Ósammála um breytt gatnamót við JL-húsið Bjarki Sigurðsson skrifar 21. október 2023 21:31 Hjálmar Sveinsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í umhverfis- og skipulagsráði og Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Ívar Fannar Deilt er um framkvæmdir við JL-húsið sem borgarfulltrúi Samfylkingarinnar segir gerðar í nafni umferðaröryggis. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir framkvæmdirnar óhjákvæmilegar eftir ítrekaðar kvartanir frá íbúum svæðisins. Uppfært 22. október klukkan 12:23: Staðhæfing um að til skoðunar væri að banna vinstri beygju frá Hringbraut yfir á Eiðsgranda er ekki rétt. Hægt er að lesa nánar um það í þessari frétt hér. Upphaflegu fréttina má enn lesa hér fyrir neðan. Gönguljós verða reist bæði á Eiðsgranda og á Ánanaustum en það er fyrsta skrefið í framkvæmdunum á svæðinu og eru hugmyndir um að ganga enn lengra í að bæta umferðaröryggi. Sú hugmynd sem hefur hvað mest verið rædd er umbreyting úr hringtorgi yfir í svokölluð T-gatnamót. Stærsta breytingin þar er líklegast sú að ekki yrði hægt að beygja til vinstri inn á Eiðsgranda frá Hringbraut. Rétt er að taka fram að ekki er búið að samþykkja þau áform enda einungis hugmynd meirihlutans um hvernig megi bæta umferðaröryggi á svæðinu. Vill göngubrú, ekki gönguljós Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir bæði áform fáránleg. „Hér verður að vera greiðfært fyrir akandi umferð og öruggt fyrir gangandi og hjólandi. Það teljum við ekki vera best gert með því að skapa umferðarteppu, fækka akreinunum eða ljósastýra umferð. Heldur með því að koma fyrir góðri göngu- og hjólabrú,“ segir Marta. Í lagi að tempra umferðina Hjálmar Sveinsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í umhverfis- og skipulagsráði, segir markmiðið vera skapa meira umferðaröryggi. „Ég sé þetta þannig að í umferðaröryggisáætlun forgöngum við öryggi gangandi vegfarenda. Ég held það sé í lagi að tempra örlítið bílaumferðina. Íbúar hér á svæðinu hafa í mjög mörg ár kvartað yfir allt of miklum hraða þannig ég tel þetta nauðsynlegt og óhjákvæmilegt. Þessar aðgerðir,“ segir Hjálmar. Íbúum svæðisins fjölgar Bæði benda þau á að mikil uppbygging sé á svæðinu og íbúum muni fjölga þar gífurlega á næstu árum. Þau eru þó ósammála um hvað það þýðir fyrir umferðina. „Umferðin mun leita annað. Það liggur augum uppi,“ segir Marta. „Hér munu flytja hundruð manna, örugglega margir með börn og unglinga. Þannig í mínum augum snúast þessar aðgerðir hér um að gera þetta vistvænna, mannvænna og öruggara umhverfi niður þessa fallegu strandlengju,“ segir Hjálmar. Samgöngur Skipulag Reykjavík Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Umferðaröryggi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Sjá meira
Uppfært 22. október klukkan 12:23: Staðhæfing um að til skoðunar væri að banna vinstri beygju frá Hringbraut yfir á Eiðsgranda er ekki rétt. Hægt er að lesa nánar um það í þessari frétt hér. Upphaflegu fréttina má enn lesa hér fyrir neðan. Gönguljós verða reist bæði á Eiðsgranda og á Ánanaustum en það er fyrsta skrefið í framkvæmdunum á svæðinu og eru hugmyndir um að ganga enn lengra í að bæta umferðaröryggi. Sú hugmynd sem hefur hvað mest verið rædd er umbreyting úr hringtorgi yfir í svokölluð T-gatnamót. Stærsta breytingin þar er líklegast sú að ekki yrði hægt að beygja til vinstri inn á Eiðsgranda frá Hringbraut. Rétt er að taka fram að ekki er búið að samþykkja þau áform enda einungis hugmynd meirihlutans um hvernig megi bæta umferðaröryggi á svæðinu. Vill göngubrú, ekki gönguljós Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir bæði áform fáránleg. „Hér verður að vera greiðfært fyrir akandi umferð og öruggt fyrir gangandi og hjólandi. Það teljum við ekki vera best gert með því að skapa umferðarteppu, fækka akreinunum eða ljósastýra umferð. Heldur með því að koma fyrir góðri göngu- og hjólabrú,“ segir Marta. Í lagi að tempra umferðina Hjálmar Sveinsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í umhverfis- og skipulagsráði, segir markmiðið vera skapa meira umferðaröryggi. „Ég sé þetta þannig að í umferðaröryggisáætlun forgöngum við öryggi gangandi vegfarenda. Ég held það sé í lagi að tempra örlítið bílaumferðina. Íbúar hér á svæðinu hafa í mjög mörg ár kvartað yfir allt of miklum hraða þannig ég tel þetta nauðsynlegt og óhjákvæmilegt. Þessar aðgerðir,“ segir Hjálmar. Íbúum svæðisins fjölgar Bæði benda þau á að mikil uppbygging sé á svæðinu og íbúum muni fjölga þar gífurlega á næstu árum. Þau eru þó ósammála um hvað það þýðir fyrir umferðina. „Umferðin mun leita annað. Það liggur augum uppi,“ segir Marta. „Hér munu flytja hundruð manna, örugglega margir með börn og unglinga. Þannig í mínum augum snúast þessar aðgerðir hér um að gera þetta vistvænna, mannvænna og öruggara umhverfi niður þessa fallegu strandlengju,“ segir Hjálmar.
Samgöngur Skipulag Reykjavík Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Umferðaröryggi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Sjá meira