Umfjöllun og viðtöl: HK - Víkingur 30-27 | HK vann langþráðan og afar mikilvægan sigur gegn Víkingi Hjörvar Ólafsson skrifar 10. nóvember 2023 19:32 HK minnti á sig í fallbaráttunni með sigri á móti Víkingi. Vísir/Vilhelm HK tók á móti Víkingum í Kórnum í mikilvægum leik í botnbaráttunni í níundu umferð Olís deildar karla í handbolta í kvöld. Lokatölur í leiknum urðu 30-27 HK í vil sem nældi sér þar af leiðandi í dýrmæt stig í baráttu liðanna um að forðast fall úr deildinni. HK byrjaði leikinn betur og náði þriggja marka forskoti í upphafi leiksins og munaði þar miklu um góða frammistöðu Atla Steins Arnarsonar, sem gekk til liðs við Kópavogsliðið sem lánsmaður frá FH á dögunum. Atli Steinn skoraði sex mörk í fyrri háfleik og átta mörk þegar upp var staðið. Víkingar náðu hins vegar vopnum sínum og jafnræði var með liðunum lengst þar til um það bil 20 mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum. Þá hrukku HK-ingar aftur í gang og voru heimamenn með fimm marka forstkot, 17-12, í hálfleik. HK náði svo mest níu marka forystu, 26-17, þegar rúmlega 10 mínútur voru eftir af leiknum. Víkingur lagði ekki árar í bát og kom til baka undir lok leiksins. Það dugði hins vegar ekki til og HK innbyrti þriggja marka sigur, 30-27. Sigurjón Guðmundsson var öflugur bakvið þétta vörn HK-liðsins en Sigurjón varði 19 skot í leiknum. Víkingar hafa komið skemmtilega á óvart í upphafi deildarinnar en voru slegnir niður niður á jörðina í Kórnum í kvöld. HK-ingar höfðu fyrir þennan sigur beðið ósigur í fimm leikjum í röð og ekki náð í stig síðan 21. september. HK situr enn í næstneðsta sæti deildarinnar en er komið með fimm stig, sem er stigi minna en Víkingur sem situr í áttunda sæti. Sebastian Alexandersson ræðir við sína menn.Vísir/Vilhelm Sebastian: Viljum vera enn í sjéns í febrúar „Það var í raun bara góð barátta og samheldni sem lagði grunninn að þessum sigri. Svo var Sigurjón flottur í markinu og Atli Steinn kom flottur inn í þennan leik. Við áttum í erfiðleikum með að finna lausnir á 6-0 vörninni þeirra undir lok leiksins en sem betur fer náðum við að landa þessum sigri,“ sagði Sebastian Alexandersson, þjálfari HK, að leik loknum. „Atli Steinn á svo eftir að læra á kerfin og verða enn betri fyrir okkur. Við erum án öflugra leikmanna og það er mikilvægt að ná að safna stigum þrátt fyrir fjarveru þeirra. Það er lífsnauðsynlegt fyrir okkur að hellast ekki úr lestinni og vera enn í möguleika að bjarga okkur frá falli þegar við endurheimtum lykilleikmenn í febrúar,“ sagði Sebastian enn fremur. „Ég skynjaði enga hræðslu eða það að við kynnum ekki að loka leikjum þrátt fyrir að þeir næðu að koma sér inn í leikinn með því að minnka muninn undir lok leiksins. Þeir náðu bara að þétta varnarleikinn sinn og það kom smá stífla hjá okkur. Sigurinn kom hins vegar og það er mjög jákvætt,“ sagði þjálfari HK. Jón Gunnlaugur: Mættum flatir inn í þennan mikilvæga leik „Það var jafnt framan af leik en við vorum aftur á móti frekar flatir og þeir náðu frumkvæðinu þegar líða tók á leikinn. Við vorum frábærir síðasta korterið í þessum leik og þá sýndum við okkar rétta andlit. Ég er mjög svekktur með hugarfar leikmanna í leik sem við höfðum teiknað upp sem fjögurra stiga leik,“ sagði Jón Gunnlaugur Viggósson, þjálfari Víkings. „Markverðirnir klukkuðu fáa bolta í þessum leik og vörnin var slök þar til um miðjan seinni hálfleik þegar við náðum að kveikja á okkur. Svo var Sigurjón í markinu hjá þeim eiginlega það sem skildi liðin að þegar á hólminn var komið. Mér fannst ekki miklu muna á spilamennsku liðanna heilt yfir,“ sagði Jón Gunnlaugur þar að auki. „Við erum ánægðir með stigasöfnunina enn sem komið er. Þetta var fyrsti leikurinn í vetur sem við förum inn í sem sigurstranglegri aðilinn og við féllum á því prófi að vinna þannig leik. Það er hins vegar mikilvægt að hafa náð að minnka muninn og nú vinnum við bara upp innbyrðisstöðu liðanna í Safamýrinni í seinni umferðinni. Annars er það bara áfram gakk og skilja þetta tap eftir í baksýnisspeglinum,“ sagði hann borubrattur. Jón Gunnlaugur Viggósson er þjálfari Víkinga.Vísir/Hulda Margrét Af hverju vann HK? HK fékk mun betri markvörslu í þessum leik og Sigurjón gerði gæfumuninn. Sigurjón fékk dygga aðstoð frá samherju sem stóðu vörnina af stakri prýði í þessum leik. Þá var sóknarleikur HK vel úfærður þar sem HK fékk mörk í öllum regnbogans litum úr mörgum áttum. Hverjir sköruðu fram úr? Títtnefndur Sigurjón lagði þung lóð á vogarskálina til þess að landa þessum sigri. Þá var Atli Steinn einkar góður í sínum fyrsta leik í HK-búningnum. Annars var það sterk liðsheild sem lagði grunninn að þessum sigri HK-liðsins. Hvað gekk illa? Samspil slaks varnarleiks og lítillar markvörlu gerði Víkingum ansi erfitt fyrir í þessum leik. Sóknarleikur gestanna var svo flatur lengstum og allt of mikið um tæknifeila. Þegar illa áraði fóru lykilleikmenn Víkings að beina sjónum sínum að dómaradúettnum sem hafði sér ekkert til saka unnið í stað þess að líta í eigin barm. Hvað gerist næst? Víkingur fær Aftureldingu í heimsókn í Safamýrina á þriðjudaginn kemur en HK tekur svo á móti Stjörnunni á fimmtudaginn í næstu viku. Olís-deild karla HK Víkingur Reykjavík
HK tók á móti Víkingum í Kórnum í mikilvægum leik í botnbaráttunni í níundu umferð Olís deildar karla í handbolta í kvöld. Lokatölur í leiknum urðu 30-27 HK í vil sem nældi sér þar af leiðandi í dýrmæt stig í baráttu liðanna um að forðast fall úr deildinni. HK byrjaði leikinn betur og náði þriggja marka forskoti í upphafi leiksins og munaði þar miklu um góða frammistöðu Atla Steins Arnarsonar, sem gekk til liðs við Kópavogsliðið sem lánsmaður frá FH á dögunum. Atli Steinn skoraði sex mörk í fyrri háfleik og átta mörk þegar upp var staðið. Víkingar náðu hins vegar vopnum sínum og jafnræði var með liðunum lengst þar til um það bil 20 mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum. Þá hrukku HK-ingar aftur í gang og voru heimamenn með fimm marka forstkot, 17-12, í hálfleik. HK náði svo mest níu marka forystu, 26-17, þegar rúmlega 10 mínútur voru eftir af leiknum. Víkingur lagði ekki árar í bát og kom til baka undir lok leiksins. Það dugði hins vegar ekki til og HK innbyrti þriggja marka sigur, 30-27. Sigurjón Guðmundsson var öflugur bakvið þétta vörn HK-liðsins en Sigurjón varði 19 skot í leiknum. Víkingar hafa komið skemmtilega á óvart í upphafi deildarinnar en voru slegnir niður niður á jörðina í Kórnum í kvöld. HK-ingar höfðu fyrir þennan sigur beðið ósigur í fimm leikjum í röð og ekki náð í stig síðan 21. september. HK situr enn í næstneðsta sæti deildarinnar en er komið með fimm stig, sem er stigi minna en Víkingur sem situr í áttunda sæti. Sebastian Alexandersson ræðir við sína menn.Vísir/Vilhelm Sebastian: Viljum vera enn í sjéns í febrúar „Það var í raun bara góð barátta og samheldni sem lagði grunninn að þessum sigri. Svo var Sigurjón flottur í markinu og Atli Steinn kom flottur inn í þennan leik. Við áttum í erfiðleikum með að finna lausnir á 6-0 vörninni þeirra undir lok leiksins en sem betur fer náðum við að landa þessum sigri,“ sagði Sebastian Alexandersson, þjálfari HK, að leik loknum. „Atli Steinn á svo eftir að læra á kerfin og verða enn betri fyrir okkur. Við erum án öflugra leikmanna og það er mikilvægt að ná að safna stigum þrátt fyrir fjarveru þeirra. Það er lífsnauðsynlegt fyrir okkur að hellast ekki úr lestinni og vera enn í möguleika að bjarga okkur frá falli þegar við endurheimtum lykilleikmenn í febrúar,“ sagði Sebastian enn fremur. „Ég skynjaði enga hræðslu eða það að við kynnum ekki að loka leikjum þrátt fyrir að þeir næðu að koma sér inn í leikinn með því að minnka muninn undir lok leiksins. Þeir náðu bara að þétta varnarleikinn sinn og það kom smá stífla hjá okkur. Sigurinn kom hins vegar og það er mjög jákvætt,“ sagði þjálfari HK. Jón Gunnlaugur: Mættum flatir inn í þennan mikilvæga leik „Það var jafnt framan af leik en við vorum aftur á móti frekar flatir og þeir náðu frumkvæðinu þegar líða tók á leikinn. Við vorum frábærir síðasta korterið í þessum leik og þá sýndum við okkar rétta andlit. Ég er mjög svekktur með hugarfar leikmanna í leik sem við höfðum teiknað upp sem fjögurra stiga leik,“ sagði Jón Gunnlaugur Viggósson, þjálfari Víkings. „Markverðirnir klukkuðu fáa bolta í þessum leik og vörnin var slök þar til um miðjan seinni hálfleik þegar við náðum að kveikja á okkur. Svo var Sigurjón í markinu hjá þeim eiginlega það sem skildi liðin að þegar á hólminn var komið. Mér fannst ekki miklu muna á spilamennsku liðanna heilt yfir,“ sagði Jón Gunnlaugur þar að auki. „Við erum ánægðir með stigasöfnunina enn sem komið er. Þetta var fyrsti leikurinn í vetur sem við förum inn í sem sigurstranglegri aðilinn og við féllum á því prófi að vinna þannig leik. Það er hins vegar mikilvægt að hafa náð að minnka muninn og nú vinnum við bara upp innbyrðisstöðu liðanna í Safamýrinni í seinni umferðinni. Annars er það bara áfram gakk og skilja þetta tap eftir í baksýnisspeglinum,“ sagði hann borubrattur. Jón Gunnlaugur Viggósson er þjálfari Víkinga.Vísir/Hulda Margrét Af hverju vann HK? HK fékk mun betri markvörslu í þessum leik og Sigurjón gerði gæfumuninn. Sigurjón fékk dygga aðstoð frá samherju sem stóðu vörnina af stakri prýði í þessum leik. Þá var sóknarleikur HK vel úfærður þar sem HK fékk mörk í öllum regnbogans litum úr mörgum áttum. Hverjir sköruðu fram úr? Títtnefndur Sigurjón lagði þung lóð á vogarskálina til þess að landa þessum sigri. Þá var Atli Steinn einkar góður í sínum fyrsta leik í HK-búningnum. Annars var það sterk liðsheild sem lagði grunninn að þessum sigri HK-liðsins. Hvað gekk illa? Samspil slaks varnarleiks og lítillar markvörlu gerði Víkingum ansi erfitt fyrir í þessum leik. Sóknarleikur gestanna var svo flatur lengstum og allt of mikið um tæknifeila. Þegar illa áraði fóru lykilleikmenn Víkings að beina sjónum sínum að dómaradúettnum sem hafði sér ekkert til saka unnið í stað þess að líta í eigin barm. Hvað gerist næst? Víkingur fær Aftureldingu í heimsókn í Safamýrina á þriðjudaginn kemur en HK tekur svo á móti Stjörnunni á fimmtudaginn í næstu viku.