Trump með forskot á Biden í fimm af sex lykilríkjum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. nóvember 2023 07:20 Trump virðist í sókn en ár í kosningar, sem er langur tími í pólitík. epa/Peter Foley Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, er með forskot á Joe Biden Bandaríkjaforseta í fimm af sex lykilríkjum í aðdraganda forsetakosninganna á næsta ári, ef marka má skoðanakönnun New York Times og Siena College. Niðurstöðurnar sýna að Biden er fjórum til tíu prósentustigum á eftir Trump í Arizona, Georgíu, Michigan, Nevada og Pennsylvaníu. Biden hefur tveggja stiga forskot á Trump í Wisconsin. Ástæðurnar eru meðal annars aldur Biden og aðgerðir hans í efnahagsmálum, jafnvel þótt Trump sé litlu yngri og staða efnahagsmála þykir almennt betri en menn höfðu óttast. Kjósendur virðast telja ákvarðanir Biden hafa komið niður á þeim persónulega. Þá virðist Biden hafa tapað stuðningi meðal yngra fólks, svartra og fólks af rómönskum uppruna. Trump nýtur nú stuðnings um 20 prósent svartra í fyrrnefndum ríkjum, sem er fordæmalaust fyrir frambjóðanda Repúblikanaflokksins. Samkvæmt skoðanakönnuninni eru bæði Biden og Trump afar óvinsælir meðal kjósenda en þeir virðast þó heldur á því að refsa sitjandi forseta, sem þeir segja hafa beint Bandaríkjunum á ranga braut. Dómsmálin sem Trump er nú flæktur í virðast ekki hafa komið niður á stuðningi við hann eða trú fólks á honum en mun fleiri sögðust treysta Trump í efnahagsmálum en Biden, óháð kyni, menntun og tekjum. Jafnvel þótt Biden hafi ár til að rétta úr kútnum benda niðurstöðurnar til þess að hann muni eiga við ramman reip að draga, þar sem tvöfalt fleiri segja efnahagsmálin mun ráða atkvæði sínu frekar en málefni á borð við þungunarrof eða skotvopnalög. Sjá má niðurstöður skoðanakönnunarinnar á forsíðu New York Times. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Mest lesið Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Fækkar ráðlögðum bóluefnum Erlent Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum Innlent „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ Erlent „Loksins ljós við enda ganganna“ Innlent Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Innlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Fleiri fréttir Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar „BRÁÐUM“ Mögulegt að íhlutun Bandaríkjamanna leiði til borgarastyrjaldar Utanríkisnefnd fundar vegna árásanna í Venesúela Hafa borið kennsl á sextán til viðbótar Segjast bæði hafa tekið við völdum Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Pylsuhundur tók að sér fimm gríslinga Rekstraraðilar grunaðir um manndráp af gáleysi Sjá meira
Niðurstöðurnar sýna að Biden er fjórum til tíu prósentustigum á eftir Trump í Arizona, Georgíu, Michigan, Nevada og Pennsylvaníu. Biden hefur tveggja stiga forskot á Trump í Wisconsin. Ástæðurnar eru meðal annars aldur Biden og aðgerðir hans í efnahagsmálum, jafnvel þótt Trump sé litlu yngri og staða efnahagsmála þykir almennt betri en menn höfðu óttast. Kjósendur virðast telja ákvarðanir Biden hafa komið niður á þeim persónulega. Þá virðist Biden hafa tapað stuðningi meðal yngra fólks, svartra og fólks af rómönskum uppruna. Trump nýtur nú stuðnings um 20 prósent svartra í fyrrnefndum ríkjum, sem er fordæmalaust fyrir frambjóðanda Repúblikanaflokksins. Samkvæmt skoðanakönnuninni eru bæði Biden og Trump afar óvinsælir meðal kjósenda en þeir virðast þó heldur á því að refsa sitjandi forseta, sem þeir segja hafa beint Bandaríkjunum á ranga braut. Dómsmálin sem Trump er nú flæktur í virðast ekki hafa komið niður á stuðningi við hann eða trú fólks á honum en mun fleiri sögðust treysta Trump í efnahagsmálum en Biden, óháð kyni, menntun og tekjum. Jafnvel þótt Biden hafi ár til að rétta úr kútnum benda niðurstöðurnar til þess að hann muni eiga við ramman reip að draga, þar sem tvöfalt fleiri segja efnahagsmálin mun ráða atkvæði sínu frekar en málefni á borð við þungunarrof eða skotvopnalög. Sjá má niðurstöður skoðanakönnunarinnar á forsíðu New York Times.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Mest lesið Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Fækkar ráðlögðum bóluefnum Erlent Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum Innlent „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ Erlent „Loksins ljós við enda ganganna“ Innlent Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Innlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Fleiri fréttir Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar „BRÁÐUM“ Mögulegt að íhlutun Bandaríkjamanna leiði til borgarastyrjaldar Utanríkisnefnd fundar vegna árásanna í Venesúela Hafa borið kennsl á sextán til viðbótar Segjast bæði hafa tekið við völdum Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Pylsuhundur tók að sér fimm gríslinga Rekstraraðilar grunaðir um manndráp af gáleysi Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð