Fjórir millistjórnendur fá ekki krónu eftir uppsögn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. nóvember 2023 06:33 Landspítalinn við Hringbraut. Vísir/Vilhelm Landsréttur sýknaði í dag íslenska ríkið af því að hafa staðið ólöglega að uppsögnum fjögurra fyrrverandi millistjórnenda spítalans í tengslum við skipulagsbreytingar. Starfsmennirnir kröfðust tuttugu til þrjátíu milljóna króna hver í bætur. Það var í september 2020 sem Landspítalinn ákvað að sameina tvær starfseiningar í eldhúsi spítalans. Úr varð að nokkrir millistjórnendur misstu starfið og fengu uppsagnarfrest til þriggja mánaða. Millistjórnendurnir fjórir sem stefndu spítalanum töldu ákvörðun um að leggja niður starfið ólögmæta. Brotið hefði verið gegn meðalhófs-, rannsóknar- og réttmælisreglu stjórnsýsluréttar. Í dómi Landsréttar kom fram að almennt væri það á forræði forstöðumanna ríkisstofnana að ákveða hvaða viðfangsefnum einstakir starfsmenn skyldu sinna innan þeirra, svo framarlega sem önnur lagaákvæði mæltu ekki beinlínis fyrir um annað. Horfa þyrfti til þess að í dómaframkvæmd hefði ítrekað verið lagt til grundvallar að játa yrði forstöðumönnum ríkisstofnana rúmar heimildir til að taka ákvarðanir um hagræðingu í rekstri. Talið var að ákvörðun stjórnenda Landspítalans um að breyta skipulagi og leggja niður störf hefði verið tekin í kjölfar heildstæðrar greiningar á því að unnt yrði að hagræða í starfseminni og nýta fjármuni Landspítalans á árangursríkari hátt. Voru ekki talin efni til að hrófla við því mati, enda hefði starfsfólkinu ekki tekist að sýna fram á að ákvörðunin um að leggja störfin niður hefði byggt á ómálefnalegum sjónarmiðum. Jafnframt var ekki fallist á með starfsfólkinu að Landspítalanum hefði borið skylda til að rannsaka sérstaklega hvort unnt hefði verið að segja upp öðrum starfsmönnum en þeim með tilliti til hagræðingar. Þá var ekki fallist á að ákvörðunin hefði verið ólögmæt, andstæð réttmætisreglu eða rannsóknarreglu stjórnsýslulaga. Að virtum atvikum málsins varð ekki heldur séð að Landspítalinn hefði farið strangar í sakirnar en nauðsyn bar til við uppsagnirnar og brotið þannig gegn meðalhófsreglu. Var ríkið því sýknað af kröfu millistjórnendanna fyrrverandi. Landspítalinn Vinnumarkaður Dómsmál Tengdar fréttir Sameyki stéttarfélag undirbýr dómsmál gegn Landpítalanum vegna ólögmætra uppsagna Sameyki stéttarfélag undirbýr dómsmál gegn Landpítalanum vegna ólögmætra uppsagna þriggja stjórnenda hjá eldhúsi spítalans. Alls var sex konum og tveimur körlum sagt upp með samtals um hundrað og fjörutíu ára starfsaldur. Þrír karlar voru ráðnir í stað þeirra. 21. apríl 2021 20:01 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Sjá meira
Það var í september 2020 sem Landspítalinn ákvað að sameina tvær starfseiningar í eldhúsi spítalans. Úr varð að nokkrir millistjórnendur misstu starfið og fengu uppsagnarfrest til þriggja mánaða. Millistjórnendurnir fjórir sem stefndu spítalanum töldu ákvörðun um að leggja niður starfið ólögmæta. Brotið hefði verið gegn meðalhófs-, rannsóknar- og réttmælisreglu stjórnsýsluréttar. Í dómi Landsréttar kom fram að almennt væri það á forræði forstöðumanna ríkisstofnana að ákveða hvaða viðfangsefnum einstakir starfsmenn skyldu sinna innan þeirra, svo framarlega sem önnur lagaákvæði mæltu ekki beinlínis fyrir um annað. Horfa þyrfti til þess að í dómaframkvæmd hefði ítrekað verið lagt til grundvallar að játa yrði forstöðumönnum ríkisstofnana rúmar heimildir til að taka ákvarðanir um hagræðingu í rekstri. Talið var að ákvörðun stjórnenda Landspítalans um að breyta skipulagi og leggja niður störf hefði verið tekin í kjölfar heildstæðrar greiningar á því að unnt yrði að hagræða í starfseminni og nýta fjármuni Landspítalans á árangursríkari hátt. Voru ekki talin efni til að hrófla við því mati, enda hefði starfsfólkinu ekki tekist að sýna fram á að ákvörðunin um að leggja störfin niður hefði byggt á ómálefnalegum sjónarmiðum. Jafnframt var ekki fallist á með starfsfólkinu að Landspítalanum hefði borið skylda til að rannsaka sérstaklega hvort unnt hefði verið að segja upp öðrum starfsmönnum en þeim með tilliti til hagræðingar. Þá var ekki fallist á að ákvörðunin hefði verið ólögmæt, andstæð réttmætisreglu eða rannsóknarreglu stjórnsýslulaga. Að virtum atvikum málsins varð ekki heldur séð að Landspítalinn hefði farið strangar í sakirnar en nauðsyn bar til við uppsagnirnar og brotið þannig gegn meðalhófsreglu. Var ríkið því sýknað af kröfu millistjórnendanna fyrrverandi.
Landspítalinn Vinnumarkaður Dómsmál Tengdar fréttir Sameyki stéttarfélag undirbýr dómsmál gegn Landpítalanum vegna ólögmætra uppsagna Sameyki stéttarfélag undirbýr dómsmál gegn Landpítalanum vegna ólögmætra uppsagna þriggja stjórnenda hjá eldhúsi spítalans. Alls var sex konum og tveimur körlum sagt upp með samtals um hundrað og fjörutíu ára starfsaldur. Þrír karlar voru ráðnir í stað þeirra. 21. apríl 2021 20:01 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Sjá meira
Sameyki stéttarfélag undirbýr dómsmál gegn Landpítalanum vegna ólögmætra uppsagna Sameyki stéttarfélag undirbýr dómsmál gegn Landpítalanum vegna ólögmætra uppsagna þriggja stjórnenda hjá eldhúsi spítalans. Alls var sex konum og tveimur körlum sagt upp með samtals um hundrað og fjörutíu ára starfsaldur. Þrír karlar voru ráðnir í stað þeirra. 21. apríl 2021 20:01