Stjórnarþingmenn flytja tillögu um ákall eftir vopnahléi Árni Sæberg skrifar 6. nóvember 2023 15:48 Jódís og Steinunn Þóra eru þingmenn Vinstri grænna. Vísir/Vilhelm Hópur þingmanna hefur smíðað þingsályktunartillögu um að fordæma aðgerðir Ísraelshers í Palestínu og kalla eftir tafarlausu vopnahléi af mannúðarástæðum. Tveir þingmenn Vinstri grænna eru flutningsmenn tillögunnar. „Alþingi ályktar að fela utanríkisráðherra að fordæma árásir Ísraelshers á óbreytta borgara, sjúkrahús, skóla og aðra borgaralega innviði í Palestínu sem hófust 7. október 2023 í kjölfar árása Hamas-samtakanna á ísraelska borgara. Alþingi ályktar einnig að fela utanríkisráðherra að kalla eftir tafarlausu vopnahléi af mannúðarástæðum til þess að koma megi neyðarvistum og læknisaðstoð til íbúa Gaza og í framhaldinu stöðva átök á svæðinu, í samræmi við ályktun allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna frá 26. október 2023,“ svo hljóðar tillagan um þingályktun. Flutningsmenn hennar eru Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, sem er fyrsti flutningsmaður, Kristrún Frostadóttir, Andrés Ingi Jónsson, Jódís Skúladóttir, Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, Logi Einarsson, Björn Leví Gunnarsson, Steinunn Þóra Árnadóttir, Gísli Rafn Ólafsson, Halldóra Mogensen, Oddný G. Harðardóttir, Dagbjört Hákonardóttir, Jóhann Páll Jóhannsson og Þórunn Sveinbjarnardóttir. Öll tilheyra þau stjórnarandstöðunni nema þær Steinunn Þóra og Jódís, þær eru í Vinstri grænum. Gagnrýna eigin ríkisstjórn Ísland sat eftirminnilega hjá þegar ályktun allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna, sem þingmennirnir vísa til, var samþykkt. Í greinargerð með tillögunni segja þingmennirnir að ríkisstjórnin hafi nú þegar, réttilega, fordæmt árásir Hamas-samtakanna á ísraelska borgara en látið hjá líða að fordæma viðbrögð ísraelskra stjórnvalda, sem hafi farið fram úr öllu hófi og brjóti bersýnilega gegn alþjóðlegum mannúðarlögum og öðrum alþjóðalögum. Þá hafi Ísland setið hjá í atkvæðagreiðslu allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna um ákall um tafarlaust vopnahlé á Gaza á neyðarfundi þingsins hinn 26. október síðastliðinn. „Með þingsályktunartillögu þessari vilja flutningsmenn koma afstöðu Íslands skýrlega til skila og gera afdráttarlausa kröfu um tafarlaust vopnahlé af mannúðarástæðum. Þá er nauðsynlegt að koma á framfæri fordæmingu á árásum Ísraelshers á óbreytta borgara, sjúkrahús, skóla og aðra borgaralega innviði í Palestínu.“ Alþingi Átök í Ísrael og Palestínu Vinstri græn Tengdar fréttir Segir viðbrögð Bjarna á blaðamannafundi „til skammar“ Hjálmtýr Heiðdal, formaður félagsins Ísland-Palestínu, segir viðbrögð Bjarna skammarleg á blaðamannafundi norrænna utanríkisráðherra á Norðurlandaráðsþingi í Osló í gær. 2. nóvember 2023 13:00 „Sagðir þú árás á flóttamannabúðirnar?“ Svar utanríkisráðherra við spurningu fréttamanns, um aðgerðir Ísraelshers í Jabalia-flóttamannabúðunum í gær, hafa vakið athygli í Noregi. „Sagðir þú árás á flóttamannabúðir?“ spurði Bjarni Benediktsson. 1. nóvember 2023 23:55 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Innlent Fleiri fréttir „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Harmar mistök og tekur annmarkana mjög alvarlega Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Sjá meira
„Alþingi ályktar að fela utanríkisráðherra að fordæma árásir Ísraelshers á óbreytta borgara, sjúkrahús, skóla og aðra borgaralega innviði í Palestínu sem hófust 7. október 2023 í kjölfar árása Hamas-samtakanna á ísraelska borgara. Alþingi ályktar einnig að fela utanríkisráðherra að kalla eftir tafarlausu vopnahléi af mannúðarástæðum til þess að koma megi neyðarvistum og læknisaðstoð til íbúa Gaza og í framhaldinu stöðva átök á svæðinu, í samræmi við ályktun allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna frá 26. október 2023,“ svo hljóðar tillagan um þingályktun. Flutningsmenn hennar eru Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, sem er fyrsti flutningsmaður, Kristrún Frostadóttir, Andrés Ingi Jónsson, Jódís Skúladóttir, Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, Logi Einarsson, Björn Leví Gunnarsson, Steinunn Þóra Árnadóttir, Gísli Rafn Ólafsson, Halldóra Mogensen, Oddný G. Harðardóttir, Dagbjört Hákonardóttir, Jóhann Páll Jóhannsson og Þórunn Sveinbjarnardóttir. Öll tilheyra þau stjórnarandstöðunni nema þær Steinunn Þóra og Jódís, þær eru í Vinstri grænum. Gagnrýna eigin ríkisstjórn Ísland sat eftirminnilega hjá þegar ályktun allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna, sem þingmennirnir vísa til, var samþykkt. Í greinargerð með tillögunni segja þingmennirnir að ríkisstjórnin hafi nú þegar, réttilega, fordæmt árásir Hamas-samtakanna á ísraelska borgara en látið hjá líða að fordæma viðbrögð ísraelskra stjórnvalda, sem hafi farið fram úr öllu hófi og brjóti bersýnilega gegn alþjóðlegum mannúðarlögum og öðrum alþjóðalögum. Þá hafi Ísland setið hjá í atkvæðagreiðslu allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna um ákall um tafarlaust vopnahlé á Gaza á neyðarfundi þingsins hinn 26. október síðastliðinn. „Með þingsályktunartillögu þessari vilja flutningsmenn koma afstöðu Íslands skýrlega til skila og gera afdráttarlausa kröfu um tafarlaust vopnahlé af mannúðarástæðum. Þá er nauðsynlegt að koma á framfæri fordæmingu á árásum Ísraelshers á óbreytta borgara, sjúkrahús, skóla og aðra borgaralega innviði í Palestínu.“
Alþingi Átök í Ísrael og Palestínu Vinstri græn Tengdar fréttir Segir viðbrögð Bjarna á blaðamannafundi „til skammar“ Hjálmtýr Heiðdal, formaður félagsins Ísland-Palestínu, segir viðbrögð Bjarna skammarleg á blaðamannafundi norrænna utanríkisráðherra á Norðurlandaráðsþingi í Osló í gær. 2. nóvember 2023 13:00 „Sagðir þú árás á flóttamannabúðirnar?“ Svar utanríkisráðherra við spurningu fréttamanns, um aðgerðir Ísraelshers í Jabalia-flóttamannabúðunum í gær, hafa vakið athygli í Noregi. „Sagðir þú árás á flóttamannabúðir?“ spurði Bjarni Benediktsson. 1. nóvember 2023 23:55 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Innlent Fleiri fréttir „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Harmar mistök og tekur annmarkana mjög alvarlega Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Sjá meira
Segir viðbrögð Bjarna á blaðamannafundi „til skammar“ Hjálmtýr Heiðdal, formaður félagsins Ísland-Palestínu, segir viðbrögð Bjarna skammarleg á blaðamannafundi norrænna utanríkisráðherra á Norðurlandaráðsþingi í Osló í gær. 2. nóvember 2023 13:00
„Sagðir þú árás á flóttamannabúðirnar?“ Svar utanríkisráðherra við spurningu fréttamanns, um aðgerðir Ísraelshers í Jabalia-flóttamannabúðunum í gær, hafa vakið athygli í Noregi. „Sagðir þú árás á flóttamannabúðir?“ spurði Bjarni Benediktsson. 1. nóvember 2023 23:55