Verkirnir verri þegar hún var á túr en daginn eftir aðgerð Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. október 2023 13:58 Nína Guðrún segir verkina sem hún finnur eftir aðgerðina í gær skárri en þá sem hún fann fyrir á túr. Tuttugu og fimm ára gömul kona segir að loks hafi verið hlustað á hana eftir að hafa kvartað í þrettán ár undan martraðakenndum tíðarverkjum. Hún fór í kviðarholsaðgerð í gær vegna legslímuflakks og segir verkina eftir aðgerðina mun betri en mánaðarlegu tíðarverkina sem hún glímdi við. „Ég fann það strax tveimur til þremur árum eftir að ég fór fyrst á túr að ekki væri allt með felldu. Ég tók mikið af verkjalyfjum, grét mig í svefn, átti erfitt með að mæta í skólann og stundirnar þar sem ég lá í fósturstellingu á gólfinu eru þónokkrar,“ skrifar Nína Guðrún Arnardóttir í skoðanagrein sem birtist á Vísi í morgun. „Fyrsti læknirinn sem ég fer til þrettán eða fjórtán ára átti að vera sérfræðingur í endó og ég leitaði til hennar því það var saga um endó í fjölskyldunni minni. Það að hún setji mig á pilluna sem einhvern plástur yfir vandamálið var bara svolítið sjokk. Pillan endar á að fara rosalega illa í mig,“ segir Nína í samtali við fréttastofu. Þunglyndi og sjálfsvígshugsanir á pillunni Hún segist hafa fundið fyrir miklu þunglyndi og sjálfsvígshugsunum, var sett á þunglyndislyf og segist ekki hafa tengt vanlíðanina við pilluna. Pillan hafi enda verið töfralausnin sem losaði hana undan mánaðarlegu verkjasnörunni. „Þegar ég loksins hætti á pillunni var eins og dregið væri frá gardínum í huganum á mér og þunglyndið snarlagaðist. En verkirnir komu þá aftur, einu sinni í mánuði og mér fannst þeir versna í hvert sinn sem ég fór át úr.“ Nína segir að þegar hún var farin út á vinnumarkaðinn hafi verkirnir haft áhrif á atvinnuöryggi hennar. Hún var jú lömuð af verkjum einu sinni í mánuði og þurfti reglulega að hringja sig inn veika í vinnu. Þannig hafi henni verið sagt upp af fjórum vinnustöðum vegna veikinda. „Á þeim árum leitaði ég til heimilislækna og kvensjúkdómalækna en ekkert virtist að hafa upp úr því. Ég hélt áfram að berjast við að „harka þetta af mér“, mæta til vinnu á sterkum verkjalyfjum og reyna að halda lífinu gandandi. Ég var alltaf opin við mína yfirmenn um verkina sem ég upplifði en fékk oftar en ekki að heyra að „allar konur færu nú á túr“ og að „það væri ekki hægt að treysta á mig í starfi,“ segir Nína. Sagt að hún ætti að léttast til að minnka verki Hún segist í fyrra hafa fengið áminningu frá þáverandi yfirmanni vegna fjarveru úr vinnu. Þá hafi hún fengið nóg, skrifað niður lista af þeim einkennum sem hún hefði og leitað til nýs kvensjúkdómalæknis. Sú hafi tekið hana í allsherjarskoðun og í ljós komið að Nína var með blöðrur á eggjastokkunum og Nína send í blóðprufu. Í lok heimsóknarinnar hafi Nínu hins vegar brugðið þegar læknirinn sagði við hana: „Þú getur nú alveg líka misst svona tíu kíló og þá ættu verkirnir að hætta.“ „Ég varð agndofa, gat ekki svarað henni en gekk bara út. Þess má geta að þegar ég fór til hennar var ég um 68 kg, 170 cm á hæð og því hæpið að ofþyngd væri að há mér nokkuð. Þess má einnig geta að verkirnir höfðu þá verið að hrjá mig í tólf ár og á þeim tíma var ég í kjörþyngd,“ segir Nína. „Þetta er náttúrulega bara fáránlegt. Það er ekkert sem bendir til að verkir og þyngd hafi einhvern samnefnara. Það er ekkert sem tengist þar. Ég er enn í sjokki yfir þessu.“ „Alltof margar sem fari í kviðarholsspeglun“ Um tíu dögum síðar, þegar læknirinn hafði enn ekki haft samband við Nínu til að upplýsa hana um niðurstöður blóðprufunnar, hafi hún hringt til að kanna málið. Læknirinn hafi upplýst hana að ekkert hafi komið út úr prufunni og segist Nína hafa upplifað mikla uppgjöf í kjölfarið. Um hálfu ári síðar hafi hún hins vegar ákveðið að leita enn annað, til læknis sem endósamtökin mæltu með. Nína segir að þau hjónin hlæji stundum enn yfir orðum læknisins sem sagði að einkenni hennar væru endó-leg en of margar konur fari í kviðarholsspeglun.Nína Guðrún „Við maðurinn minn gerum enn grín að því að hann hafi sagt að þetta væri svolítið endó-legt. Hvað þýðir það? Ég fór til hans til að komast að því hvort ég væri með endó og hann segir að þetta sé endo-legt en alltof margar konur fari í svona kviðarholsspeglun,“ segir Nína. Hún hafi aftur upplifað mikið vonleysi, verið niðurbrotin og upplifað óbærilega verki. Hún hafi leitað bæði í verkjalyf og áfengi til að deyfa verkina og andleg heilsa farið síversnandi. Henni hafi verið sagt upp störfum úr draumavinnunni og framtíðarsýnin verið dimm. Sjúkdómurinn búinn að dreifast um kviðarholið Þó hafi rofað til þegar henni var bent á nýjan kvensjúkdómalækni, nýkominn til landsins frá Bandaríkjunu, sem hefði mikla reynslu af erfiðri endómetríósu. „Strax þegar ég mætti til hans tók hann vel á móti mér og hlustaði á sögu mína. Hann skoðaði mig og sagði mér strax að það væri tilefni til að ég færi í aðgerð, ég væri mjög líklega með endómetríósu,“ segir Nína. „Loksins var hér kominn læknir sem hlustaði á það sem ég hafði að segja og var tilbúinn að hjálpa. Hann taldi ekki ástæðu til þess að bíða og ég var komin með tíma í kviðarholsspeglun mánuði síðar. Endómetríósa er einögngu greinanleg með formlegri rannsókn á sýnum teknum í kviðarholsspeglun.“ Í aðgerðinni, sem var í gær, fannst svæsin endómetríósa að sögn Nínu sem lækninum tókst að fjarlægja. Sjúkdómurinn hafði dreift sér um kviðarholið, bæði á ristil og þvagblöðru. „Við þessar fréttir brast ég næstum í grát og ég hef aldrei upplifað annað eins þakklæti í garð læknis. Loksins er framtíðin björt og ég sé fyrir endann á verkjunum sem hafa háð mér svo lengi. Endómetríósa getur þó alltaf vaxið aftur og ég gæti þurft að fara í aðra aðgerð til þess að fjarlægja hana eftir einhvern tíma. En ég legg það glöð á mig,“ segir Nína. „Verkirnir sem ég er með núna eru miklu, miklu betri en túrverkirnir sem ég er vanalega með. Mér líður betur núna og mér leið betur í gær.“ Heilbrigðismál Kvenheilsa Tengdar fréttir Iss, það fara allt of margar konur í svona aðgerð Þegar ég var 12 ára byrjaði ég á túr. Sýn mín á heiminn breyttist þá allverulega, enda var mér óskiljanlegt hvernig helmingur fólks á jörðinni gengur í gegnum þetta einu sinni í mánuði. Ég hafði hvorki hugmynd um sársaukann sem ég átti eftir að upplifa næstu þrettán ár né áhrifin sem hann myndi hafa á líf mitt. 27. október 2023 10:30 Frjósemi stór partur af sjálfsmynd fólks og erfitt þegar hún bregst Karlar og konur sem greinast með krabbamein eru líklegri til að glíma líka við ófrjósemi. Frjósemi er stór partur af sjálfsmynd fólks og margir sem taka henni sem sjálfsögðum hlut. Aldís Eva Friðriksdóttir er ein fimm fyrirlesara á málþingi um ófrjósemi og krabbamein síðar í dag. 12. september 2023 14:09 Fyrirliði Englands óttaðist að missa af EM vegna legslímuflakks Fyrirliði Evrópumeistara Englands, Leah Williamson, óttaðist að missa af leikjum á Evrópumótinu sökum verkja vegna legslímuflakks, eða endómetríósu. 29. desember 2022 11:31 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
„Ég fann það strax tveimur til þremur árum eftir að ég fór fyrst á túr að ekki væri allt með felldu. Ég tók mikið af verkjalyfjum, grét mig í svefn, átti erfitt með að mæta í skólann og stundirnar þar sem ég lá í fósturstellingu á gólfinu eru þónokkrar,“ skrifar Nína Guðrún Arnardóttir í skoðanagrein sem birtist á Vísi í morgun. „Fyrsti læknirinn sem ég fer til þrettán eða fjórtán ára átti að vera sérfræðingur í endó og ég leitaði til hennar því það var saga um endó í fjölskyldunni minni. Það að hún setji mig á pilluna sem einhvern plástur yfir vandamálið var bara svolítið sjokk. Pillan endar á að fara rosalega illa í mig,“ segir Nína í samtali við fréttastofu. Þunglyndi og sjálfsvígshugsanir á pillunni Hún segist hafa fundið fyrir miklu þunglyndi og sjálfsvígshugsunum, var sett á þunglyndislyf og segist ekki hafa tengt vanlíðanina við pilluna. Pillan hafi enda verið töfralausnin sem losaði hana undan mánaðarlegu verkjasnörunni. „Þegar ég loksins hætti á pillunni var eins og dregið væri frá gardínum í huganum á mér og þunglyndið snarlagaðist. En verkirnir komu þá aftur, einu sinni í mánuði og mér fannst þeir versna í hvert sinn sem ég fór át úr.“ Nína segir að þegar hún var farin út á vinnumarkaðinn hafi verkirnir haft áhrif á atvinnuöryggi hennar. Hún var jú lömuð af verkjum einu sinni í mánuði og þurfti reglulega að hringja sig inn veika í vinnu. Þannig hafi henni verið sagt upp af fjórum vinnustöðum vegna veikinda. „Á þeim árum leitaði ég til heimilislækna og kvensjúkdómalækna en ekkert virtist að hafa upp úr því. Ég hélt áfram að berjast við að „harka þetta af mér“, mæta til vinnu á sterkum verkjalyfjum og reyna að halda lífinu gandandi. Ég var alltaf opin við mína yfirmenn um verkina sem ég upplifði en fékk oftar en ekki að heyra að „allar konur færu nú á túr“ og að „það væri ekki hægt að treysta á mig í starfi,“ segir Nína. Sagt að hún ætti að léttast til að minnka verki Hún segist í fyrra hafa fengið áminningu frá þáverandi yfirmanni vegna fjarveru úr vinnu. Þá hafi hún fengið nóg, skrifað niður lista af þeim einkennum sem hún hefði og leitað til nýs kvensjúkdómalæknis. Sú hafi tekið hana í allsherjarskoðun og í ljós komið að Nína var með blöðrur á eggjastokkunum og Nína send í blóðprufu. Í lok heimsóknarinnar hafi Nínu hins vegar brugðið þegar læknirinn sagði við hana: „Þú getur nú alveg líka misst svona tíu kíló og þá ættu verkirnir að hætta.“ „Ég varð agndofa, gat ekki svarað henni en gekk bara út. Þess má geta að þegar ég fór til hennar var ég um 68 kg, 170 cm á hæð og því hæpið að ofþyngd væri að há mér nokkuð. Þess má einnig geta að verkirnir höfðu þá verið að hrjá mig í tólf ár og á þeim tíma var ég í kjörþyngd,“ segir Nína. „Þetta er náttúrulega bara fáránlegt. Það er ekkert sem bendir til að verkir og þyngd hafi einhvern samnefnara. Það er ekkert sem tengist þar. Ég er enn í sjokki yfir þessu.“ „Alltof margar sem fari í kviðarholsspeglun“ Um tíu dögum síðar, þegar læknirinn hafði enn ekki haft samband við Nínu til að upplýsa hana um niðurstöður blóðprufunnar, hafi hún hringt til að kanna málið. Læknirinn hafi upplýst hana að ekkert hafi komið út úr prufunni og segist Nína hafa upplifað mikla uppgjöf í kjölfarið. Um hálfu ári síðar hafi hún hins vegar ákveðið að leita enn annað, til læknis sem endósamtökin mæltu með. Nína segir að þau hjónin hlæji stundum enn yfir orðum læknisins sem sagði að einkenni hennar væru endó-leg en of margar konur fari í kviðarholsspeglun.Nína Guðrún „Við maðurinn minn gerum enn grín að því að hann hafi sagt að þetta væri svolítið endó-legt. Hvað þýðir það? Ég fór til hans til að komast að því hvort ég væri með endó og hann segir að þetta sé endo-legt en alltof margar konur fari í svona kviðarholsspeglun,“ segir Nína. Hún hafi aftur upplifað mikið vonleysi, verið niðurbrotin og upplifað óbærilega verki. Hún hafi leitað bæði í verkjalyf og áfengi til að deyfa verkina og andleg heilsa farið síversnandi. Henni hafi verið sagt upp störfum úr draumavinnunni og framtíðarsýnin verið dimm. Sjúkdómurinn búinn að dreifast um kviðarholið Þó hafi rofað til þegar henni var bent á nýjan kvensjúkdómalækni, nýkominn til landsins frá Bandaríkjunu, sem hefði mikla reynslu af erfiðri endómetríósu. „Strax þegar ég mætti til hans tók hann vel á móti mér og hlustaði á sögu mína. Hann skoðaði mig og sagði mér strax að það væri tilefni til að ég færi í aðgerð, ég væri mjög líklega með endómetríósu,“ segir Nína. „Loksins var hér kominn læknir sem hlustaði á það sem ég hafði að segja og var tilbúinn að hjálpa. Hann taldi ekki ástæðu til þess að bíða og ég var komin með tíma í kviðarholsspeglun mánuði síðar. Endómetríósa er einögngu greinanleg með formlegri rannsókn á sýnum teknum í kviðarholsspeglun.“ Í aðgerðinni, sem var í gær, fannst svæsin endómetríósa að sögn Nínu sem lækninum tókst að fjarlægja. Sjúkdómurinn hafði dreift sér um kviðarholið, bæði á ristil og þvagblöðru. „Við þessar fréttir brast ég næstum í grát og ég hef aldrei upplifað annað eins þakklæti í garð læknis. Loksins er framtíðin björt og ég sé fyrir endann á verkjunum sem hafa háð mér svo lengi. Endómetríósa getur þó alltaf vaxið aftur og ég gæti þurft að fara í aðra aðgerð til þess að fjarlægja hana eftir einhvern tíma. En ég legg það glöð á mig,“ segir Nína. „Verkirnir sem ég er með núna eru miklu, miklu betri en túrverkirnir sem ég er vanalega með. Mér líður betur núna og mér leið betur í gær.“
Heilbrigðismál Kvenheilsa Tengdar fréttir Iss, það fara allt of margar konur í svona aðgerð Þegar ég var 12 ára byrjaði ég á túr. Sýn mín á heiminn breyttist þá allverulega, enda var mér óskiljanlegt hvernig helmingur fólks á jörðinni gengur í gegnum þetta einu sinni í mánuði. Ég hafði hvorki hugmynd um sársaukann sem ég átti eftir að upplifa næstu þrettán ár né áhrifin sem hann myndi hafa á líf mitt. 27. október 2023 10:30 Frjósemi stór partur af sjálfsmynd fólks og erfitt þegar hún bregst Karlar og konur sem greinast með krabbamein eru líklegri til að glíma líka við ófrjósemi. Frjósemi er stór partur af sjálfsmynd fólks og margir sem taka henni sem sjálfsögðum hlut. Aldís Eva Friðriksdóttir er ein fimm fyrirlesara á málþingi um ófrjósemi og krabbamein síðar í dag. 12. september 2023 14:09 Fyrirliði Englands óttaðist að missa af EM vegna legslímuflakks Fyrirliði Evrópumeistara Englands, Leah Williamson, óttaðist að missa af leikjum á Evrópumótinu sökum verkja vegna legslímuflakks, eða endómetríósu. 29. desember 2022 11:31 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Iss, það fara allt of margar konur í svona aðgerð Þegar ég var 12 ára byrjaði ég á túr. Sýn mín á heiminn breyttist þá allverulega, enda var mér óskiljanlegt hvernig helmingur fólks á jörðinni gengur í gegnum þetta einu sinni í mánuði. Ég hafði hvorki hugmynd um sársaukann sem ég átti eftir að upplifa næstu þrettán ár né áhrifin sem hann myndi hafa á líf mitt. 27. október 2023 10:30
Frjósemi stór partur af sjálfsmynd fólks og erfitt þegar hún bregst Karlar og konur sem greinast með krabbamein eru líklegri til að glíma líka við ófrjósemi. Frjósemi er stór partur af sjálfsmynd fólks og margir sem taka henni sem sjálfsögðum hlut. Aldís Eva Friðriksdóttir er ein fimm fyrirlesara á málþingi um ófrjósemi og krabbamein síðar í dag. 12. september 2023 14:09
Fyrirliði Englands óttaðist að missa af EM vegna legslímuflakks Fyrirliði Evrópumeistara Englands, Leah Williamson, óttaðist að missa af leikjum á Evrópumótinu sökum verkja vegna legslímuflakks, eða endómetríósu. 29. desember 2022 11:31