Ofnotkun á nefspreyi geti endað í vítahring Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 20. október 2023 22:22 Vilborg Halldórsdóttir er lyfjafræðingur hjá Lyfju. Vísir/Getty Nefúði getur verið ávanabindandi og notkun hans getur orðið að ákveðnum vítahring. Lyfja gaf nýlega út bækling þar sem þeir, sem nota úðann of mikið, er varaðir við og hjálpað að hætta. Lyfjafræðingur segir að ofnotkun geti orðið að krónísku vandamáli. Nefsprey, nefúði eða nefdropar eru ólyfseðilsskyldir en notkun þeirra hefur aukist undanfarin ár. Fréttastofa ræddi til að mynda við háls-, nef- og eyrnalækni fyrir sjö árum síðan og sagði hann þá fjölda leita sér hjálpar vegna fíknar í nefsprey. Vandamálið virðist alls ekki úr sögunni en rætt var við lyfjafræðinginn Vilborgu Halldórsdóttur hjá Lyfju í Reykjavík síðdegis í dag. Tilefnið var útgáfa nýs bæklings Lyfju, þar sem farið er yfir leiðir til að hætta að nota nefúða. „Ég hef ekki tölulegar upplýsingar [um það, hversu margir eru háðir nefúða] en þetta er að minnsta kosti það algengt að við sáum ástæðu til hjá Lyfju, bæði að búa til bækling um hvernig þú getur losað þig við þennan ávana, og eins að setja það inn í okkar þjálfun að vara fólk við því í hvert skipti sem það kaupir úða. Þetta losar ákveðna bólgu en svo myndast í raun líka ákveðin bólga. Svo ef þetta gengur í nógu langan tíma þá verður í rauninni krónísk bólga í nefslímhúðinni.“ segir Vilborg. Verði að krónískum vanda Hún segir að nota eigi úðann í hámarki viku, tíu daga í senn, en margir geri sér hreinlega ekki grein fyrir því að ofnotkun geti endað illa. „Þetta er náttúrulega notað yfirleitt sem einkennameðferð í kvefi eða einhverjum svona flensum. Þannig þetta er í rauninni bara til að bæta líðan þangað til að veikindin ganga yfir. Þetta í rauninni minnkar slímmyndun í nefinu og síðan verður þetta að krónískum vanda, að það verða bólgur og eftir langan tíma getur þetta farið að valda breytingum á starfsemi nefsins sem er svona okkar loftræstikerfi.“ Bataferli geti tekið allt að þrjá mánuði Hún segir einstaklingsbundið hve langan tíma það taki að hætta notkun nefspreysins. Það fari eftir því hversu slæmt ástandið er, en geti jafnvel tekið allt að þrjá mánuði. Standi bataferlið lengur yfir mælir Vilborg með því að fólk leiti til læknis. „Þetta er ekki ávanabindandi efni líkamlega en það er í raun og veru notkunin á því sem verður ávanabindandi. Þú myndar ekki líkamlega fíkn en þú myndar ávana af því þú ert alltaf stíflaður [...] Þér finnst þú fara að þurfa að nota það oftar og oftar og ert kominn langt yfir ráðlagða notkun og tímann. Og í rauninni upplifir alltaf styttra á milli þess sem nefið er stíflað. Þetta er vítahringur, þetta er ekki beint fíkn en þetta verður svona vítahringur.“ Fólk verði hissa Fyrir þá sem ætla að hætta að nota nefsprey segir Vilborg að ýmsar leiðir standi til boða. Það séu ákveðin steralyf í nefúðaformi sem reynst geti vel og þá geti saltvatnssprey, náttúrulegar lausnir, hjálpað. „Maður verður stundum var við það þegar maður er að tala við fólk að það er eins og það átti sig ekki á því að það, að það sé alltaf að nota spreyið, sé vandamál. Af því þetta hefur auðvitað engin áhrif á frammistöðu eða neitt slíkt. Svo þegar einhver nefnir að þú megir ekki nota þetta af því þú getur orðið háð notkuninni þá verður fólk jafnvel hissa.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Reykjavík síðdegis Heilsa Heilbrigðismál Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Sjá meira
Nefsprey, nefúði eða nefdropar eru ólyfseðilsskyldir en notkun þeirra hefur aukist undanfarin ár. Fréttastofa ræddi til að mynda við háls-, nef- og eyrnalækni fyrir sjö árum síðan og sagði hann þá fjölda leita sér hjálpar vegna fíknar í nefsprey. Vandamálið virðist alls ekki úr sögunni en rætt var við lyfjafræðinginn Vilborgu Halldórsdóttur hjá Lyfju í Reykjavík síðdegis í dag. Tilefnið var útgáfa nýs bæklings Lyfju, þar sem farið er yfir leiðir til að hætta að nota nefúða. „Ég hef ekki tölulegar upplýsingar [um það, hversu margir eru háðir nefúða] en þetta er að minnsta kosti það algengt að við sáum ástæðu til hjá Lyfju, bæði að búa til bækling um hvernig þú getur losað þig við þennan ávana, og eins að setja það inn í okkar þjálfun að vara fólk við því í hvert skipti sem það kaupir úða. Þetta losar ákveðna bólgu en svo myndast í raun líka ákveðin bólga. Svo ef þetta gengur í nógu langan tíma þá verður í rauninni krónísk bólga í nefslímhúðinni.“ segir Vilborg. Verði að krónískum vanda Hún segir að nota eigi úðann í hámarki viku, tíu daga í senn, en margir geri sér hreinlega ekki grein fyrir því að ofnotkun geti endað illa. „Þetta er náttúrulega notað yfirleitt sem einkennameðferð í kvefi eða einhverjum svona flensum. Þannig þetta er í rauninni bara til að bæta líðan þangað til að veikindin ganga yfir. Þetta í rauninni minnkar slímmyndun í nefinu og síðan verður þetta að krónískum vanda, að það verða bólgur og eftir langan tíma getur þetta farið að valda breytingum á starfsemi nefsins sem er svona okkar loftræstikerfi.“ Bataferli geti tekið allt að þrjá mánuði Hún segir einstaklingsbundið hve langan tíma það taki að hætta notkun nefspreysins. Það fari eftir því hversu slæmt ástandið er, en geti jafnvel tekið allt að þrjá mánuði. Standi bataferlið lengur yfir mælir Vilborg með því að fólk leiti til læknis. „Þetta er ekki ávanabindandi efni líkamlega en það er í raun og veru notkunin á því sem verður ávanabindandi. Þú myndar ekki líkamlega fíkn en þú myndar ávana af því þú ert alltaf stíflaður [...] Þér finnst þú fara að þurfa að nota það oftar og oftar og ert kominn langt yfir ráðlagða notkun og tímann. Og í rauninni upplifir alltaf styttra á milli þess sem nefið er stíflað. Þetta er vítahringur, þetta er ekki beint fíkn en þetta verður svona vítahringur.“ Fólk verði hissa Fyrir þá sem ætla að hætta að nota nefsprey segir Vilborg að ýmsar leiðir standi til boða. Það séu ákveðin steralyf í nefúðaformi sem reynst geti vel og þá geti saltvatnssprey, náttúrulegar lausnir, hjálpað. „Maður verður stundum var við það þegar maður er að tala við fólk að það er eins og það átti sig ekki á því að það, að það sé alltaf að nota spreyið, sé vandamál. Af því þetta hefur auðvitað engin áhrif á frammistöðu eða neitt slíkt. Svo þegar einhver nefnir að þú megir ekki nota þetta af því þú getur orðið háð notkuninni þá verður fólk jafnvel hissa.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Reykjavík síðdegis Heilsa Heilbrigðismál Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Sjá meira