Lína Móey greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni.
„Litla fallega stelpan okkar fékk nafnið Sóley Lív Sigurðardóttir þann 13 október, Siggi var líka mjög heppinn og fékk hring, öllum að óvörum,“ segir Lína Móey.
Fjölskylda og vinir voru saman komin á þessum tímamótum eins og sjá má á myndum sem Lína Móey birti á Facebook.
Smartland greindi fyrst frá og segir Línu Móey hafa beðið Sigurðar. Hún á fyrir tvo syni með John Snorra Sigurjónssyni heitnum, göngugarpi sem fórst á göngu á K2 að vetrarlagi í febrúar 2021. Þá á hún eitt barn úr fyrra sambandi.
Sigurður á tvö börn úr fyrra sambandi.