Öryrkjar megi eiga von á desemberuppbót Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. nóvember 2023 14:23 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. Vísir/Vilhelm Gert verður ráð fyrir desemberuppbót til handa örorku-og endurhæfingarlífeyrisþegum auk eillilífeyrisþega í nýju fjáraukafrumvarpi. Forsætisráðherra á von á því að frumvarpið verði kynnt á næstu tveimur vikum. Þetta kom fram í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, spurði Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, um desemberuppbót til handa öryrkjum og ellilífeyrisþegum. „Það er mikið ákall úti í samfélaginu og mikill sársauki hjá mörgum núna sem aldrei fyrr. Síðustu tvenn jól urðu öryrkjar þess aðnjótandi að fá svokallaðan jólabónus frá stjórnvöldum og okkur hér á hinu háa Alþingi.“ Inga segir öll vita hvert stefni. Aldrei hafi fleiri um árabil sótt aðstoð til hjálparstofnana. Þá segir hún að ríkissjóður skili nú hundrað milljarða króna umframgreiðslum í kassann. Áður hefur desemberuppbót fyrir atvinnulausa verið birt á vef stjórnartíðinda. Uppbótin nemur 99.389 krónum. Atvinnuleysi á landinu mælist nú rúmlega þrjú prósent. Aldrei fengið svo skýr svör Katrín segir að frumvarp um breytingar á almannatryggingakerfinu sé væntanlegt í vetur. Segist hún vona að þar verði gengið frá þessum málum þannig að ekki þurfi að taka afstöðu til þess á hverju ári með tilheyrandi ófyrirsjáanleika fyrir þá hópa sem um ræðir. „Ég vil segja það að venjan hefur verið sú að um þetta hefur verið fjallað í fjáraukalagafrumvarpi fyrir ár hvert. Það er von á því á næstu tveimur vikum, ég þori ekki að nefna nákvæmlega dagsetningu. Það er stefnt að því að þar verði tekið á þessum málum þannig að það sé gert ráð fyrir desemberuppbót fyrir þennan hóp.“ Inga svaraði forsætisráðherra þá og sagðist á sínum sjö árum á þingi bara einu sinni áður hafa fengið svo skýr svör. Þakkaði hún Katrínu fyrir og þakkaði Katrín henni svo fyrir hlý orð í kjölfarið. „Ég segi bara við fólkið okkar: Þið getið glaðst því að sjálfur hæstvirtur forsætisráðherra er búinn að segja að það er ekki bara það að fjáraukinn sé að koma inn eftir sirka tvær vikur heldur mun vera gert ráð fyrir því að styðja við ykkur sem hafið það bágast í samfélaginu,“ segir Inga Sæland. Alþingi Félagsmál Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Sjá meira
Þetta kom fram í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, spurði Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, um desemberuppbót til handa öryrkjum og ellilífeyrisþegum. „Það er mikið ákall úti í samfélaginu og mikill sársauki hjá mörgum núna sem aldrei fyrr. Síðustu tvenn jól urðu öryrkjar þess aðnjótandi að fá svokallaðan jólabónus frá stjórnvöldum og okkur hér á hinu háa Alþingi.“ Inga segir öll vita hvert stefni. Aldrei hafi fleiri um árabil sótt aðstoð til hjálparstofnana. Þá segir hún að ríkissjóður skili nú hundrað milljarða króna umframgreiðslum í kassann. Áður hefur desemberuppbót fyrir atvinnulausa verið birt á vef stjórnartíðinda. Uppbótin nemur 99.389 krónum. Atvinnuleysi á landinu mælist nú rúmlega þrjú prósent. Aldrei fengið svo skýr svör Katrín segir að frumvarp um breytingar á almannatryggingakerfinu sé væntanlegt í vetur. Segist hún vona að þar verði gengið frá þessum málum þannig að ekki þurfi að taka afstöðu til þess á hverju ári með tilheyrandi ófyrirsjáanleika fyrir þá hópa sem um ræðir. „Ég vil segja það að venjan hefur verið sú að um þetta hefur verið fjallað í fjáraukalagafrumvarpi fyrir ár hvert. Það er von á því á næstu tveimur vikum, ég þori ekki að nefna nákvæmlega dagsetningu. Það er stefnt að því að þar verði tekið á þessum málum þannig að það sé gert ráð fyrir desemberuppbót fyrir þennan hóp.“ Inga svaraði forsætisráðherra þá og sagðist á sínum sjö árum á þingi bara einu sinni áður hafa fengið svo skýr svör. Þakkaði hún Katrínu fyrir og þakkaði Katrín henni svo fyrir hlý orð í kjölfarið. „Ég segi bara við fólkið okkar: Þið getið glaðst því að sjálfur hæstvirtur forsætisráðherra er búinn að segja að það er ekki bara það að fjáraukinn sé að koma inn eftir sirka tvær vikur heldur mun vera gert ráð fyrir því að styðja við ykkur sem hafið það bágast í samfélaginu,“ segir Inga Sæland.
Alþingi Félagsmál Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Sjá meira