Kölluðu eftir liðsauka einkennisklæddra þegar mannfjölda dreif að Árni Sæberg skrifar 26. október 2023 15:53 Í myndböndum sem tekin voru við heimili Eddu og drengjanna í kvöld má sjá að nokkur mannmergð hópaðist að lögreglumönnum í aðgerðunum. Fólk hrópaði að lögreglu og mótmælti aðgerðinni. Vísir Talsmaður Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að fjórir óeinkennisklæddir lögregluþjónar hafi verið sendir á vettvang þar sem sækja átti þrjá drengi, sem senda átti til Noregs, í gærkvöldi. Gríðarlega athygli vakti í gærkvöldi þegar fjölmenn lögregluaðgerð fór fram í Foldahverfinu í Grafarvogi í gærkvöldi. Þar voru Edda Björk Arnardóttir og sambýlismaður hennar handtekin vegna mótmæla þeirra við aðfararaðgerð sýslumanns en flytja átti þrjá drengi Eddu í forsjá föður þeirra í Noregi. Flutningnum var á endanum frestað. Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra sagðist á þingi í dag hafa haft áhyggjur af velferð barnanna þegar hún fylgdist með aðgerðunum í gær og ítrekaði að fara þyrfti eftir ákvæðum barnalaga við þessar aðstæður. „Eftir því sem ráðherra sá í fjölmiðlum í gær var það ekki raunin. Og ég tek því alvarlega. Ég tek það til skoðunar að farið verði yfir þessa þessir verkferla og farið yfir málið.“ Lögreglan sá sig knúna til að bregðast við Í fréttatilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem sögð er send vegna fréttaflutnings af aðgerðum sem Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu stóð að í Grafarvogi í gærkvöldi, segir að lögreglan vilji árétta að hún hafi verið þar til þess að gæta öryggis, eins og venjan sé í viðlíka málum. Af þeirri ástæðu fjórir óeinkennisklæddir lögreglumenn farið á staðinn til þess að tryggja öryggi fólks á vettvangi, líkt og lög kveða á um. „Þegar hins vegar afgreiðsla málsins dróst á langinn, mannfjölda dreif að og aðstæður breyttust á vettvangi var ákveðið að kalla eftir liðsauka þar sem öryggi fólks á vettvangi þótti ekki lengur tryggt. Lögreglumennirnir, sem fengu það hlutverk, voru einkennisklæddir, en þeir voru á vaktinni við almennt eftirlit annars staðar og brugðust hratt við þegar liðveislu þeirra var óskað í áðurnefndu máli. Hafði þá aðgerðin varað í tæplega tvær klukkustundir.“ Lögreglan Lögreglumál Reykjavík Fjölskyldumál Réttindi barna Mál Eddu Bjarkar Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira
Gríðarlega athygli vakti í gærkvöldi þegar fjölmenn lögregluaðgerð fór fram í Foldahverfinu í Grafarvogi í gærkvöldi. Þar voru Edda Björk Arnardóttir og sambýlismaður hennar handtekin vegna mótmæla þeirra við aðfararaðgerð sýslumanns en flytja átti þrjá drengi Eddu í forsjá föður þeirra í Noregi. Flutningnum var á endanum frestað. Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra sagðist á þingi í dag hafa haft áhyggjur af velferð barnanna þegar hún fylgdist með aðgerðunum í gær og ítrekaði að fara þyrfti eftir ákvæðum barnalaga við þessar aðstæður. „Eftir því sem ráðherra sá í fjölmiðlum í gær var það ekki raunin. Og ég tek því alvarlega. Ég tek það til skoðunar að farið verði yfir þessa þessir verkferla og farið yfir málið.“ Lögreglan sá sig knúna til að bregðast við Í fréttatilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem sögð er send vegna fréttaflutnings af aðgerðum sem Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu stóð að í Grafarvogi í gærkvöldi, segir að lögreglan vilji árétta að hún hafi verið þar til þess að gæta öryggis, eins og venjan sé í viðlíka málum. Af þeirri ástæðu fjórir óeinkennisklæddir lögreglumenn farið á staðinn til þess að tryggja öryggi fólks á vettvangi, líkt og lög kveða á um. „Þegar hins vegar afgreiðsla málsins dróst á langinn, mannfjölda dreif að og aðstæður breyttust á vettvangi var ákveðið að kalla eftir liðsauka þar sem öryggi fólks á vettvangi þótti ekki lengur tryggt. Lögreglumennirnir, sem fengu það hlutverk, voru einkennisklæddir, en þeir voru á vaktinni við almennt eftirlit annars staðar og brugðust hratt við þegar liðveislu þeirra var óskað í áðurnefndu máli. Hafði þá aðgerðin varað í tæplega tvær klukkustundir.“
Lögreglan Lögreglumál Reykjavík Fjölskyldumál Réttindi barna Mál Eddu Bjarkar Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira