Loka kaffihúsinu á Árbæjarsafni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. nóvember 2023 16:12 Árbæjarsafn í samnefndum borgarhluta er vinsæll áfangastaður til að kynnast sögu lands og þjóðar. Vísir/Vilhelm Reykjavíkurborg hefur ákveðið að hætta rekstri kaffihúss á Árbæjarsafni á næsta ári. Dregið verður úr þátttöku Borgarsögusafns í kostnaði á Safnanótt og Menningarnótt auk þess sem dregið veður úr dagskrá og aðgengi í Viðey. Þetta er meðal þess sem kemur fram í greinargerð fagsviða með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar sem kynnt var í dag. Þar segir í kafla um Borgarsögusafn að góð aðsókn hafi verið að Borgarsögusafni og útlitið bjart fyrir árið 2024. Safnið í Aðalstræti, Árbæjarsafn, Ljósmyndasafn, Sjóminjasafn og Viðey tilheyra Borgarsögusafni. „Engu að síður kallar fjárhagsáætlun ársins 2024 á verulegt aðhald í rekstri og munu allir þættir starfsins markast af því,“ segir í greinargerðinni. Viðburðum í Viðey verður fækkað milli ára úr tíu í þrjá. Dregið verður úr þátttöku á Safnanótt og Menningarnótt og leitað annars konar samstarfs. Dregið verður úr margvíslegri þjónustu, t.a.m. hætt með rekstur kaffihúss á Árbæjarsafni, dregið úr dagskrá og aðgengi í Viðey og opnunartími sýninga styttur. Dregið verður úr beinni markaðssetningu og aðkeyptri vinnu en lögð áhersla á samfélagstengingu með nýrri vefsíðu safnsins og á samfélagsmiðlum. Hafin verður endurskoðun mörkunar Borgarsögusafns til að styðja við væntingar um aukningu gesta og sterkara samtal við nærsamfélagið, auk sérstakrar stefnumótunar fyrir Viðey með víðtæku samráði. Fræðslustarf verður áfram öflugt á öllum stöðum safnsins. Sérstök áhersla verður lögð á verkefni sem hafa samfélagslega tengingu og inngildingu fyrir ólíka hópa. Borgarsögusafn hefur verið leiðandi á þessu sviði og má þar m.a. nefna sérstaka opnun á sýningarstöðum fyrir einstaklinga á einhverfurófi, sjónlýsingar og pólsk jól. „Mikil hagræðing í rekstri undangenginna ára er farin að hafa neikvæð áhrif á grunnþætti í starfsemi Borgarsögusafns og forgangsröðun því brýn. Árið 2023 var safnkosturinn fluttur í vandað varðveislurými þar sem ráðgert er á komandi árum að vinna með safnkostinn; skráning, ljósmyndun og forvarsla. Áfram verður unnið við gerð húsakannana og fornleifaskráningar í tengslum við skipulagsmál. Einnig umsagna um varðveislu og gildi ýmissa mannvirkja, varðveisla menningarminja og menningarmerkinga. Auk þess heldur áfram viðhald og viðgerð safnhúsa Árbæjarsafns til að koma í veg fyrir kostnaðarsamar viðgerðir síðar meir. Þar verður farið í úrbætur á aðgengismálum og áframhaldandi samstarf við Fjölskyldugarðinn varðandi dýrahald. Þá verður áfram unnið að endurnýjun skráningargrunnsins sarpur.is,“ segir í greinargerðinni. Reykjavík Viðey Söfn Borgarstjórn Veitingastaðir Tengdar fréttir Viðsnúningur fenginn beint úr vasa skattgreiðenda Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gefur lítið fyrir fagnaðarlæti meirihlutans í borginni í morgun þegar fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár var kynnt. Á fundi borgarstjórnar sagði hún umtalaðan viðsnúning fjármála borgarinnar ekki afleiðingu hagræðingar heldur væri hann sóttur beint í vasa skattgreiðenda. 7. nóvember 2023 14:51 Gera ráð fyrir afgangi af rekstri borgarinnar á næsta ári Gert er ráð fyrir því að sex hundruð milljóna króna afgangur verði af rekstri A-hluta Reykjavíkurborgar á næsta ári, ári á undan áætlun. Borgarstjóri segir að tekist hafi að snúa rekstri borgarinnar við þrátt fyrir erfiðar ytri aðstæður. 7. nóvember 2023 11:59 Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í greinargerð fagsviða með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar sem kynnt var í dag. Þar segir í kafla um Borgarsögusafn að góð aðsókn hafi verið að Borgarsögusafni og útlitið bjart fyrir árið 2024. Safnið í Aðalstræti, Árbæjarsafn, Ljósmyndasafn, Sjóminjasafn og Viðey tilheyra Borgarsögusafni. „Engu að síður kallar fjárhagsáætlun ársins 2024 á verulegt aðhald í rekstri og munu allir þættir starfsins markast af því,“ segir í greinargerðinni. Viðburðum í Viðey verður fækkað milli ára úr tíu í þrjá. Dregið verður úr þátttöku á Safnanótt og Menningarnótt og leitað annars konar samstarfs. Dregið verður úr margvíslegri þjónustu, t.a.m. hætt með rekstur kaffihúss á Árbæjarsafni, dregið úr dagskrá og aðgengi í Viðey og opnunartími sýninga styttur. Dregið verður úr beinni markaðssetningu og aðkeyptri vinnu en lögð áhersla á samfélagstengingu með nýrri vefsíðu safnsins og á samfélagsmiðlum. Hafin verður endurskoðun mörkunar Borgarsögusafns til að styðja við væntingar um aukningu gesta og sterkara samtal við nærsamfélagið, auk sérstakrar stefnumótunar fyrir Viðey með víðtæku samráði. Fræðslustarf verður áfram öflugt á öllum stöðum safnsins. Sérstök áhersla verður lögð á verkefni sem hafa samfélagslega tengingu og inngildingu fyrir ólíka hópa. Borgarsögusafn hefur verið leiðandi á þessu sviði og má þar m.a. nefna sérstaka opnun á sýningarstöðum fyrir einstaklinga á einhverfurófi, sjónlýsingar og pólsk jól. „Mikil hagræðing í rekstri undangenginna ára er farin að hafa neikvæð áhrif á grunnþætti í starfsemi Borgarsögusafns og forgangsröðun því brýn. Árið 2023 var safnkosturinn fluttur í vandað varðveislurými þar sem ráðgert er á komandi árum að vinna með safnkostinn; skráning, ljósmyndun og forvarsla. Áfram verður unnið við gerð húsakannana og fornleifaskráningar í tengslum við skipulagsmál. Einnig umsagna um varðveislu og gildi ýmissa mannvirkja, varðveisla menningarminja og menningarmerkinga. Auk þess heldur áfram viðhald og viðgerð safnhúsa Árbæjarsafns til að koma í veg fyrir kostnaðarsamar viðgerðir síðar meir. Þar verður farið í úrbætur á aðgengismálum og áframhaldandi samstarf við Fjölskyldugarðinn varðandi dýrahald. Þá verður áfram unnið að endurnýjun skráningargrunnsins sarpur.is,“ segir í greinargerðinni.
Reykjavík Viðey Söfn Borgarstjórn Veitingastaðir Tengdar fréttir Viðsnúningur fenginn beint úr vasa skattgreiðenda Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gefur lítið fyrir fagnaðarlæti meirihlutans í borginni í morgun þegar fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár var kynnt. Á fundi borgarstjórnar sagði hún umtalaðan viðsnúning fjármála borgarinnar ekki afleiðingu hagræðingar heldur væri hann sóttur beint í vasa skattgreiðenda. 7. nóvember 2023 14:51 Gera ráð fyrir afgangi af rekstri borgarinnar á næsta ári Gert er ráð fyrir því að sex hundruð milljóna króna afgangur verði af rekstri A-hluta Reykjavíkurborgar á næsta ári, ári á undan áætlun. Borgarstjóri segir að tekist hafi að snúa rekstri borgarinnar við þrátt fyrir erfiðar ytri aðstæður. 7. nóvember 2023 11:59 Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Viðsnúningur fenginn beint úr vasa skattgreiðenda Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gefur lítið fyrir fagnaðarlæti meirihlutans í borginni í morgun þegar fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár var kynnt. Á fundi borgarstjórnar sagði hún umtalaðan viðsnúning fjármála borgarinnar ekki afleiðingu hagræðingar heldur væri hann sóttur beint í vasa skattgreiðenda. 7. nóvember 2023 14:51
Gera ráð fyrir afgangi af rekstri borgarinnar á næsta ári Gert er ráð fyrir því að sex hundruð milljóna króna afgangur verði af rekstri A-hluta Reykjavíkurborgar á næsta ári, ári á undan áætlun. Borgarstjóri segir að tekist hafi að snúa rekstri borgarinnar við þrátt fyrir erfiðar ytri aðstæður. 7. nóvember 2023 11:59