Landamærin opnuð og erlendum ríkisborgurum hleypt út Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. nóvember 2023 10:07 Fólk er farið að streyma yfir landamærin en aðeins erlendir ríkisborgarar eða einstaklingar með tvöfalt ríkisfang. AP/Hatem Ali Landamærin í Rafha, sem skilja að Egyptaland og Gasa, hafa verið opnuð tímabundið í fyrsta sinn í þrjár vikur. Egyptar hafa samþykkt að hleypa erlendum ríkisborgurum yfir landamærin og hafa sagst munu taka við um 80 afar særðum Palestínumönnum. Myndskeið sem borist hafa frá vettvangi sýna fjölda bifreiða og fólks fara yfir landamærin. Það voru stjórnvöld í Katar sem áttu milligöngu um samkomulagið en að því komu Ísraelsmenn, Hamas-samtökin og Bandaríkin. Engar fregnir hafa borist af því hversu lengi landamærin verða opin. Fjöldi fólks hefur safnast saman við landamærin frá því að átökin brutust út milli Ísrael og Hamas og Ísraelsher hóf loftárásir sínar á Gasa. Hingað til hefur hins vegar engum verið hleypt út af svæðinu en yfir 200 flutningabifreiðum með neyðargögn verið hleypt inn. Samkvæmt erlendum yfirvöldum eru ríkisborgarar 44 ríkja fastir inni á Gasa, flestir með tvöfalt ríkisfang. Þá eru þar starfsmenn um 28 stofnana. Embættismaður í borginni El Arish í Egyptalandi sagði í samtali við AFP að 1.300 fermetra „sjúkrahús“ yrði reist í borginni Sheikh Zuweid til að taka á móti særðum. Borgin er í um fimmtán kílómetra fjarlægð frá Rafah. Matthew Miller, talsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna, segir verulega hafa þokast í viðræðum til að tryggja brottflutning hundruða Bandaríkjamanna og annarra erlendra ríkisborgara frá Gasa. Bandaríkjamönnum á svæðinu yrði stefnt að Rafah þegar samkomulag væri í höfn. Breska utanríkisráðuneytið er sagt hafa komið þeim skilaboðum áleiðis til breskra ríkisborgara á Gasa að landamærin kynnu að verða opnuð á næstunni, með takmörkunum. Tzachi Hanegbi, yfirmaður þjóðaröryggisráðs Ísraels, sagði við blaðamenn að Ísraelar ættu í samtali við Egypta um brottflutning særðra frá Gasa en deilur væru enn uppi um flutning neyðarbirgða yfir landamærin, þar sem Ísraelar hefðu aðeins getu til að sinna eftirliti með ákveðnum fjölda flutningabifreiða á dag. Bandaríkjamenn hafa sagst vonast til þess að um hundrað bifreiðar geti farið yfir á dag. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Katar Hernaður Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Fleiri fréttir Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Sjá meira
Myndskeið sem borist hafa frá vettvangi sýna fjölda bifreiða og fólks fara yfir landamærin. Það voru stjórnvöld í Katar sem áttu milligöngu um samkomulagið en að því komu Ísraelsmenn, Hamas-samtökin og Bandaríkin. Engar fregnir hafa borist af því hversu lengi landamærin verða opin. Fjöldi fólks hefur safnast saman við landamærin frá því að átökin brutust út milli Ísrael og Hamas og Ísraelsher hóf loftárásir sínar á Gasa. Hingað til hefur hins vegar engum verið hleypt út af svæðinu en yfir 200 flutningabifreiðum með neyðargögn verið hleypt inn. Samkvæmt erlendum yfirvöldum eru ríkisborgarar 44 ríkja fastir inni á Gasa, flestir með tvöfalt ríkisfang. Þá eru þar starfsmenn um 28 stofnana. Embættismaður í borginni El Arish í Egyptalandi sagði í samtali við AFP að 1.300 fermetra „sjúkrahús“ yrði reist í borginni Sheikh Zuweid til að taka á móti særðum. Borgin er í um fimmtán kílómetra fjarlægð frá Rafah. Matthew Miller, talsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna, segir verulega hafa þokast í viðræðum til að tryggja brottflutning hundruða Bandaríkjamanna og annarra erlendra ríkisborgara frá Gasa. Bandaríkjamönnum á svæðinu yrði stefnt að Rafah þegar samkomulag væri í höfn. Breska utanríkisráðuneytið er sagt hafa komið þeim skilaboðum áleiðis til breskra ríkisborgara á Gasa að landamærin kynnu að verða opnuð á næstunni, með takmörkunum. Tzachi Hanegbi, yfirmaður þjóðaröryggisráðs Ísraels, sagði við blaðamenn að Ísraelar ættu í samtali við Egypta um brottflutning særðra frá Gasa en deilur væru enn uppi um flutning neyðarbirgða yfir landamærin, þar sem Ísraelar hefðu aðeins getu til að sinna eftirliti með ákveðnum fjölda flutningabifreiða á dag. Bandaríkjamenn hafa sagst vonast til þess að um hundrað bifreiðar geti farið yfir á dag.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Katar Hernaður Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Fleiri fréttir Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Sjá meira