Íslenski boltinn

KR kynnir Gregg Ryder sem nýjan þjálfara

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Guðjón Örn Ingólfsson - nýráðinn styrktarþjálfari, Páll Kristjánsson - formaður knattspyrnudeildar og Gregg Ryder - nýráðinn þjálfari KR.
Guðjón Örn Ingólfsson - nýráðinn styrktarþjálfari, Páll Kristjánsson - formaður knattspyrnudeildar og Gregg Ryder - nýráðinn þjálfari KR. Vísir/Aron

Englendingurinn Gregg Ryder er nýr þjálfari karlaliðs KR í knattspyrnu. Hann skrifar undir þriggja ára samning við félagið.

Þetta var opinberað á blaðamannafundi í Vesturbæ Reykjavíkur fyrr í dag en það virðist þó hafa verið ljóst fyrir nokkru síðan að Ryder yrði næsti þjálfari KR-liðsins.

KR hefur verið í þjálfaraleit síðan ákveðið að framlengja ekki samning Rúnars Kristinssonar sem er nú tekinn við fram. Ýmis nöfn hafa borið á góma, það virðist sem Óskar Hrafn Þorvaldsson hafi verið efstu á blaði en hann ákvað að taka við Haugasund í Noregi. Sigurður Ragnar Eyjólfsson sagðist einnig áhugasamur og fundaði með KR en fékk ekki starfið.

Hinn 35 ára gamli Ryder, sem hefur starfað hjá ÍBV, Þrótti Reykjavík og Þór Akureyri hér á landi, hreppti hnossið. Hann hefur undanfarin ár starfað fyrir HB Köge í Danmörku, þar hefur hann gegnt hlutverki U-19 ára þjálfara sem og aðstoðarþjálfari aðalliðs félagsins sem spilar í dönsku B-deildinni.

KR lauk leik í 6. sæti Bestu deildar karla á nýafstöðnu tímabili.

Hér að neðan má sjá blaðamannafund KR í heild sinni. Síðar í dag mun birtast viðtal við Gregg Ryder hér á Vísi. Þá mun viðtal við Pál Kristjánsson, formann knattspyrnudeildar KR, birtast á morgun – sunnudag.

Klippa: Blaðamannafundur KR í heild sinni

Tengdar fréttir

Gregg Ryder að taka við KR

Gregg Ryder, fyrrverandi aðstoðarþjálfari ÍBV, þjálfari Þróttar Reykjavíkur og Þór Akureyrar, mun stýra KR í Bestu deild karla í knattspyrnu á næstu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×