Stjórnarþingmenn flytja tillögu um ákall eftir vopnahléi Árni Sæberg skrifar 6. nóvember 2023 15:48 Jódís og Steinunn Þóra eru þingmenn Vinstri grænna. Vísir/Vilhelm Hópur þingmanna hefur smíðað þingsályktunartillögu um að fordæma aðgerðir Ísraelshers í Palestínu og kalla eftir tafarlausu vopnahléi af mannúðarástæðum. Tveir þingmenn Vinstri grænna eru flutningsmenn tillögunnar. „Alþingi ályktar að fela utanríkisráðherra að fordæma árásir Ísraelshers á óbreytta borgara, sjúkrahús, skóla og aðra borgaralega innviði í Palestínu sem hófust 7. október 2023 í kjölfar árása Hamas-samtakanna á ísraelska borgara. Alþingi ályktar einnig að fela utanríkisráðherra að kalla eftir tafarlausu vopnahléi af mannúðarástæðum til þess að koma megi neyðarvistum og læknisaðstoð til íbúa Gaza og í framhaldinu stöðva átök á svæðinu, í samræmi við ályktun allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna frá 26. október 2023,“ svo hljóðar tillagan um þingályktun. Flutningsmenn hennar eru Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, sem er fyrsti flutningsmaður, Kristrún Frostadóttir, Andrés Ingi Jónsson, Jódís Skúladóttir, Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, Logi Einarsson, Björn Leví Gunnarsson, Steinunn Þóra Árnadóttir, Gísli Rafn Ólafsson, Halldóra Mogensen, Oddný G. Harðardóttir, Dagbjört Hákonardóttir, Jóhann Páll Jóhannsson og Þórunn Sveinbjarnardóttir. Öll tilheyra þau stjórnarandstöðunni nema þær Steinunn Þóra og Jódís, þær eru í Vinstri grænum. Gagnrýna eigin ríkisstjórn Ísland sat eftirminnilega hjá þegar ályktun allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna, sem þingmennirnir vísa til, var samþykkt. Í greinargerð með tillögunni segja þingmennirnir að ríkisstjórnin hafi nú þegar, réttilega, fordæmt árásir Hamas-samtakanna á ísraelska borgara en látið hjá líða að fordæma viðbrögð ísraelskra stjórnvalda, sem hafi farið fram úr öllu hófi og brjóti bersýnilega gegn alþjóðlegum mannúðarlögum og öðrum alþjóðalögum. Þá hafi Ísland setið hjá í atkvæðagreiðslu allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna um ákall um tafarlaust vopnahlé á Gaza á neyðarfundi þingsins hinn 26. október síðastliðinn. „Með þingsályktunartillögu þessari vilja flutningsmenn koma afstöðu Íslands skýrlega til skila og gera afdráttarlausa kröfu um tafarlaust vopnahlé af mannúðarástæðum. Þá er nauðsynlegt að koma á framfæri fordæmingu á árásum Ísraelshers á óbreytta borgara, sjúkrahús, skóla og aðra borgaralega innviði í Palestínu.“ Alþingi Átök í Ísrael og Palestínu Vinstri græn Tengdar fréttir Segir viðbrögð Bjarna á blaðamannafundi „til skammar“ Hjálmtýr Heiðdal, formaður félagsins Ísland-Palestínu, segir viðbrögð Bjarna skammarleg á blaðamannafundi norrænna utanríkisráðherra á Norðurlandaráðsþingi í Osló í gær. 2. nóvember 2023 13:00 „Sagðir þú árás á flóttamannabúðirnar?“ Svar utanríkisráðherra við spurningu fréttamanns, um aðgerðir Ísraelshers í Jabalia-flóttamannabúðunum í gær, hafa vakið athygli í Noregi. „Sagðir þú árás á flóttamannabúðir?“ spurði Bjarni Benediktsson. 1. nóvember 2023 23:55 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
„Alþingi ályktar að fela utanríkisráðherra að fordæma árásir Ísraelshers á óbreytta borgara, sjúkrahús, skóla og aðra borgaralega innviði í Palestínu sem hófust 7. október 2023 í kjölfar árása Hamas-samtakanna á ísraelska borgara. Alþingi ályktar einnig að fela utanríkisráðherra að kalla eftir tafarlausu vopnahléi af mannúðarástæðum til þess að koma megi neyðarvistum og læknisaðstoð til íbúa Gaza og í framhaldinu stöðva átök á svæðinu, í samræmi við ályktun allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna frá 26. október 2023,“ svo hljóðar tillagan um þingályktun. Flutningsmenn hennar eru Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, sem er fyrsti flutningsmaður, Kristrún Frostadóttir, Andrés Ingi Jónsson, Jódís Skúladóttir, Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, Logi Einarsson, Björn Leví Gunnarsson, Steinunn Þóra Árnadóttir, Gísli Rafn Ólafsson, Halldóra Mogensen, Oddný G. Harðardóttir, Dagbjört Hákonardóttir, Jóhann Páll Jóhannsson og Þórunn Sveinbjarnardóttir. Öll tilheyra þau stjórnarandstöðunni nema þær Steinunn Þóra og Jódís, þær eru í Vinstri grænum. Gagnrýna eigin ríkisstjórn Ísland sat eftirminnilega hjá þegar ályktun allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna, sem þingmennirnir vísa til, var samþykkt. Í greinargerð með tillögunni segja þingmennirnir að ríkisstjórnin hafi nú þegar, réttilega, fordæmt árásir Hamas-samtakanna á ísraelska borgara en látið hjá líða að fordæma viðbrögð ísraelskra stjórnvalda, sem hafi farið fram úr öllu hófi og brjóti bersýnilega gegn alþjóðlegum mannúðarlögum og öðrum alþjóðalögum. Þá hafi Ísland setið hjá í atkvæðagreiðslu allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna um ákall um tafarlaust vopnahlé á Gaza á neyðarfundi þingsins hinn 26. október síðastliðinn. „Með þingsályktunartillögu þessari vilja flutningsmenn koma afstöðu Íslands skýrlega til skila og gera afdráttarlausa kröfu um tafarlaust vopnahlé af mannúðarástæðum. Þá er nauðsynlegt að koma á framfæri fordæmingu á árásum Ísraelshers á óbreytta borgara, sjúkrahús, skóla og aðra borgaralega innviði í Palestínu.“
Alþingi Átök í Ísrael og Palestínu Vinstri græn Tengdar fréttir Segir viðbrögð Bjarna á blaðamannafundi „til skammar“ Hjálmtýr Heiðdal, formaður félagsins Ísland-Palestínu, segir viðbrögð Bjarna skammarleg á blaðamannafundi norrænna utanríkisráðherra á Norðurlandaráðsþingi í Osló í gær. 2. nóvember 2023 13:00 „Sagðir þú árás á flóttamannabúðirnar?“ Svar utanríkisráðherra við spurningu fréttamanns, um aðgerðir Ísraelshers í Jabalia-flóttamannabúðunum í gær, hafa vakið athygli í Noregi. „Sagðir þú árás á flóttamannabúðir?“ spurði Bjarni Benediktsson. 1. nóvember 2023 23:55 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Segir viðbrögð Bjarna á blaðamannafundi „til skammar“ Hjálmtýr Heiðdal, formaður félagsins Ísland-Palestínu, segir viðbrögð Bjarna skammarleg á blaðamannafundi norrænna utanríkisráðherra á Norðurlandaráðsþingi í Osló í gær. 2. nóvember 2023 13:00
„Sagðir þú árás á flóttamannabúðirnar?“ Svar utanríkisráðherra við spurningu fréttamanns, um aðgerðir Ísraelshers í Jabalia-flóttamannabúðunum í gær, hafa vakið athygli í Noregi. „Sagðir þú árás á flóttamannabúðir?“ spurði Bjarni Benediktsson. 1. nóvember 2023 23:55