Carlsberg í hart við Pútín og Rússland Árni Sæberg skrifar 31. október 2023 23:00 Jacob Aarup-Andersen er forstjóri Carlsberg. Soeren Bidstrup/EPA Danski bruggrisinn Carlsberg hefur stigið fyrstu skrefin í átt að því að sækja bætur frá Rússlandi eftir að Pútín Rússlandsforseti skrifaði undir tilskipun sem kom dótturfyrirtæki Carlsberg undir Rússa. „Við getum ekki átt samtal við stjórnvöld sem ræna fyrirtækinu okkar,“ sagði Jacob Aarup-Andersen, forstjóri Carlsberg á blaðamannafundi í tengslum við ársfjórðungsuppgjör félagins í dag. Þar vísaði hann til þess þegar Pútín undirritaði tilskipun, sem hefur færði dótturfyrirtæki Carslberg í Rússlandi, Baltika, undir eignaumsjónarstofnunina Rosimushchestvo. Það gerði hann í kjölfar viðskiptaþvingana á hendur Rússum eftir innrás þeirra í Úkraínu. Hann sagði að félagið hefði hafið undirbúning að því að sækja bætur til Rússa fyrir alþjóðlegum gerðardómstóli. Félagið á enn þá Baltika en hefur fært virði dótturfélagsins nánast niður í núll eftir að hafa tapað stjórn á því. Í frétt danska ríkisútvarpsins um málið segir að það hafi kostað félagið fleiri milljarða danskra króna. Aarup-Andersen sagði að félagið búist við því að ferlið muni taka einhver ár og að það hafi tapað allri von á því að ná dótturfyrirtækinu á sína stjórn á ný. Þá hefðu aðgerðir Rússa gert það að verkum að ekki væri unnt að selja eignir félagsins í Rússlandi og því væri fjártjónið mikið. Innrás Rússa í Úkraínu Danmörk Drykkir Rússland Tengdar fréttir Seldu alla starfsemi í Rússlandi á 144 krónur Heineken, næststærsti bjórframleiðandi heims, hefur selt alla starfsemi sína í Rússlandi fyrir eina evru, það sem jafngildir tæplega 144 krónum. Hluti starfseminnar var keyptur af Íslendingum á fúlgur fjár fyrir tveimur áratugum. 25. ágúst 2023 08:06 Mest lesið Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
„Við getum ekki átt samtal við stjórnvöld sem ræna fyrirtækinu okkar,“ sagði Jacob Aarup-Andersen, forstjóri Carlsberg á blaðamannafundi í tengslum við ársfjórðungsuppgjör félagins í dag. Þar vísaði hann til þess þegar Pútín undirritaði tilskipun, sem hefur færði dótturfyrirtæki Carslberg í Rússlandi, Baltika, undir eignaumsjónarstofnunina Rosimushchestvo. Það gerði hann í kjölfar viðskiptaþvingana á hendur Rússum eftir innrás þeirra í Úkraínu. Hann sagði að félagið hefði hafið undirbúning að því að sækja bætur til Rússa fyrir alþjóðlegum gerðardómstóli. Félagið á enn þá Baltika en hefur fært virði dótturfélagsins nánast niður í núll eftir að hafa tapað stjórn á því. Í frétt danska ríkisútvarpsins um málið segir að það hafi kostað félagið fleiri milljarða danskra króna. Aarup-Andersen sagði að félagið búist við því að ferlið muni taka einhver ár og að það hafi tapað allri von á því að ná dótturfyrirtækinu á sína stjórn á ný. Þá hefðu aðgerðir Rússa gert það að verkum að ekki væri unnt að selja eignir félagsins í Rússlandi og því væri fjártjónið mikið.
Innrás Rússa í Úkraínu Danmörk Drykkir Rússland Tengdar fréttir Seldu alla starfsemi í Rússlandi á 144 krónur Heineken, næststærsti bjórframleiðandi heims, hefur selt alla starfsemi sína í Rússlandi fyrir eina evru, það sem jafngildir tæplega 144 krónum. Hluti starfseminnar var keyptur af Íslendingum á fúlgur fjár fyrir tveimur áratugum. 25. ágúst 2023 08:06 Mest lesið Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Seldu alla starfsemi í Rússlandi á 144 krónur Heineken, næststærsti bjórframleiðandi heims, hefur selt alla starfsemi sína í Rússlandi fyrir eina evru, það sem jafngildir tæplega 144 krónum. Hluti starfseminnar var keyptur af Íslendingum á fúlgur fjár fyrir tveimur áratugum. 25. ágúst 2023 08:06