Slepptu einum úr haldi en vilja halda fimm lengur Árni Sæberg skrifar 10. nóvember 2023 11:01 Blóð úr hinum skotna í anddyri fjölbýlishúss við Silfratjörn í Úlfarsárdal. Stöð 2/Arnar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sleppti einum, sem handtekinn var í tengslum við skotárás í Úlfarsárdal, úr gæsluvarðhaldi í gær. Eftir hádegi verður gerð krafa um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir fimm sem grunaðir eru um aðild að árásinni. Þetta segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar, í samtali við Vísi. Hann segir að rannsókn málsins, sem hófst snemma morguns þann 2. nóvember síðastliðinn, gangi vel. Rannsóknir í málum sem þessu séu þó alltaf viðamiklar og taki langan tíma. Hann búist við að málið verði rannsakað næstu vikurnar. Að öðru leyti vill Grímur lítið sem ekkert tjá sig um rannsóknina, með vísan til mikilvægra rannsóknarhagsmuna. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Stöð 2/Arnar Tengist ótilgreindum hópum Greint hefur verið frá því að lögreglan telji skotárásina tengjast einhvers konar uppgjöri tveggja hópa, sem hafa eldað saman grátt silfur. Grímur segist ekkert geta gefið upp um það um hvaða hópa er að ræða eða hvort þeir tengist öðrum málum. Ungi karlmaðurinn sem hlaut sár á fæti í árásinni, Gabríel Douane, hefur lengi verið bendlaður við svokallaðan Latino-hóp, sem tengist Bankastræti club-málinu svokallaða. Grímur kveðst ekki geta sagt neitt um það hvort árásin tengist deilum sömu tveggja hópa og það mál. Hann getur þó staðfest það að lögreglan hefur rannsakað önnur atvik, sem komið hafa upp á höfuðborgarsvæðinu frá því að árásin var framin, með tilliti til þess hvort þau tengist árásinni. Hvort þau tengist hugsanlegum hefndaraðgerðum vegna hennar. Hann gefur þó ekkert upp um það hvers eðlis þau atvik hafi verið, hversu mörg eða hvort einhver þeirra séu talin tengjast málinu. Hafa haldlagt vopn Grímur segir að við rannsókn málsins hafi lögreglan viðað að sér miklu magni gagna, rætt við nokkurn fjölda fólks og farið í nokkrar húsleitir. Við húsleitir hafi meðal annars fundist vopn, sem voru þá haldlögð. Hvað vopn varðar vill Grímur ekkert gefa upp um það hvers konar skotvopni er talið hafa verið beitt við árásina eða hvort grunur sé uppi um að fleiri en einu slíku hafi verið beitt. Þá segir hann að lögregla telji sig vita hversu mörgum skotum var hleypt af, en að hann geti ekki gefið fjöldann upp. Skotárás á Silfratjörn Lögreglumál Reykjavík Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Sjá meira
Þetta segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar, í samtali við Vísi. Hann segir að rannsókn málsins, sem hófst snemma morguns þann 2. nóvember síðastliðinn, gangi vel. Rannsóknir í málum sem þessu séu þó alltaf viðamiklar og taki langan tíma. Hann búist við að málið verði rannsakað næstu vikurnar. Að öðru leyti vill Grímur lítið sem ekkert tjá sig um rannsóknina, með vísan til mikilvægra rannsóknarhagsmuna. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Stöð 2/Arnar Tengist ótilgreindum hópum Greint hefur verið frá því að lögreglan telji skotárásina tengjast einhvers konar uppgjöri tveggja hópa, sem hafa eldað saman grátt silfur. Grímur segist ekkert geta gefið upp um það um hvaða hópa er að ræða eða hvort þeir tengist öðrum málum. Ungi karlmaðurinn sem hlaut sár á fæti í árásinni, Gabríel Douane, hefur lengi verið bendlaður við svokallaðan Latino-hóp, sem tengist Bankastræti club-málinu svokallaða. Grímur kveðst ekki geta sagt neitt um það hvort árásin tengist deilum sömu tveggja hópa og það mál. Hann getur þó staðfest það að lögreglan hefur rannsakað önnur atvik, sem komið hafa upp á höfuðborgarsvæðinu frá því að árásin var framin, með tilliti til þess hvort þau tengist árásinni. Hvort þau tengist hugsanlegum hefndaraðgerðum vegna hennar. Hann gefur þó ekkert upp um það hvers eðlis þau atvik hafi verið, hversu mörg eða hvort einhver þeirra séu talin tengjast málinu. Hafa haldlagt vopn Grímur segir að við rannsókn málsins hafi lögreglan viðað að sér miklu magni gagna, rætt við nokkurn fjölda fólks og farið í nokkrar húsleitir. Við húsleitir hafi meðal annars fundist vopn, sem voru þá haldlögð. Hvað vopn varðar vill Grímur ekkert gefa upp um það hvers konar skotvopni er talið hafa verið beitt við árásina eða hvort grunur sé uppi um að fleiri en einu slíku hafi verið beitt. Þá segir hann að lögregla telji sig vita hversu mörgum skotum var hleypt af, en að hann geti ekki gefið fjöldann upp.
Skotárás á Silfratjörn Lögreglumál Reykjavík Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Sjá meira