Heita því að berjast gegn hatri og hefja rannsókn á skemmdarverkum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. nóvember 2023 08:08 Stjörnurnar hafa verið að birtast á húsum í París og víðar síðustu daga. AP/Michel Euler Yfirvöld í Frakklandi hafa hafið rannsókn á Davíðsstjörnum sem hafa verið að birtast á byggingum í París síðustu daga. Talið er að um hatursherferð gegn gyðingum sé að ræða, sem tengist átökum Ísraela og Hamas á Gasa. Forsætisráðherran Elisabeth Borne hefur fordæmt skemmdarverkin og sagt að seku muni fá makleg málagjöld. Stjörnurnar hafa verið málaðar á fjölda bygginga í París og í úthverfunum Vanves, Fontenay-aux-Roses og Aubervilliers. Í bænum Saint-Ouen voru einnig málaðr stjörnur og textinn „Palestína mun standa þetta af sér“. Frá 7. október, þegar Hamas-liðar gerðu árásir á samfélög Ísraelsmanna hinum megin við landamörkin frá Gasa, hafa yfirvöld skráð 857 atvik sem flokka má undir gyðingaandúð. Þetta eru álíka mörg tilvik og höfðu verið skráð allt árið. Yfirvöld hafa send skýr skilaboð um að hatur í garð gyðinga sé algjörlega óásættanlegt og verði ekki liðið. „Við munum vernda ykkur, algjörlega,“ sagði innanríkisráðherrann Gérald Darmanin í gær. „Dag og nótt.“ Bandalag námsmanna sem aðhyllast gyðingatrú segir Davíðsstjörnurnar á byggingum borgarinnar vera tilvísun til þess hvernig gyðingar voru merktir í valdatíð nasismans í Þýskalandi. Samuel Lejoyeux, forseti bandalagsins, segir ljóst að þeir sem standa á bakvið stjörnurnar vilji vekja ótta. Borne sagði á þinginu í gær að ástandið í Mið-Austurlöndum, þá væntanlega átökin sem nú standa yfir, réttlættu ekki gyðingaandúð. Stjórnvöld myndu berjast þreytulaust gegn fordómum. Faðir Borne lifði dvöl í Auschwitz en tók eigið líf þegar hún var ellefu ára. Trúmál Frakkland Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Forsætisráðherran Elisabeth Borne hefur fordæmt skemmdarverkin og sagt að seku muni fá makleg málagjöld. Stjörnurnar hafa verið málaðar á fjölda bygginga í París og í úthverfunum Vanves, Fontenay-aux-Roses og Aubervilliers. Í bænum Saint-Ouen voru einnig málaðr stjörnur og textinn „Palestína mun standa þetta af sér“. Frá 7. október, þegar Hamas-liðar gerðu árásir á samfélög Ísraelsmanna hinum megin við landamörkin frá Gasa, hafa yfirvöld skráð 857 atvik sem flokka má undir gyðingaandúð. Þetta eru álíka mörg tilvik og höfðu verið skráð allt árið. Yfirvöld hafa send skýr skilaboð um að hatur í garð gyðinga sé algjörlega óásættanlegt og verði ekki liðið. „Við munum vernda ykkur, algjörlega,“ sagði innanríkisráðherrann Gérald Darmanin í gær. „Dag og nótt.“ Bandalag námsmanna sem aðhyllast gyðingatrú segir Davíðsstjörnurnar á byggingum borgarinnar vera tilvísun til þess hvernig gyðingar voru merktir í valdatíð nasismans í Þýskalandi. Samuel Lejoyeux, forseti bandalagsins, segir ljóst að þeir sem standa á bakvið stjörnurnar vilji vekja ótta. Borne sagði á þinginu í gær að ástandið í Mið-Austurlöndum, þá væntanlega átökin sem nú standa yfir, réttlættu ekki gyðingaandúð. Stjórnvöld myndu berjast þreytulaust gegn fordómum. Faðir Borne lifði dvöl í Auschwitz en tók eigið líf þegar hún var ellefu ára.
Trúmál Frakkland Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira