Nýr pítsustaður í Vesturbæinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. nóvember 2023 11:45 Palli, Valli og Pizza 107 sem verður take-away staður í anda Jóns Bakans. Vísir/vilhelm Pítsustaður bætist í flóru veitingastaða í vesturbæ Reykjavíkur í dag þegar Pizza 107 opnar dyrnar í Úlfarsfelli. Valgeir Gunnlaugsson er maðurinn á bak við staðinn og með honum í liði er söngvarinn Páll Óskar. Viðskiptablaðið greindi fyrst frá. Félagarnir ráku annan af tveimur indverskum veitingastöðum sínum í sama rými undir merkinu Indican. Valgeir, betur þekktur sem Valli flatbaka, er þó pítsumaður í húð og hár. „Við vorum með tvo Indican staði en ég vildi fara aftur í pítsurnar. Það er alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt en mig var farið að klæja í puttana að komast aftur í deigið,“ segir Valli. Staðurinn verður opnaður í rólegheitum klukkan fimm í dag. Svo verður hefðbundinn opnunartími frá hálf tólf í hádeginu fram á kvöld. „Við erum að klára að negla síðustu naglana í veginn, eins og sagt er. Fólk getur komið seinni partinn og fengið sér í kvöldmatinn. Þeir allra spenntustu,“ segir Valli. Um árabil var bókabúðin Úlfarsfelli rekin í þessu rými. Búð sem margur vesturbæingurinn man vel eftir og saknar. Í nostalgíunni sem einkennir Íslendinginn. „Okkur langar einmitt að fara smá aftur til fortíðar. Reyna að ná upp stað eins og gamla Jón bakan, Pizzahöllin, Hrói höttur og staðir þess tíma,“ segir Valli. Margir muna eftir pítsunum hjá Jóni bakan. Þeir Páll Óskar hafi lagt mikla vinnu í að lappa upp á staðinn. „Gera hann hlýrri. Ná upp gömlu hlýjunni sem var í Úlfarsfells bókabúðinni. Fara aftur í þann tíðaranda. Við erum búnir að sanka að okkur rosalega mörgum gömlum myndum úr vesturbænum, úr þessu hverfi, sem verða hangandi uppi á vegg. Við erum í nostalgíufíling.“ Pítsustaðurinn verður í póstnúmeri 107 og er búið að koma fyrir 107 skrautljósaperum í loftinu. Valli og félagar eru á lokametrunum að gera allt klárt.vísir/vilhelm „Þetta er ákveðið listaverk.“ Bæði verður í boði að kaupa tólf tommu og sextán tommu pítsur sem verða bakaðar í steinofni. „Við verðum með aðlaðandi tilboð fyrir einstaklinga, fjölskyldur og stærri hópa.“ Ýmis rekstur hefur verið reyndur í rýminu síðan bókabúðinni var lokað um miðjan síðasta áratug. Þar var Fisherman með sælkerabúð um tíma en kórónuveirufaraldurinn fór illa með reksturinn að sögn eigandans. Við tók pítsustaðurinn Plútó sem rekinn var í tvö ár. Svo reyndu Valli og Palli fyrir sér með Indican. „Það lá í loftinu að við myndum breyta þessu í pítsustað. Okkur langar að ná upp hverfisstemmningu. Sætir og litlir á horninu að dúlla okkur að gera góðar pítsur.“ Hann segir Pál Óskar ofurspenntan fyrir verkefninu. „Hann hefur svo gaman af þessu. Palli ætlar að standa vaktina líka og það má alveg biðja hann um selfie. Það er ekkert mál,“ segir Valli og hlær. Veitingastaðir Reykjavík Tengdar fréttir Ákváðu að fara í allan pakkann „Það var auðvelt fyrir hann að selja mér pælinguna,“ segir Camilla Rut Rúnarsdóttir athafnakona og áhrifavaldur, um ákvörðunina að flytja inn með kærastanum, Valgeiri Gunnlaugssyni, oft þekktur sem Valli Flatbaka, í parhús á Seltjarnarnesi. 25. apríl 2023 11:01 Valli flatbaka segir skilið við Flatbökuna Valgeir Gunnlaugsson hefur verið þekktur sem Valli flatbaka síðan hann stofnaði pizzustaðinn Íslensku flatbökuna. Nú verður þó breyting þar á þar sem Valgeir hefur selt reksturinn. 7. mars 2023 16:10 „Við erum bara að njóta þess að kynnast og vera kærustupar“ „Við erum búin að þekkjast mjög lengi en þessi tenging kom svolítið á óvart núna í sumar,“ segir athafnakonan Camilla Rut Rúnarsdóttir í samtali við Vísi, um ástarsamband sitt við Valgeir Gunnlaugsson. 7. nóvember 2022 14:32 Átján tommu pítsan snýr aftur í Vesturbænum með pítseríu í anda New York Segja má að lítill hluti New York borgar sé við það að líta dagsins ljós við Hagamel í vesturbæ Reykjavíkur. Þar sem áður var ritfangaverslunin Úlfarsfell mun innan tíðar opna pítsería í anda New York borgar. 20. ágúst 2020 07:00 Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Viðskiptablaðið greindi fyrst frá. Félagarnir ráku annan af tveimur indverskum veitingastöðum sínum í sama rými undir merkinu Indican. Valgeir, betur þekktur sem Valli flatbaka, er þó pítsumaður í húð og hár. „Við vorum með tvo Indican staði en ég vildi fara aftur í pítsurnar. Það er alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt en mig var farið að klæja í puttana að komast aftur í deigið,“ segir Valli. Staðurinn verður opnaður í rólegheitum klukkan fimm í dag. Svo verður hefðbundinn opnunartími frá hálf tólf í hádeginu fram á kvöld. „Við erum að klára að negla síðustu naglana í veginn, eins og sagt er. Fólk getur komið seinni partinn og fengið sér í kvöldmatinn. Þeir allra spenntustu,“ segir Valli. Um árabil var bókabúðin Úlfarsfelli rekin í þessu rými. Búð sem margur vesturbæingurinn man vel eftir og saknar. Í nostalgíunni sem einkennir Íslendinginn. „Okkur langar einmitt að fara smá aftur til fortíðar. Reyna að ná upp stað eins og gamla Jón bakan, Pizzahöllin, Hrói höttur og staðir þess tíma,“ segir Valli. Margir muna eftir pítsunum hjá Jóni bakan. Þeir Páll Óskar hafi lagt mikla vinnu í að lappa upp á staðinn. „Gera hann hlýrri. Ná upp gömlu hlýjunni sem var í Úlfarsfells bókabúðinni. Fara aftur í þann tíðaranda. Við erum búnir að sanka að okkur rosalega mörgum gömlum myndum úr vesturbænum, úr þessu hverfi, sem verða hangandi uppi á vegg. Við erum í nostalgíufíling.“ Pítsustaðurinn verður í póstnúmeri 107 og er búið að koma fyrir 107 skrautljósaperum í loftinu. Valli og félagar eru á lokametrunum að gera allt klárt.vísir/vilhelm „Þetta er ákveðið listaverk.“ Bæði verður í boði að kaupa tólf tommu og sextán tommu pítsur sem verða bakaðar í steinofni. „Við verðum með aðlaðandi tilboð fyrir einstaklinga, fjölskyldur og stærri hópa.“ Ýmis rekstur hefur verið reyndur í rýminu síðan bókabúðinni var lokað um miðjan síðasta áratug. Þar var Fisherman með sælkerabúð um tíma en kórónuveirufaraldurinn fór illa með reksturinn að sögn eigandans. Við tók pítsustaðurinn Plútó sem rekinn var í tvö ár. Svo reyndu Valli og Palli fyrir sér með Indican. „Það lá í loftinu að við myndum breyta þessu í pítsustað. Okkur langar að ná upp hverfisstemmningu. Sætir og litlir á horninu að dúlla okkur að gera góðar pítsur.“ Hann segir Pál Óskar ofurspenntan fyrir verkefninu. „Hann hefur svo gaman af þessu. Palli ætlar að standa vaktina líka og það má alveg biðja hann um selfie. Það er ekkert mál,“ segir Valli og hlær.
Veitingastaðir Reykjavík Tengdar fréttir Ákváðu að fara í allan pakkann „Það var auðvelt fyrir hann að selja mér pælinguna,“ segir Camilla Rut Rúnarsdóttir athafnakona og áhrifavaldur, um ákvörðunina að flytja inn með kærastanum, Valgeiri Gunnlaugssyni, oft þekktur sem Valli Flatbaka, í parhús á Seltjarnarnesi. 25. apríl 2023 11:01 Valli flatbaka segir skilið við Flatbökuna Valgeir Gunnlaugsson hefur verið þekktur sem Valli flatbaka síðan hann stofnaði pizzustaðinn Íslensku flatbökuna. Nú verður þó breyting þar á þar sem Valgeir hefur selt reksturinn. 7. mars 2023 16:10 „Við erum bara að njóta þess að kynnast og vera kærustupar“ „Við erum búin að þekkjast mjög lengi en þessi tenging kom svolítið á óvart núna í sumar,“ segir athafnakonan Camilla Rut Rúnarsdóttir í samtali við Vísi, um ástarsamband sitt við Valgeir Gunnlaugsson. 7. nóvember 2022 14:32 Átján tommu pítsan snýr aftur í Vesturbænum með pítseríu í anda New York Segja má að lítill hluti New York borgar sé við það að líta dagsins ljós við Hagamel í vesturbæ Reykjavíkur. Þar sem áður var ritfangaverslunin Úlfarsfell mun innan tíðar opna pítsería í anda New York borgar. 20. ágúst 2020 07:00 Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Ákváðu að fara í allan pakkann „Það var auðvelt fyrir hann að selja mér pælinguna,“ segir Camilla Rut Rúnarsdóttir athafnakona og áhrifavaldur, um ákvörðunina að flytja inn með kærastanum, Valgeiri Gunnlaugssyni, oft þekktur sem Valli Flatbaka, í parhús á Seltjarnarnesi. 25. apríl 2023 11:01
Valli flatbaka segir skilið við Flatbökuna Valgeir Gunnlaugsson hefur verið þekktur sem Valli flatbaka síðan hann stofnaði pizzustaðinn Íslensku flatbökuna. Nú verður þó breyting þar á þar sem Valgeir hefur selt reksturinn. 7. mars 2023 16:10
„Við erum bara að njóta þess að kynnast og vera kærustupar“ „Við erum búin að þekkjast mjög lengi en þessi tenging kom svolítið á óvart núna í sumar,“ segir athafnakonan Camilla Rut Rúnarsdóttir í samtali við Vísi, um ástarsamband sitt við Valgeir Gunnlaugsson. 7. nóvember 2022 14:32
Átján tommu pítsan snýr aftur í Vesturbænum með pítseríu í anda New York Segja má að lítill hluti New York borgar sé við það að líta dagsins ljós við Hagamel í vesturbæ Reykjavíkur. Þar sem áður var ritfangaverslunin Úlfarsfell mun innan tíðar opna pítsería í anda New York borgar. 20. ágúst 2020 07:00