Óheimilt að krefjast ófrjósemisaðgerða en óvíst um útlit ytri kynfæra Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. október 2023 11:22 Hæstiréttur úrskurðaði um ófrjósemisaðgerðir en vísaði spurningu um útlit ytri kynfæra aftur á lægra dómstig. Getty/Gamma-Rapho/Yoshikazu Tsuno Hæstiréttur Japan hefur komist að þeirri niðurstöðu að það standist ekki stjórnarskrá landsins að krefjast þess að trans fólk gangist undir aðgerð til að tryggja að það geti ekki eignast börn. Samkvæmt lögum frá 2004 getur fólk í Japan aðeins fengið að breyta kynskráningu sinni í þjóðskrá ef það gengst undir umrædda aðgerð. Mannréttindadómstóll Evrópu, Alþjóðaheilbrigðisstofnunin og Sameinuðu þjóðirnar eru meðal þeirra sem hafa fordæmt lagasetninguna og sagt hana brjóta gegn mannréttindum fólks. Niðurstöðunni var fagnað af aðgerðasinnum og gagnrýnendum löggjafarinnar en minni hrifningu vakti önnur ákvörðun dómstólsins, sem vísaði þeirri spurningu til lægra dómstigs hvort gera ætti þá kröfu að viðkomandi hefði undirgengist aðgerð til að ytri kynfæri væru í takt við kynskráninguna. Málið var höfðað af ónefndri trans konu sem sagði niðurstöðuna um ófrjósemisaðgerðirnar hafa komið skemmtilega á óvart en að ákvörðun dómsins að vísa hinu álitaefninu áfram væru vonbrigði. Eins og stendur verða Japanir sem vilja breyta kynskráningu sinni að hafa verið greindir með kynama og uppfylla fimm önnur skilyrði: að vera orðnir 18 ára, að vera ógiftir, að eiga engin börn undir lögaldri, að vera með kynfæri sem „samrýmast“ hinu kyninu og að hafa engin eða óvirk æxlunarfæri. Lögmenn konunnar sögðu tvö síðastnefndu skilyrðin brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti hennar til lífs án fordóma en þau hefðu að auki í för með sér líkamlega þjáningu og kostnað. Ýmsir stjórnmálamenn og kvenréttindasamtök sögðu að ef dómstóllinn kæmist að þeirri niðurstöðu að breyta ætti lögunum myndi það valda ruglingi og grafa undan réttindum kvenna. Japan Hinsegin Málefni trans fólks Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Samkvæmt lögum frá 2004 getur fólk í Japan aðeins fengið að breyta kynskráningu sinni í þjóðskrá ef það gengst undir umrædda aðgerð. Mannréttindadómstóll Evrópu, Alþjóðaheilbrigðisstofnunin og Sameinuðu þjóðirnar eru meðal þeirra sem hafa fordæmt lagasetninguna og sagt hana brjóta gegn mannréttindum fólks. Niðurstöðunni var fagnað af aðgerðasinnum og gagnrýnendum löggjafarinnar en minni hrifningu vakti önnur ákvörðun dómstólsins, sem vísaði þeirri spurningu til lægra dómstigs hvort gera ætti þá kröfu að viðkomandi hefði undirgengist aðgerð til að ytri kynfæri væru í takt við kynskráninguna. Málið var höfðað af ónefndri trans konu sem sagði niðurstöðuna um ófrjósemisaðgerðirnar hafa komið skemmtilega á óvart en að ákvörðun dómsins að vísa hinu álitaefninu áfram væru vonbrigði. Eins og stendur verða Japanir sem vilja breyta kynskráningu sinni að hafa verið greindir með kynama og uppfylla fimm önnur skilyrði: að vera orðnir 18 ára, að vera ógiftir, að eiga engin börn undir lögaldri, að vera með kynfæri sem „samrýmast“ hinu kyninu og að hafa engin eða óvirk æxlunarfæri. Lögmenn konunnar sögðu tvö síðastnefndu skilyrðin brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti hennar til lífs án fordóma en þau hefðu að auki í för með sér líkamlega þjáningu og kostnað. Ýmsir stjórnmálamenn og kvenréttindasamtök sögðu að ef dómstóllinn kæmist að þeirri niðurstöðu að breyta ætti lögunum myndi það valda ruglingi og grafa undan réttindum kvenna.
Japan Hinsegin Málefni trans fólks Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira