„Gríðarlega brugðið eins og allri þjóðinni“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 3. nóvember 2023 13:48 Dómsmálaráðherra segir nauðsynlegt að bregðast við auknu ofbeldi sem virðist vera að færast á næsta stig. Vísir/Ívar Fannar Dómsmálaráðherra segist slegin vegna skotárásar sem átti sér stað í Úlfársárdal í gærnótt. Ofbeldisárásir virðist vera að færast upp á næsta stig og nauðsynlegt sé að bregðast við. Frumvarp um breytingar á lögreglulögum sé tilraun til þess. „Mér var gríðarlega brugðið eins og ég tel að allri þjóðinni hafi verið,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, spurð um viðbrögð sín við fregnum af skotárásinni í gær. Tveir ungir menn urðu fyrir skotum í skotárásinni í Úlfarsáradal í gær, annar særðist en hinn slapp með skrámu. Mikil mildi þykir að ekki hafi farið verr. „Við höfum séð aukna hörku og aukið ofbeldi á síðustu misserum. Ég hef haft þungar áhyggjur af meiri hnífaburði og hnífaárásum sem hafa verið endurteknar. Núna virðist þetta hafa færst á næsta stig og þarna eiga skotvopn í hlut. Það vekur ugg í mínu brjósti og þetta krefst þess að það verður að bregðast við með einhverjum hætti,“ segir Guðrún. Frumvarp til að bregðast við aukinni hörku og ofbeldi Lögregla hafi í langan tíma hafa bent á og lýst yfir áhyggjum af auknu ofbeldi og skipulagðri glæpastarfsemi. „Ég vil þá minna á að í þessari viku lagði ég í samráðsgátt, frumvarp um breytingu á lögreglulögum þar sem við erum að bregðast við þessum ábendingum lögreglu um að það séu merki um aukna hörku, aukið ofbeldi, aukna skipulagða glæpastarfsemi. Við Íslendingar verðum að bregðast við og það er ég að gera með framlagningu á þessu frumvarpi.“ Nái frumvarpið fram að ganga verði lögreglunni veittar auknar heimildir til gagnaöflunar, gagnavinnslu og gagnamiðlunar til afbrotavarna. „Ég vil líka leggja áherslu á að með auknum heimildum er ég sömuleiðis að leggja til í þessu frumvarpi stóraukið eftirlit með heimildum lögreglu sem er þá samfara því,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra. Lögreglumál Alþingi Skotárás á Silfratjörn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
„Mér var gríðarlega brugðið eins og ég tel að allri þjóðinni hafi verið,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, spurð um viðbrögð sín við fregnum af skotárásinni í gær. Tveir ungir menn urðu fyrir skotum í skotárásinni í Úlfarsáradal í gær, annar særðist en hinn slapp með skrámu. Mikil mildi þykir að ekki hafi farið verr. „Við höfum séð aukna hörku og aukið ofbeldi á síðustu misserum. Ég hef haft þungar áhyggjur af meiri hnífaburði og hnífaárásum sem hafa verið endurteknar. Núna virðist þetta hafa færst á næsta stig og þarna eiga skotvopn í hlut. Það vekur ugg í mínu brjósti og þetta krefst þess að það verður að bregðast við með einhverjum hætti,“ segir Guðrún. Frumvarp til að bregðast við aukinni hörku og ofbeldi Lögregla hafi í langan tíma hafa bent á og lýst yfir áhyggjum af auknu ofbeldi og skipulagðri glæpastarfsemi. „Ég vil þá minna á að í þessari viku lagði ég í samráðsgátt, frumvarp um breytingu á lögreglulögum þar sem við erum að bregðast við þessum ábendingum lögreglu um að það séu merki um aukna hörku, aukið ofbeldi, aukna skipulagða glæpastarfsemi. Við Íslendingar verðum að bregðast við og það er ég að gera með framlagningu á þessu frumvarpi.“ Nái frumvarpið fram að ganga verði lögreglunni veittar auknar heimildir til gagnaöflunar, gagnavinnslu og gagnamiðlunar til afbrotavarna. „Ég vil líka leggja áherslu á að með auknum heimildum er ég sömuleiðis að leggja til í þessu frumvarpi stóraukið eftirlit með heimildum lögreglu sem er þá samfara því,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra.
Lögreglumál Alþingi Skotárás á Silfratjörn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira