Vill gera stuðningsfólk KR stolt af liðinu: „Í mínum augum er þetta stærsti klúbburinn á Íslandi“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. október 2023 19:00 Gregg Ryder vonast til að lyfta KR upp á þann stall sem félagið á að vera á. Vísir/Dúi „Þetta er risastórt tækifæri fyrir mig. Ég er himinlifandi, þetta er heiður og þetta eru forréttindi. Í mínum augum er þetta stærsti klúbburinn á Íslandi,“ sagði Gregg Ryder, nýráðinn þjálfari KR í Bestu deild karla í knattspyrnu. Ryder ræddi við Vísi eftir blaðamannafund í Vesturbænum fyrr í dag. Þar var það loks staðfest að Ryder myndi taka við KR en háværir orðrómar þess efnis höfðu verið á kreiki í nokkra daga. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við það sem er að hans mati stærsta félag Íslands. „Þegar þeir hringdu í mig fyrir einni eða tveimur vikum síðan, var ég ekki að íhuga að koma aftur til Íslands í hreinskilni sagt. Ég var fluttur til Danmerkur og var mjög hamingjusamur þar en þegar félag af þessari stærðargráðu, með þessa sögu og þetta magn af titlum. Þegar slíkt félag hringir þá varð ég að taka því,“ sagði Ryder en hann hefur undanfarin ár starfað fyrir HB Köge í dönsku B-deildinni. Þar var hann meðal annars þjálfari U-19 ára liðsins og aðstoðarþjálfari aðalliðsins. Þar áður starfaði hann fyrir ÍBV, Þrótt Reykjavík og Þór Akureyri hér á landi. „Það eru alltaf miklar væntingar, réttilega svo, hjá félagi sem þessu. Það eru áskoranir, væntingar og kröfur. Þannig á það að vera. Það er mitt starf að höndla þessar áskoranir og væntingar. Rúnar (Kristinsson) hefur verið hér og er algjör goðsögn hjá félaginu, hann hefur byggt frábært lið og unnið fjölda titla. Ég verð að gera mitt besta til að koma KR aftur á þann stað sem það á vera á,“ sagði Ryder um þau verkefni sem hans bíða í Vesturbænum. Hvað hefur breyst hjá Ryder síðan hann var síðast á Íslandi? „Ég hef verið í Danmörku og mín hugsun á bakvið það var að ég þyrfti að læra töluvert sem þjálfari og manneskja eftir að ég yfirgaf Þór Akureyri. Ég þurfti að verða betri og ég vildi fara í atvinnumannaumhverfi og reyna að læra. Það var það sem ég gerði, ég var aðstoðarþjálfari hjá þremur mismunandi aðalþjálfurum. Snerist um að læra og þróast eins mikið og mögulegt væri. Mér líður eins og ég hafi þroskast mikið síðan ég var 25 ára hjá Þrótti.“ Klippa: Gregg Ryder vill gera stuðningsfólk KR stolt af liðinu: Í mínum augum er þetta stærsti klúbburinn á Íslandi KR hefur ekki verið nálægt því að vinna titilinn á undanförnum árum en í Vesturbænum vill fólk ekkert nema titilbaráttu. Hversu mikil áskorn er það? „Það er alltaf áskorun þegar þú kemur í jafn stórt félag og KR. Samræðurnar sem ég hef átt við félagið er að það ætlar að gefa mér tækifæri til að byggja upp lið sem er samkeppnishæft. Að mínu mati er það mikilvægt.“ „Við þurfum að byggja umhverfi þar sem við náum því mesta út úr leikmönnunum. Við þurfum að ná því besta út úr öllu í félaginu. Við þurfum að búa til lið sem stuðningsfólk KR er stolt af, sem það getur tengt við. Af öllu sem ég segi í dag þá er það eflaust það mikilvægasta. Stuðningsfólk vill og krefst liðs sem það getur tengt. Mín skilaboð til leikmannanna er að það er það sem við viljum búa til.“ „Ég mun gefa allt sem ég á fyrir félagið. Ég vil búa til lið sem stuðningsfólk getur verið stolt af. Að stuðningsfólkið sjái lið sem gefur allt sem það á og skilji hversu mikill heiður það er að spila fyrir þetta félag,“ sagði Ryder að lokum. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum ofar í fréttinni. Viðtalið er á ensku og er ótextað. Hér að neðan má sjá blaðamannafund KR í heild sinni. Þar var Guðjón Örn Ingólfsson einnig kynntur til leiks sem styrktarþjálfari liðsins. Klippa: Blaðamannafundur KR í heild sinni Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Agnes Keleti látin eftir ótrúlegt lífshlaup Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR Sjá meira
Ryder ræddi við Vísi eftir blaðamannafund í Vesturbænum fyrr í dag. Þar var það loks staðfest að Ryder myndi taka við KR en háværir orðrómar þess efnis höfðu verið á kreiki í nokkra daga. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við það sem er að hans mati stærsta félag Íslands. „Þegar þeir hringdu í mig fyrir einni eða tveimur vikum síðan, var ég ekki að íhuga að koma aftur til Íslands í hreinskilni sagt. Ég var fluttur til Danmerkur og var mjög hamingjusamur þar en þegar félag af þessari stærðargráðu, með þessa sögu og þetta magn af titlum. Þegar slíkt félag hringir þá varð ég að taka því,“ sagði Ryder en hann hefur undanfarin ár starfað fyrir HB Köge í dönsku B-deildinni. Þar var hann meðal annars þjálfari U-19 ára liðsins og aðstoðarþjálfari aðalliðsins. Þar áður starfaði hann fyrir ÍBV, Þrótt Reykjavík og Þór Akureyri hér á landi. „Það eru alltaf miklar væntingar, réttilega svo, hjá félagi sem þessu. Það eru áskoranir, væntingar og kröfur. Þannig á það að vera. Það er mitt starf að höndla þessar áskoranir og væntingar. Rúnar (Kristinsson) hefur verið hér og er algjör goðsögn hjá félaginu, hann hefur byggt frábært lið og unnið fjölda titla. Ég verð að gera mitt besta til að koma KR aftur á þann stað sem það á vera á,“ sagði Ryder um þau verkefni sem hans bíða í Vesturbænum. Hvað hefur breyst hjá Ryder síðan hann var síðast á Íslandi? „Ég hef verið í Danmörku og mín hugsun á bakvið það var að ég þyrfti að læra töluvert sem þjálfari og manneskja eftir að ég yfirgaf Þór Akureyri. Ég þurfti að verða betri og ég vildi fara í atvinnumannaumhverfi og reyna að læra. Það var það sem ég gerði, ég var aðstoðarþjálfari hjá þremur mismunandi aðalþjálfurum. Snerist um að læra og þróast eins mikið og mögulegt væri. Mér líður eins og ég hafi þroskast mikið síðan ég var 25 ára hjá Þrótti.“ Klippa: Gregg Ryder vill gera stuðningsfólk KR stolt af liðinu: Í mínum augum er þetta stærsti klúbburinn á Íslandi KR hefur ekki verið nálægt því að vinna titilinn á undanförnum árum en í Vesturbænum vill fólk ekkert nema titilbaráttu. Hversu mikil áskorn er það? „Það er alltaf áskorun þegar þú kemur í jafn stórt félag og KR. Samræðurnar sem ég hef átt við félagið er að það ætlar að gefa mér tækifæri til að byggja upp lið sem er samkeppnishæft. Að mínu mati er það mikilvægt.“ „Við þurfum að byggja umhverfi þar sem við náum því mesta út úr leikmönnunum. Við þurfum að ná því besta út úr öllu í félaginu. Við þurfum að búa til lið sem stuðningsfólk KR er stolt af, sem það getur tengt við. Af öllu sem ég segi í dag þá er það eflaust það mikilvægasta. Stuðningsfólk vill og krefst liðs sem það getur tengt. Mín skilaboð til leikmannanna er að það er það sem við viljum búa til.“ „Ég mun gefa allt sem ég á fyrir félagið. Ég vil búa til lið sem stuðningsfólk getur verið stolt af. Að stuðningsfólkið sjái lið sem gefur allt sem það á og skilji hversu mikill heiður það er að spila fyrir þetta félag,“ sagði Ryder að lokum. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum ofar í fréttinni. Viðtalið er á ensku og er ótextað. Hér að neðan má sjá blaðamannafund KR í heild sinni. Þar var Guðjón Örn Ingólfsson einnig kynntur til leiks sem styrktarþjálfari liðsins. Klippa: Blaðamannafundur KR í heild sinni
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Agnes Keleti látin eftir ótrúlegt lífshlaup Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR Sjá meira