Birta leiðbeiningar til íbúa á Reykjanesi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. nóvember 2023 11:52 Íbúar á Reykjanesi eru beðnir um að tapa ekki gleðinni en vera reiðubúnir þó ef eitthvað kemur upp. Vísir/Vilhelm Björgunarsveitin Suðurnes hefur birt svör við ýmsum spurningum íbúa um hvað sé best að gera til að undirbúa sig heima fyrir ef það fer að gjósa við Svartsengi. Íbúar eru hvattir til að kynna sér viðbragðsáætlanir. Boðað hefur verið til upplýsingafundar almannavarna klukkan 15:00 í dag. Sveitin mælir með því að íbúar eigi sirka tíu lítra af vatni á flöskum og brúsum heima fyrir. Þeir sem eigi gæludýr gætu þurft að hafa meira. Í tilkynningu frá almannavörnum kemur fram að boðað hafi verið til upplýsingafundar í dag sem Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna mun stýra. Fundurinn verður í beinni útsendingu á Vísi. Þá er íbúum bent á að gera ráðstafanir með gistingu utan svæðis sé þess nokkur kostur. Bent er á að foreldrar með smábörn hafist ekki við í óupphituðu húsnæði ef heita vatnið fer af. Hamstri ekki eldsneyti „Alls ekki kaupa rafmagnsofna í hvert herbergi ef allt fer á versta veg, þá verður ekki nægt rafmagn til að keyra alla þessa ofna. Ákveðið hvaða herbergi þið ætlið hita og veljið lítinn rafmagnsofn í það rými.“ Þá segir björgunarsveitin að íbúar skuli ekki hamstra eldsneyti. Hættulegt sé að geyma það í miklu mæli í heimahúsum. Nauðsynlegt sé að eiga vasaljós og aukarafhlöður og kerti. Þá verði kveikjarinn að vera á sínum stað. Ekki þörf á því að hamstra klósettpappír „Við ráðleggjum líka öllum íbúum á Reykjanesi að kynna sér þær viðbragðsáætlanir sem eru til fyrir það svæði sem við búum á. Björgunarsveitin telur ekki þörf á því að birgja sig upp af klósettpappír.“ Gott sé að eiga matvöru með langan fyrningartíma. Íbúar eru hvattir til að skoða stöðuna á gasinu á grillinu. Alltaf sé hægt að grilla. Grilluð samloka með osti og skinku smakkist einstaklega vel í náttúruhamförum. Þá bendir björgunarsveitin á heimasíðu Rauða krossins. Þar eru nánari upplýsingar um hvað sé gott að hafa til þriggja daga ef hætta er á náttúruhamförum eða veðurhamförum. „Alltaf má hafa samband við Björgunarsveitina Suðurnes til að fá frekari upplýsingar en allar hjálparbeiðnir fara í gegnum neyðarlínuna í síma 1-1-2. Höldum alltaf ró okkar hlustum á fyrirmæli frá opinberum aðilum. Útskýrum fyrir smá fólkinu okkar hvað er að gerast og töpum alls ekki gleðinni.“ Fundur almannavarna klukkan 15 Klukkan 15:00 í dag, mánudaginn 6. nóvember verður haldinn upplýsingafundur Almannavarna, í Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð. Fundinum stýrir Víðir Reynisson sviðsstjóri Almannavarna, hann fer yfir stöðu mála vegna jarðhræringanna á Reykjanesinu. Einnig verða á fundinum Kristín Jónsdóttir, fagstjóri náttúruvöktunar hjá Veðurstofu Íslands, Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, Kristinn Harðarson, framkvæmdarstjóri frá HS Orku og Páll Erland, forstjóri hjá HS Veitum. Fundurinn er haldinn til miðla upplýsingum og fara yfir þau verkefni sem unnið er að vegna jarðhræringanna á Reykjanesi, að því er fram kemur í tilkynningu. Reykjanesbær Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Fleiri fréttir Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Sjá meira
Sveitin mælir með því að íbúar eigi sirka tíu lítra af vatni á flöskum og brúsum heima fyrir. Þeir sem eigi gæludýr gætu þurft að hafa meira. Í tilkynningu frá almannavörnum kemur fram að boðað hafi verið til upplýsingafundar í dag sem Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna mun stýra. Fundurinn verður í beinni útsendingu á Vísi. Þá er íbúum bent á að gera ráðstafanir með gistingu utan svæðis sé þess nokkur kostur. Bent er á að foreldrar með smábörn hafist ekki við í óupphituðu húsnæði ef heita vatnið fer af. Hamstri ekki eldsneyti „Alls ekki kaupa rafmagnsofna í hvert herbergi ef allt fer á versta veg, þá verður ekki nægt rafmagn til að keyra alla þessa ofna. Ákveðið hvaða herbergi þið ætlið hita og veljið lítinn rafmagnsofn í það rými.“ Þá segir björgunarsveitin að íbúar skuli ekki hamstra eldsneyti. Hættulegt sé að geyma það í miklu mæli í heimahúsum. Nauðsynlegt sé að eiga vasaljós og aukarafhlöður og kerti. Þá verði kveikjarinn að vera á sínum stað. Ekki þörf á því að hamstra klósettpappír „Við ráðleggjum líka öllum íbúum á Reykjanesi að kynna sér þær viðbragðsáætlanir sem eru til fyrir það svæði sem við búum á. Björgunarsveitin telur ekki þörf á því að birgja sig upp af klósettpappír.“ Gott sé að eiga matvöru með langan fyrningartíma. Íbúar eru hvattir til að skoða stöðuna á gasinu á grillinu. Alltaf sé hægt að grilla. Grilluð samloka með osti og skinku smakkist einstaklega vel í náttúruhamförum. Þá bendir björgunarsveitin á heimasíðu Rauða krossins. Þar eru nánari upplýsingar um hvað sé gott að hafa til þriggja daga ef hætta er á náttúruhamförum eða veðurhamförum. „Alltaf má hafa samband við Björgunarsveitina Suðurnes til að fá frekari upplýsingar en allar hjálparbeiðnir fara í gegnum neyðarlínuna í síma 1-1-2. Höldum alltaf ró okkar hlustum á fyrirmæli frá opinberum aðilum. Útskýrum fyrir smá fólkinu okkar hvað er að gerast og töpum alls ekki gleðinni.“ Fundur almannavarna klukkan 15 Klukkan 15:00 í dag, mánudaginn 6. nóvember verður haldinn upplýsingafundur Almannavarna, í Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð. Fundinum stýrir Víðir Reynisson sviðsstjóri Almannavarna, hann fer yfir stöðu mála vegna jarðhræringanna á Reykjanesinu. Einnig verða á fundinum Kristín Jónsdóttir, fagstjóri náttúruvöktunar hjá Veðurstofu Íslands, Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, Kristinn Harðarson, framkvæmdarstjóri frá HS Orku og Páll Erland, forstjóri hjá HS Veitum. Fundurinn er haldinn til miðla upplýsingum og fara yfir þau verkefni sem unnið er að vegna jarðhræringanna á Reykjanesi, að því er fram kemur í tilkynningu.
Reykjanesbær Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Fleiri fréttir Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Sjá meira