Skotin höfnuðu á fjórum stöðum Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 3. nóvember 2023 19:00 Samkvæmt heimildum virðist hafa verið skotið úr bíl að fjórum ungum mönnum sem höfðu verið í samkvæmi í húsinu. Vísir Sex hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald í tengslum við skotárás í Úlfarsárdal í fyrrinótt á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Tveir særðust í árásinni. Annar þeirra er þekktur ofbeldismaður með nokkra dóma á bakinu. Dómsmálaráðherra er gríðarlega brugðið yfir málinu. Nauðsynlegt sé að bregðast við. Samkvæmt heimildum fréttastofu stóð nokkur hópur manna að skotárásinni á fjóra menn á tvítugs-og þrítugsaldri sem höfðu verið í samkvæmi í fjölbýlishúsi á fimmta tímanum í fyrrinótt. Vitni segja þá hafa ekið upp að húsinu og hleypt af fjórum skotum úr byssu áður en þeir flúðu. Tveir menn urðu fyrir skoti, annar þeirra í fót og þurfi að leita aðhlynningar á Landspítalanum í gær en var útskrifaður sama dag, hinn fékk skrámu á eyra. Skot hæfðu einnig hús í nágrenninu sem tengist ekki málinu og kyrrstæðan bíl. Árásarmaðurinn eða mennirnir flúðu af vettvangi og auglýsti lögregla eftir myndbandsupptökum í nágrenninu í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum í gær. Þá voru umfangsmiklar lögregluaðgerðir um alla borg. Fyrstu mennirnir voru svo handteknir í tengslum við málið á sjöunda tímanum síðdegis í gær. Alls voru sjö manns handteknir í gærkvöldi og nótt en eftir yfirheyrslur í dag ákvað lögregla að óska eftir eins vikna gæsluvarðahaldi yfir sex þeirra. Samkvæmt heimildum fréttastofu er annar mannanna sem varð fyrir skoti í gær þekktur ofbeldismaður með nokkra dóma á bakinu. Hann tilheyrir hópi manna sem hafa einnig komist í kast við lögin. Dómsmálaráðherra hefur sagst vera slegin yfir málinu þegar hún var spurð út í málið eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 að dómari væri ekki búinn að úrskurða grunuðu sex í gæsluvarðhald. „Við gerðum kröfu um þetta seinnipartinn í dag. Gerðum kröfu þá um að sex aðilar myndu sæta gæsluvarðhaldi í eina viku. Það er á grundvelli rannsóknarhagsmuna.“ Hann gefur ekki upp hvort vopnið sé fundið en segir að ráðist hafi verið í húsleitir í gær. Grímur vill ekki gefa upp hvort þeir, sem handteknir hafi verið, eigi brotaferil að baki. „Mér finnst ekki á þessu stigi viðeigandi að fara út í það. Þetta er náttúrulega fólk sem tengist. Það var talið að það hafi verið stór hluti þeirra á vettvangi þar sem skotárásin var en þeir eigi þá aðild að því með einum eða öðrum hætti eða hafi þá upplýsingar þar að lútandi.“ Grímur segir að almennt séð þurfi fólk ekki að hafa áhyggjur af því að ofbeldisverk beinist gegn almenningi. Hins vegar teljist atvikið alvarlegt. „Ég hef sagt það áður og það er mat okkar hér að það þurfi ekki að hafa miklar áhyggjur, þetta er ágreiningur milli einstaklinga í hópum. Það er hins vegar, og við höfum sagt það hér í þessu sambandi, að það er áhyggjuefni að það sé verið að beita skotvopnum í íbúðahverfum í nágrenni við þar sem fólk býr. Þannig að, að því leyti til höfum við áhyggjur af þeirri þróun, að það skyldi hafa gerst. Þannig að við getum ekki alveg útilokað að fólk þurfi að hafa einhverjar áhyggjur þegar staðan er svona, þegar það er verið að beita skotvopnum inni í íbúðahverfi.“ Uppfært klukkan 20.18: Sex hafa verið úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Sjö voru upphaflega handteknir en einn er laus úr haldi lögreglu. Ekki var krafist gæsluvarðhalds yfir honum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu, þar sem einnig segir að ekki sé hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu. Lögreglumál Skotárás á Silfratjörn Reykjavík Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Sjá meira
Samkvæmt heimildum fréttastofu stóð nokkur hópur manna að skotárásinni á fjóra menn á tvítugs-og þrítugsaldri sem höfðu verið í samkvæmi í fjölbýlishúsi á fimmta tímanum í fyrrinótt. Vitni segja þá hafa ekið upp að húsinu og hleypt af fjórum skotum úr byssu áður en þeir flúðu. Tveir menn urðu fyrir skoti, annar þeirra í fót og þurfi að leita aðhlynningar á Landspítalanum í gær en var útskrifaður sama dag, hinn fékk skrámu á eyra. Skot hæfðu einnig hús í nágrenninu sem tengist ekki málinu og kyrrstæðan bíl. Árásarmaðurinn eða mennirnir flúðu af vettvangi og auglýsti lögregla eftir myndbandsupptökum í nágrenninu í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum í gær. Þá voru umfangsmiklar lögregluaðgerðir um alla borg. Fyrstu mennirnir voru svo handteknir í tengslum við málið á sjöunda tímanum síðdegis í gær. Alls voru sjö manns handteknir í gærkvöldi og nótt en eftir yfirheyrslur í dag ákvað lögregla að óska eftir eins vikna gæsluvarðahaldi yfir sex þeirra. Samkvæmt heimildum fréttastofu er annar mannanna sem varð fyrir skoti í gær þekktur ofbeldismaður með nokkra dóma á bakinu. Hann tilheyrir hópi manna sem hafa einnig komist í kast við lögin. Dómsmálaráðherra hefur sagst vera slegin yfir málinu þegar hún var spurð út í málið eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 að dómari væri ekki búinn að úrskurða grunuðu sex í gæsluvarðhald. „Við gerðum kröfu um þetta seinnipartinn í dag. Gerðum kröfu þá um að sex aðilar myndu sæta gæsluvarðhaldi í eina viku. Það er á grundvelli rannsóknarhagsmuna.“ Hann gefur ekki upp hvort vopnið sé fundið en segir að ráðist hafi verið í húsleitir í gær. Grímur vill ekki gefa upp hvort þeir, sem handteknir hafi verið, eigi brotaferil að baki. „Mér finnst ekki á þessu stigi viðeigandi að fara út í það. Þetta er náttúrulega fólk sem tengist. Það var talið að það hafi verið stór hluti þeirra á vettvangi þar sem skotárásin var en þeir eigi þá aðild að því með einum eða öðrum hætti eða hafi þá upplýsingar þar að lútandi.“ Grímur segir að almennt séð þurfi fólk ekki að hafa áhyggjur af því að ofbeldisverk beinist gegn almenningi. Hins vegar teljist atvikið alvarlegt. „Ég hef sagt það áður og það er mat okkar hér að það þurfi ekki að hafa miklar áhyggjur, þetta er ágreiningur milli einstaklinga í hópum. Það er hins vegar, og við höfum sagt það hér í þessu sambandi, að það er áhyggjuefni að það sé verið að beita skotvopnum í íbúðahverfum í nágrenni við þar sem fólk býr. Þannig að, að því leyti til höfum við áhyggjur af þeirri þróun, að það skyldi hafa gerst. Þannig að við getum ekki alveg útilokað að fólk þurfi að hafa einhverjar áhyggjur þegar staðan er svona, þegar það er verið að beita skotvopnum inni í íbúðahverfi.“ Uppfært klukkan 20.18: Sex hafa verið úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Sjö voru upphaflega handteknir en einn er laus úr haldi lögreglu. Ekki var krafist gæsluvarðhalds yfir honum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu, þar sem einnig segir að ekki sé hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.
Lögreglumál Skotárás á Silfratjörn Reykjavík Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Sjá meira