Grunar að netverslun útskýri færri ferðir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. nóvember 2023 13:39 Íbúar í Reykjavík fara færri ferðir á dag en fyrir tuttugu árum. Vísir/Vilhelm Íbúar í Reykjavík fara færri ferðir á dag en fyrir tuttugu árum síðan. Í febrúar 2002 fóru íbúar að meðaltali 4,1 ferð á dag en í nóvember í fyrra fóru íbúar að meðaltali 3,3 ferðir daglega. Gallup grunar að netverslun útskýri þessa fækkun ferða. Fækkun ferða hefur verið mikil síðastliðin tíu ár. Árið 2011 voru daglegar ferðir íbúa að meðaltali 4,2. Það sama var uppi á teningnum árið 2014 og 2017 fóru íbúar um 4,1 ferð á dag. Árið 2019 fóru íbúar að meðaltali 3,9 ferðir á dag og í nóvember í fyra voru ferðirnar orðnar 3,3. Þetta kom fram í kynningu Ólafs Veigars Hrafnssonar, sviðsstjóra markaðsrannsókna Gallup á fundinum Léttum á umferðinni, sem fór fram í Ráðhúsi Reykjavíkur í morgun. „Þetta kom okkur svolítið á óvart því þetta er ekki beint upplifunin í umferðinni. Manni finnst eins og umferðin sé að þyngjast. Við veltum þessu mikið fyrir okkur og meðal annars skoðuðum við hvort að þeir sem vinna heima og eru í heimanámi ferðist minna. Það er ekki svo,“ sagði Ólafur í kynningunni. „Þeir sem vinna heima og læra heima eru með sama meðaltal í ferðum og þeir sem vinna úti. Eitt af því sem mér þykir kannski líklegt að skýri þetta er þessi aukna netverslun.“ Ólafur bætir við að um 36 prósent landsmanna versli á netinu og þannig geti þessi fækkun ferða skýrst. „Þú verslar á netinu, bankinn þinn er á netinu, svo mikil þjónusta er á netinu. Þar af leiðandi ertu ekki að ferðast til að sækja þessa þjónustu.“ Fleiri ganga og ferðast á rafhlaupahjóli Eins benti Ólafur á að bílaumferð hafi minnkað um 2 prósent milli kannanna, annars vegar árið 2019 og 2022. Árið 2019 sögðust 57 prósent svarenda ferðast um á bíl, sem bílstjóri, en í fyrra voru það 55 prósent. Ólafur segist ekki telja þetta einhvers konar vikmörk heldur þróun sem sé í raun og veru að gerast. „Við sjáum líka að þeir sem fara fótgangandi, þeim fjölgar. Farþegum í einkabíl, þeim hefur fækkað jafnt og þétt á tuttugu árum. Þeir voru 17 prósent fyrir tuttugu árum og eru nú um 12 prósent,“ sagði Ólafur. Færri nota bíl sem sinn aðalferðamáta en fyrir tuttugu árum. Rafhlaupahjólið hefur hafið innreið sína. Gallup „Það sem kom mér á óvart í þessu er hvers vegna reiðhjólið er ekki stærra. Hlutdeild reiðhjólsins í ferðamátum er 6 prósent miðað við þessa könnun frá 2022. Maður hefði haldið að það væri meira. Það er búið að byggja upp mjög góða aðstöðu á mörgum vinnustöðum til dæmis,“ segir Ólafur. „Það sem kannski skýrir þetta er að fólk er í raun og veru ekki að nota reiðhjól sem aðal ferðamáta. Það hjólar í vinnuna og heim en notar bílinn í eitthvað annað.“ Um sex prósent svarenda nota strætisvagn sem sinn aðalferðamáta og stendur það hlutfall í stað. Það merkilegasta úr könnuninni sé innreið rafhlaupahjólsins, en um 2 prósent nota það sem sinn aðalferðamáta. Samgöngur Reykjavík Skipulag Verslun Tengdar fréttir Venjuleg gella deilir lyklinum að hamingjunni Brynhildur Bolladóttir lögfræðingur segir lífið hafa breyst til hins betra þegar hún eignaðist rafhjól. Nú þýtur hún upp brekkur, kennir bílstjórum að umgangast hjólastíga og segir ekkert kappsmál fyrir henni að vera bíllaus. Hjólið veiti einfaldlega hamingju. Rafhjólin gætu orðið bylting millistéttarinnar. 10. nóvember 2023 12:41 Bein útsending: Léttum á umferðinni 2023 Opinn fundur borgarstjóra í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu fer fram í dag klukkan 9-11:30. 10. nóvember 2023 08:16 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Sjá meira
Fækkun ferða hefur verið mikil síðastliðin tíu ár. Árið 2011 voru daglegar ferðir íbúa að meðaltali 4,2. Það sama var uppi á teningnum árið 2014 og 2017 fóru íbúar um 4,1 ferð á dag. Árið 2019 fóru íbúar að meðaltali 3,9 ferðir á dag og í nóvember í fyra voru ferðirnar orðnar 3,3. Þetta kom fram í kynningu Ólafs Veigars Hrafnssonar, sviðsstjóra markaðsrannsókna Gallup á fundinum Léttum á umferðinni, sem fór fram í Ráðhúsi Reykjavíkur í morgun. „Þetta kom okkur svolítið á óvart því þetta er ekki beint upplifunin í umferðinni. Manni finnst eins og umferðin sé að þyngjast. Við veltum þessu mikið fyrir okkur og meðal annars skoðuðum við hvort að þeir sem vinna heima og eru í heimanámi ferðist minna. Það er ekki svo,“ sagði Ólafur í kynningunni. „Þeir sem vinna heima og læra heima eru með sama meðaltal í ferðum og þeir sem vinna úti. Eitt af því sem mér þykir kannski líklegt að skýri þetta er þessi aukna netverslun.“ Ólafur bætir við að um 36 prósent landsmanna versli á netinu og þannig geti þessi fækkun ferða skýrst. „Þú verslar á netinu, bankinn þinn er á netinu, svo mikil þjónusta er á netinu. Þar af leiðandi ertu ekki að ferðast til að sækja þessa þjónustu.“ Fleiri ganga og ferðast á rafhlaupahjóli Eins benti Ólafur á að bílaumferð hafi minnkað um 2 prósent milli kannanna, annars vegar árið 2019 og 2022. Árið 2019 sögðust 57 prósent svarenda ferðast um á bíl, sem bílstjóri, en í fyrra voru það 55 prósent. Ólafur segist ekki telja þetta einhvers konar vikmörk heldur þróun sem sé í raun og veru að gerast. „Við sjáum líka að þeir sem fara fótgangandi, þeim fjölgar. Farþegum í einkabíl, þeim hefur fækkað jafnt og þétt á tuttugu árum. Þeir voru 17 prósent fyrir tuttugu árum og eru nú um 12 prósent,“ sagði Ólafur. Færri nota bíl sem sinn aðalferðamáta en fyrir tuttugu árum. Rafhlaupahjólið hefur hafið innreið sína. Gallup „Það sem kom mér á óvart í þessu er hvers vegna reiðhjólið er ekki stærra. Hlutdeild reiðhjólsins í ferðamátum er 6 prósent miðað við þessa könnun frá 2022. Maður hefði haldið að það væri meira. Það er búið að byggja upp mjög góða aðstöðu á mörgum vinnustöðum til dæmis,“ segir Ólafur. „Það sem kannski skýrir þetta er að fólk er í raun og veru ekki að nota reiðhjól sem aðal ferðamáta. Það hjólar í vinnuna og heim en notar bílinn í eitthvað annað.“ Um sex prósent svarenda nota strætisvagn sem sinn aðalferðamáta og stendur það hlutfall í stað. Það merkilegasta úr könnuninni sé innreið rafhlaupahjólsins, en um 2 prósent nota það sem sinn aðalferðamáta.
Samgöngur Reykjavík Skipulag Verslun Tengdar fréttir Venjuleg gella deilir lyklinum að hamingjunni Brynhildur Bolladóttir lögfræðingur segir lífið hafa breyst til hins betra þegar hún eignaðist rafhjól. Nú þýtur hún upp brekkur, kennir bílstjórum að umgangast hjólastíga og segir ekkert kappsmál fyrir henni að vera bíllaus. Hjólið veiti einfaldlega hamingju. Rafhjólin gætu orðið bylting millistéttarinnar. 10. nóvember 2023 12:41 Bein útsending: Léttum á umferðinni 2023 Opinn fundur borgarstjóra í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu fer fram í dag klukkan 9-11:30. 10. nóvember 2023 08:16 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Sjá meira
Venjuleg gella deilir lyklinum að hamingjunni Brynhildur Bolladóttir lögfræðingur segir lífið hafa breyst til hins betra þegar hún eignaðist rafhjól. Nú þýtur hún upp brekkur, kennir bílstjórum að umgangast hjólastíga og segir ekkert kappsmál fyrir henni að vera bíllaus. Hjólið veiti einfaldlega hamingju. Rafhjólin gætu orðið bylting millistéttarinnar. 10. nóvember 2023 12:41
Bein útsending: Léttum á umferðinni 2023 Opinn fundur borgarstjóra í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu fer fram í dag klukkan 9-11:30. 10. nóvember 2023 08:16
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?