Heita því að berjast gegn hatri og hefja rannsókn á skemmdarverkum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. nóvember 2023 08:08 Stjörnurnar hafa verið að birtast á húsum í París og víðar síðustu daga. AP/Michel Euler Yfirvöld í Frakklandi hafa hafið rannsókn á Davíðsstjörnum sem hafa verið að birtast á byggingum í París síðustu daga. Talið er að um hatursherferð gegn gyðingum sé að ræða, sem tengist átökum Ísraela og Hamas á Gasa. Forsætisráðherran Elisabeth Borne hefur fordæmt skemmdarverkin og sagt að seku muni fá makleg málagjöld. Stjörnurnar hafa verið málaðar á fjölda bygginga í París og í úthverfunum Vanves, Fontenay-aux-Roses og Aubervilliers. Í bænum Saint-Ouen voru einnig málaðr stjörnur og textinn „Palestína mun standa þetta af sér“. Frá 7. október, þegar Hamas-liðar gerðu árásir á samfélög Ísraelsmanna hinum megin við landamörkin frá Gasa, hafa yfirvöld skráð 857 atvik sem flokka má undir gyðingaandúð. Þetta eru álíka mörg tilvik og höfðu verið skráð allt árið. Yfirvöld hafa send skýr skilaboð um að hatur í garð gyðinga sé algjörlega óásættanlegt og verði ekki liðið. „Við munum vernda ykkur, algjörlega,“ sagði innanríkisráðherrann Gérald Darmanin í gær. „Dag og nótt.“ Bandalag námsmanna sem aðhyllast gyðingatrú segir Davíðsstjörnurnar á byggingum borgarinnar vera tilvísun til þess hvernig gyðingar voru merktir í valdatíð nasismans í Þýskalandi. Samuel Lejoyeux, forseti bandalagsins, segir ljóst að þeir sem standa á bakvið stjörnurnar vilji vekja ótta. Borne sagði á þinginu í gær að ástandið í Mið-Austurlöndum, þá væntanlega átökin sem nú standa yfir, réttlættu ekki gyðingaandúð. Stjórnvöld myndu berjast þreytulaust gegn fordómum. Faðir Borne lifði dvöl í Auschwitz en tók eigið líf þegar hún var ellefu ára. Trúmál Frakkland Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira
Forsætisráðherran Elisabeth Borne hefur fordæmt skemmdarverkin og sagt að seku muni fá makleg málagjöld. Stjörnurnar hafa verið málaðar á fjölda bygginga í París og í úthverfunum Vanves, Fontenay-aux-Roses og Aubervilliers. Í bænum Saint-Ouen voru einnig málaðr stjörnur og textinn „Palestína mun standa þetta af sér“. Frá 7. október, þegar Hamas-liðar gerðu árásir á samfélög Ísraelsmanna hinum megin við landamörkin frá Gasa, hafa yfirvöld skráð 857 atvik sem flokka má undir gyðingaandúð. Þetta eru álíka mörg tilvik og höfðu verið skráð allt árið. Yfirvöld hafa send skýr skilaboð um að hatur í garð gyðinga sé algjörlega óásættanlegt og verði ekki liðið. „Við munum vernda ykkur, algjörlega,“ sagði innanríkisráðherrann Gérald Darmanin í gær. „Dag og nótt.“ Bandalag námsmanna sem aðhyllast gyðingatrú segir Davíðsstjörnurnar á byggingum borgarinnar vera tilvísun til þess hvernig gyðingar voru merktir í valdatíð nasismans í Þýskalandi. Samuel Lejoyeux, forseti bandalagsins, segir ljóst að þeir sem standa á bakvið stjörnurnar vilji vekja ótta. Borne sagði á þinginu í gær að ástandið í Mið-Austurlöndum, þá væntanlega átökin sem nú standa yfir, réttlættu ekki gyðingaandúð. Stjórnvöld myndu berjast þreytulaust gegn fordómum. Faðir Borne lifði dvöl í Auschwitz en tók eigið líf þegar hún var ellefu ára.
Trúmál Frakkland Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira