Gekk örna sinna á fjallstoppi í Nepal í mínus 27 Lovísa Arnardóttir skrifar 26. október 2023 20:01 Tómas á toppi tindsins. Búinn að takast á við magapestina. Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir, náði því í morgun að standa á tindi Imje Tse í Nepal. Ferðin upp gekk vel að hans sögn. Hann þurfti þó að glíma við magapest í um 5.900 metra hæð og segir það ekki hafa farið fram hjá öðrum á leið upp. Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir, náði því í morgun að standa á tindi fjallsins Imje Tse í Nepal. Það er í 6.156 metra hæð. Tómas greinir frá tíðindunum á Facebook-síðu sinni þar sem mikill fjöldi hefur óskað honum til hamingju með áfangann. „Tilfinningin að vera efst á þessum ísilagða tindi má líkja við að standa í altari í skreyttri kirkju, með útsýni í allar áttir. Það voru um 40 fjallgöngukonur og menn sem reyndu sig við tindinn í nótt, enda veðurglugginn frábær,“ segir Tómas. Engin sunnudagsganga Hann lagði af stað, ásamt Sherpa Nimar, um miðnætti og var kominn um sexleytið á tindinn. „Við það hækkaði hitastigið á nokkrum mínútum úr mínus 27 í mínus 20. Útsýnið var engu líkt, eiginlega ennþá tilkomumeira en á Kalapatharr í nágrenni Everest og Pumori, 20 km vestar. Þetta var langt frá því að vera einhver sunnudagsganga - og mjög tæknilega krefjandi. Leiðin upp er afar grýtt og brött, og síðustu 3 klst. er grengið á broddum upp snarbratta kletta og jökulís þar sem maður hífir sig upp eftir köðlum (fixed ropes) sem hafa verið festir í ísinn,“ segir Tómas um ferðina. Hann segir aðstæður í haust hafa verið óvenju erfiðar vegna grjóthruns og að þeir hafi orðið varir við það. Tómas segir einnig frá því að hann hafi á leiðinni upp enn verið að glíma við magapest og hafi þurft að leysa úr því á miðri leið í 27 stiga frosti í 5.900 metra hæð. „Mæli ekki með því en við þetta hressust menn að nýju, nema hvað ég sá á leiðinni niður, í dagsbirtu, að ég hafði valið fallegasta staðinn á fjallinu fyrir þennan akút gjörning minn,“ segir Tómas og að meltingarvandræðin hafi ekki tafið þá að neinu ráði. Hann segir ferðina niður hafa gengið að óskum en að þeir hafi þurft að fara varlega. Ferðasöguna má lesa alla í færslu Tómasar hér að neðan. Nepal Fjallamennska Tómas Guðbjartsson Íslendingar erlendis Mest lesið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Lífið Getur alls ekki verið einn Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Sjá meira
Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir, náði því í morgun að standa á tindi fjallsins Imje Tse í Nepal. Það er í 6.156 metra hæð. Tómas greinir frá tíðindunum á Facebook-síðu sinni þar sem mikill fjöldi hefur óskað honum til hamingju með áfangann. „Tilfinningin að vera efst á þessum ísilagða tindi má líkja við að standa í altari í skreyttri kirkju, með útsýni í allar áttir. Það voru um 40 fjallgöngukonur og menn sem reyndu sig við tindinn í nótt, enda veðurglugginn frábær,“ segir Tómas. Engin sunnudagsganga Hann lagði af stað, ásamt Sherpa Nimar, um miðnætti og var kominn um sexleytið á tindinn. „Við það hækkaði hitastigið á nokkrum mínútum úr mínus 27 í mínus 20. Útsýnið var engu líkt, eiginlega ennþá tilkomumeira en á Kalapatharr í nágrenni Everest og Pumori, 20 km vestar. Þetta var langt frá því að vera einhver sunnudagsganga - og mjög tæknilega krefjandi. Leiðin upp er afar grýtt og brött, og síðustu 3 klst. er grengið á broddum upp snarbratta kletta og jökulís þar sem maður hífir sig upp eftir köðlum (fixed ropes) sem hafa verið festir í ísinn,“ segir Tómas um ferðina. Hann segir aðstæður í haust hafa verið óvenju erfiðar vegna grjóthruns og að þeir hafi orðið varir við það. Tómas segir einnig frá því að hann hafi á leiðinni upp enn verið að glíma við magapest og hafi þurft að leysa úr því á miðri leið í 27 stiga frosti í 5.900 metra hæð. „Mæli ekki með því en við þetta hressust menn að nýju, nema hvað ég sá á leiðinni niður, í dagsbirtu, að ég hafði valið fallegasta staðinn á fjallinu fyrir þennan akút gjörning minn,“ segir Tómas og að meltingarvandræðin hafi ekki tafið þá að neinu ráði. Hann segir ferðina niður hafa gengið að óskum en að þeir hafi þurft að fara varlega. Ferðasöguna má lesa alla í færslu Tómasar hér að neðan.
Nepal Fjallamennska Tómas Guðbjartsson Íslendingar erlendis Mest lesið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Lífið Getur alls ekki verið einn Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Sjá meira