Innlent

Svona gætu varnar­garðar við Svarts­engi litið út

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Þrívídíddarlíkan sýnir hér mögulegan varnargarð.
Þrívídíddarlíkan sýnir hér mögulegan varnargarð. Verkís

Starfshópur verkfræðinga og fræðimanna hefur gert greiningu á innviðum og skilað af sér tillögum að varnargörðum vegna mögulegs eldgoss á Reykjanesskaga.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum. Þar segir að hópurinn, sem skilaði af sér tillögunum í maí á þessu ári, hafi verið formlega settur  í mars 2021, en þá hófst eldgos í Fagradalsfjalli. Í kjölfarið hefur gosið tvisvar í viðbót á Reykjanesskaga. 

Í starfshópnum eru fulltrúar frá verkfræðistofunum Verkís og Eflu, auk fulltrúa frá Háskóla Íslands og Veðurstofunni. 

„Ein af sviðsmyndunum sem hópurinn vann var hvernig hægt væri að verja Svartsengi með varnargörðum, vegna hraunflæðis. Ekki hefur þótt ástæða til að keyra aftur hraunflæðilíkön eftir eldgosið við Litla Hrút, sem hófst í 10. júlí 2023. Ástæðan er að búið var að keyra þær sviðsmyndir sem verið er að horfa á í dag,“ segir í tilkynningu Almannavarna. 

Myndirnar hér að ofan og neðan sýna hvernig mögulegir varnargarðar gætu litið út. 

Hópurinn sem skilaði af sér niðurstöðunum var settur á fót í mars 2021.Verkís
Loftmynd sýnir hvernig mögulegur varnargarður gæti legið.Almannavarnir



Fleiri fréttir

Sjá meira


×