið ólögmæta. Brotið hefði verið gegn meðalhófs-, rannsóknar- og réttmælisreglu stjórnsýsluréttar. Í dómi Landsréttar kom fram að almennt væri það á forræði forstöðumanna ríkisstofnana að ákveða hvaða viðfangsefnum einstakir starfsmenn skyldu sinna innan þeirra, svo framarlega sem önnur lagaákvæði mæltu ekki beinlínis fyrir um annað. Horfa þyrfti til þess að í dómaframkvæmd hefði ítrekað verið lagt til grundvallar að játa yrði forstöðumönnum ríkisstofnana rúmar heimildir til að taka ákvarðanir um hagræðingu í rekstri. Talið var að ákvörðun stjórnenda Landspítalans um að breyta skipulagi og leggja niður störf hefði verið tekin í kjölfar heildstæðrar greiningar á því að unnt yrði að hagræða í starfseminni og nýta fjármuni Landspítalans á árangursríkari hátt. Voru ekki talin efni til að hrófla við því mati, enda hefði starfsfólkinu ekki tekist að sýna fram á að ákvörðunin um að leggja störfin niður hefði byggt á ómálefnalegum sjónarmiðum. Jafnframt var ekki fallist á með starfsfólkinu að Landspítalanum hefði borið skylda til að rannsaka sérstaklega hvort unnt hefði verið að segja upp öðrum starfsmönnum en þeim með tilliti til hagræðingar. Þá var ekki fallist á að ákvörðunin hefði verið ólögmæt, andstæð réttmætisreglu eða rannsóknarreglu stjórnsýslulaga. Að virtum atvikum málsins varð ekki heldur séð að Landspítalinn hefði farið strangar í sakirnar en nauðsyn bar til við uppsagnirnar og brotið þannig gegn meðalhófsreglu. Var ríkið því sýknað af kröfu millistjórnendanna fyrrverandi.
Landspítalinn Vinnumarkaður Dómsmál Tengdar fréttir Sameyki stéttarfélag undirbýr dómsmál gegn Landpítalanum vegna ólögmætra uppsagna Sameyki stéttarfélag undirbýr dómsmál gegn Landpítalanum vegna ólögmætra uppsagna þriggja stjórnenda hjá eldhúsi spítalans. Alls var sex konum og tveimur körlum sagt upp með samtals um hundrað og fjörutíu ára starfsaldur. Þrír karlar voru ráðnir í stað þeirra. 21. apríl 2021 20:01 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Sameyki stéttarfélag undirbýr dómsmál gegn Landpítalanum vegna ólögmætra uppsagna Sameyki stéttarfélag undirbýr dómsmál gegn Landpítalanum vegna ólögmætra uppsagna þriggja stjórnenda hjá eldhúsi spítalans. Alls var sex konum og tveimur körlum sagt upp með samtals um hundrað og fjörutíu ára starfsaldur. Þrír karlar voru ráðnir í stað þeirra. 21. apríl 2021 20:01