Landamærin opnuð og erlendum ríkisborgurum hleypt út Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. nóvember 2023 10:07 Fólk er farið að streyma yfir landamærin en aðeins erlendir ríkisborgarar eða einstaklingar með tvöfalt ríkisfang. AP/Hatem Ali Landamærin í Rafha, sem skilja að Egyptaland og Gasa, hafa verið opnuð tímabundið í fyrsta sinn í þrjár vikur. Egyptar hafa samþykkt að hleypa erlendum ríkisborgurum yfir landamærin og hafa sagst munu taka við um 80 afar særðum Palestínumönnum. Myndskeið sem borist hafa frá vettvangi sýna fjölda bifreiða og fólks fara yfir landamærin. Það voru stjórnvöld í Katar sem áttu milligöngu um samkomulagið en að því komu Ísraelsmenn, Hamas-samtökin og Bandaríkin. Engar fregnir hafa borist af því hversu lengi landamærin verða opin. Fjöldi fólks hefur safnast saman við landamærin frá því að átökin brutust út milli Ísrael og Hamas og Ísraelsher hóf loftárásir sínar á Gasa. Hingað til hefur hins vegar engum verið hleypt út af svæðinu en yfir 200 flutningabifreiðum með neyðargögn verið hleypt inn. Samkvæmt erlendum yfirvöldum eru ríkisborgarar 44 ríkja fastir inni á Gasa, flestir með tvöfalt ríkisfang. Þá eru þar starfsmenn um 28 stofnana. Embættismaður í borginni El Arish í Egyptalandi sagði í samtali við AFP að 1.300 fermetra „sjúkrahús“ yrði reist í borginni Sheikh Zuweid til að taka á móti særðum. Borgin er í um fimmtán kílómetra fjarlægð frá Rafah. Matthew Miller, talsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna, segir verulega hafa þokast í viðræðum til að tryggja brottflutning hundruða Bandaríkjamanna og annarra erlendra ríkisborgara frá Gasa. Bandaríkjamönnum á svæðinu yrði stefnt að Rafah þegar samkomulag væri í höfn. Breska utanríkisráðuneytið er sagt hafa komið þeim skilaboðum áleiðis til breskra ríkisborgara á Gasa að landamærin kynnu að verða opnuð á næstunni, með takmörkunum. Tzachi Hanegbi, yfirmaður þjóðaröryggisráðs Ísraels, sagði við blaðamenn að Ísraelar ættu í samtali við Egypta um brottflutning særðra frá Gasa en deilur væru enn uppi um flutning neyðarbirgða yfir landamærin, þar sem Ísraelar hefðu aðeins getu til að sinna eftirliti með ákveðnum fjölda flutningabifreiða á dag. Bandaríkjamenn hafa sagst vonast til þess að um hundrað bifreiðar geti farið yfir á dag. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Katar Hernaður Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Myndskeið sem borist hafa frá vettvangi sýna fjölda bifreiða og fólks fara yfir landamærin. Það voru stjórnvöld í Katar sem áttu milligöngu um samkomulagið en að því komu Ísraelsmenn, Hamas-samtökin og Bandaríkin. Engar fregnir hafa borist af því hversu lengi landamærin verða opin. Fjöldi fólks hefur safnast saman við landamærin frá því að átökin brutust út milli Ísrael og Hamas og Ísraelsher hóf loftárásir sínar á Gasa. Hingað til hefur hins vegar engum verið hleypt út af svæðinu en yfir 200 flutningabifreiðum með neyðargögn verið hleypt inn. Samkvæmt erlendum yfirvöldum eru ríkisborgarar 44 ríkja fastir inni á Gasa, flestir með tvöfalt ríkisfang. Þá eru þar starfsmenn um 28 stofnana. Embættismaður í borginni El Arish í Egyptalandi sagði í samtali við AFP að 1.300 fermetra „sjúkrahús“ yrði reist í borginni Sheikh Zuweid til að taka á móti særðum. Borgin er í um fimmtán kílómetra fjarlægð frá Rafah. Matthew Miller, talsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna, segir verulega hafa þokast í viðræðum til að tryggja brottflutning hundruða Bandaríkjamanna og annarra erlendra ríkisborgara frá Gasa. Bandaríkjamönnum á svæðinu yrði stefnt að Rafah þegar samkomulag væri í höfn. Breska utanríkisráðuneytið er sagt hafa komið þeim skilaboðum áleiðis til breskra ríkisborgara á Gasa að landamærin kynnu að verða opnuð á næstunni, með takmörkunum. Tzachi Hanegbi, yfirmaður þjóðaröryggisráðs Ísraels, sagði við blaðamenn að Ísraelar ættu í samtali við Egypta um brottflutning særðra frá Gasa en deilur væru enn uppi um flutning neyðarbirgða yfir landamærin, þar sem Ísraelar hefðu aðeins getu til að sinna eftirliti með ákveðnum fjölda flutningabifreiða á dag. Bandaríkjamenn hafa sagst vonast til þess að um hundrað bifreiðar geti farið yfir á dag.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Katar Hernaður Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira