Stefnir í besta rekstrarár Landsvirkjunar frá upphafi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 10. nóvember 2023 16:50 Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar. Einar Árnason Allt stefnir í metafkomu árið 2023 hjá Landsvirkjun en blikur eru á lofti í raforkumálum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu félagsins til Kauphallarinnar um níu mánaða uppgjör félagsins. Þar kemur fram að hagnaður fyrir óinnleysata fjármagnsliði hafi numið 290 milljónum bandaríkjadollurum eða 39,7 milljörðum króna, en hafi verið 228,5 milljónir bandaríkjadala á sama tímabili árið áður og jókst því um 26,9 prósent þrátt fyrir mjög góða afkomu á síðasta ári. Hagnaður tímabilsins var 159,4 milljónir bandaríkjadala (21,8 milljarða króna), en var 203,8 milljónir bandaríkjadala á sama tímabili árið áður. Á síðasta ári skilaði hagnaður Landsnets hluta af niðurstöðu ársins, en Landsnet var selt um síðustu áramót. Rekstrartekjur námu 495,4 milljónum bandaríkjadölum (67,9 milljörðum króna) og hækka um 62 milljónir bandaríkjadala, eða um 14,3 prósent frá sama tímabili árið áður. Blikur á lofti „Allt stefnir í að árið 2023 verði besta rekstrarár í sögu Landsvirkjunar. Á fyrstu níu mánuðum ársins jókst hagnaður af grunnrekstri um tæp 27 prósent frá árinu 2022, sem þó var metár. Þrátt fyrir umtalsverða verðlækkun á tímabilinu á orku- og hrávörumörkuðum, en raforkuverð til stórnotenda er að hluta til tengt þróun þessara markaða, jukust raforkutekjur um rúm 14% frá sama tímabili ársins áður,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. „Skýrist það af áhættuvörnum, sem seinka áhrifum verðlækkana. Vaxtagjöld umfram vaxtatekjur halda áfram að lækka eins og undanfarin ár, vegna lækkandi skulda og nú aukinna vaxtatekna. Í dag bera 77% lána okkar fasta vexti og breytast þeir því ekki þótt vextir hækki á fjármálamörkuðum,“ segir Hörður. „Þótt rekstur Landsvirkjunar gangi framar vonum um þessar mundir eru blikur á lofti í raforkumálum þjóðarinnar. Fyrirsjáanleg er aukin orkuþörf, vegna orkuskipta og almenns vaxtar atvinnulífsins og nú ríður á að byggja upp frekari raforkuvinnslu til að anna henni. Við hjá Landsvirkjun vinnum nú hörðum höndum að því að afla tilskilinna leyfa svo hægt sé að hefja framkvæmdir við þær nýju virkjanir sem eru forsendur fyrir þeim mikilvægu breytingum sem framundan eru.“ Landsvirkjun Orkumál Rekstur hins opinbera Mest lesið Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Þar kemur fram að hagnaður fyrir óinnleysata fjármagnsliði hafi numið 290 milljónum bandaríkjadollurum eða 39,7 milljörðum króna, en hafi verið 228,5 milljónir bandaríkjadala á sama tímabili árið áður og jókst því um 26,9 prósent þrátt fyrir mjög góða afkomu á síðasta ári. Hagnaður tímabilsins var 159,4 milljónir bandaríkjadala (21,8 milljarða króna), en var 203,8 milljónir bandaríkjadala á sama tímabili árið áður. Á síðasta ári skilaði hagnaður Landsnets hluta af niðurstöðu ársins, en Landsnet var selt um síðustu áramót. Rekstrartekjur námu 495,4 milljónum bandaríkjadölum (67,9 milljörðum króna) og hækka um 62 milljónir bandaríkjadala, eða um 14,3 prósent frá sama tímabili árið áður. Blikur á lofti „Allt stefnir í að árið 2023 verði besta rekstrarár í sögu Landsvirkjunar. Á fyrstu níu mánuðum ársins jókst hagnaður af grunnrekstri um tæp 27 prósent frá árinu 2022, sem þó var metár. Þrátt fyrir umtalsverða verðlækkun á tímabilinu á orku- og hrávörumörkuðum, en raforkuverð til stórnotenda er að hluta til tengt þróun þessara markaða, jukust raforkutekjur um rúm 14% frá sama tímabili ársins áður,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. „Skýrist það af áhættuvörnum, sem seinka áhrifum verðlækkana. Vaxtagjöld umfram vaxtatekjur halda áfram að lækka eins og undanfarin ár, vegna lækkandi skulda og nú aukinna vaxtatekna. Í dag bera 77% lána okkar fasta vexti og breytast þeir því ekki þótt vextir hækki á fjármálamörkuðum,“ segir Hörður. „Þótt rekstur Landsvirkjunar gangi framar vonum um þessar mundir eru blikur á lofti í raforkumálum þjóðarinnar. Fyrirsjáanleg er aukin orkuþörf, vegna orkuskipta og almenns vaxtar atvinnulífsins og nú ríður á að byggja upp frekari raforkuvinnslu til að anna henni. Við hjá Landsvirkjun vinnum nú hörðum höndum að því að afla tilskilinna leyfa svo hægt sé að hefja framkvæmdir við þær nýju virkjanir sem eru forsendur fyrir þeim mikilvægu breytingum sem framundan eru.“
Landsvirkjun Orkumál Rekstur hins opinbera Mest lesið Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira