Nýfarinn að þora út í fullum skrúða heima á Selfossi Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. október 2023 11:21 Siggi Ragnars stendur hér í fullum skrúða fyrir framan rútuna sína. Vísir/einar Sigurður Ragnarsson, Siggi Ragnars, er einn litríkasti rútubílstjóri landsins - í orðsins fyllstu merkingu. Hann mætir til vinnu í jakkafötum í öllum regnbogans litum á hverjum degi. Við hittum Sigga í Íslandi í dag í gær og fórum með honum á rúntinn. Siggi ekur skólabíl og sinnir einnig almennum hópferðaakstri. Einkennisklæðnaður hans í akstrinum var fyrst um sinn flísvesti. Hann skipti svo yfir í leðurvesti, á sand af leðurvestum eins og hann segir sjálfur, og loks sneri hann sér alfarið að litríkum jökkum og jakkafötum. Hann mætir aldrei í „venjulegum“ fötum í vinnuna lengur - og er raunar nýbyrjaður að skarta líka fullum skrúða úti meðal fólks í heimabænum, Selfossi. „Ég fór út í gær og náði mér í sushi. Áttaði mig á því að mig vantar kaffi og fer enn innar í búðina. Og það var bara annar hver maður sem sagði: Vá, rosalega ertu flottur, maður! Þarna var ég innan um allt þetta fólk. Fólk heillast af þessu. Og eins og núna, þegar eldri borgararnir eru komnir í pottinn, þá er mikið skrafað um mig,“ segir Siggi. „Stundum skil ég ekki sjálfan mig. Ég er feiminn að eðlisfari, var rosalega feiminn sem strákur. En svo í dag, ég hlýt bara að vera með athyglissýki! Ég er svo sjúkur í að láta taka eftir mér, það er nýtt hjá mér. En það er kannski bara út af því hvað ég fæ mikil viðbrögð.“ Brot úr viðtalinu við Sigga má horfa á í spilaranum hér fyrir ofan. Ísland í dag þáttinn í heild má nálgast á Stöð 2+. Ísland í dag Tíska og hönnun Árborg Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Siggi ekur skólabíl og sinnir einnig almennum hópferðaakstri. Einkennisklæðnaður hans í akstrinum var fyrst um sinn flísvesti. Hann skipti svo yfir í leðurvesti, á sand af leðurvestum eins og hann segir sjálfur, og loks sneri hann sér alfarið að litríkum jökkum og jakkafötum. Hann mætir aldrei í „venjulegum“ fötum í vinnuna lengur - og er raunar nýbyrjaður að skarta líka fullum skrúða úti meðal fólks í heimabænum, Selfossi. „Ég fór út í gær og náði mér í sushi. Áttaði mig á því að mig vantar kaffi og fer enn innar í búðina. Og það var bara annar hver maður sem sagði: Vá, rosalega ertu flottur, maður! Þarna var ég innan um allt þetta fólk. Fólk heillast af þessu. Og eins og núna, þegar eldri borgararnir eru komnir í pottinn, þá er mikið skrafað um mig,“ segir Siggi. „Stundum skil ég ekki sjálfan mig. Ég er feiminn að eðlisfari, var rosalega feiminn sem strákur. En svo í dag, ég hlýt bara að vera með athyglissýki! Ég er svo sjúkur í að láta taka eftir mér, það er nýtt hjá mér. En það er kannski bara út af því hvað ég fæ mikil viðbrögð.“ Brot úr viðtalinu við Sigga má horfa á í spilaranum hér fyrir ofan. Ísland í dag þáttinn í heild má nálgast á Stöð 2+.
Ísland í dag Tíska og hönnun Árborg Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira