Dómari hótar að fangelsa Trump Samúel Karl Ólason skrifar 20. október 2023 16:27 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. AP/Michael M Santiago Dómari í New York hefur hótað því að fangelsa Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, vegna færslu um aðstoðarmann dómarans á samfélagsmiðlum. Færslan er brot á skipun dómarans um að Trump mætti ekki tjá sig opinberlega um starfsmenn dómsins. Arthur Engoron, umræddur dómari, situr yfir réttarhöldum gegn Trump í máli þar sem hann hefur verið sakfelldur fyrir að gera of lítið eða of mikið úr eigum sínum, eftir því hvað hentar honum hverju sinni. Þannig er Trump sagður hafa platað banka og tryggingafyrirtæki frá árinu 2011 til ársins 2021. Saksóknarar hafa farið fram á að Trump verði gert að greiða 250 milljónir dala í sekt og honum og sonum hans verði bannað stunda viðskipti í New York. Þá verði fyrirtæki hans meinað að sýsla með fasteignir í ríkinu í fimm ár. Sjá einnig: Hafi hagnast um hundrað milljónir dala á haugalygi Engoron bannaði Trump nýverið að tjá sig opinberlega um starfsmenn dómsins, eftir að Trump birti færslu á sínum eigin samfélagsmiðli, Truth Social, þar sem hann gerði lítið úr Allison Greenfield, aðstoðarmanni dómarans. Í frétt NBC News er farið yfir hvernigTrump hefur einnig gagnrýnt Engoron sjálfan í opinberum yfirlýsingum og fjáröflunartölvupóstum. Sjá einnig: Dómari bannar Trump að tjá sig opinberlega um starfsmenn dómsins Þessi færsla var þó ekki fjarlægð af kosningavef Trumps fyrr en í gærkvöldi, eftir að dómarinn kvartaði yfir því. Í dómsal í morgun sagði Engoron lygar sem þessar gætu og hefðu leitt til líkamlegs skaða fólks. Þá spurði hann af hverju hann ætti ekki að sekta Trump eða fangelsa hann. Lögmaður Trumps svaraði á þann veg að um mistök hefði verið að ræða. Starfsmönnum Trumps hefði yfirsést færslan á vefsíðunni og að hún hefði verið fjarlægð um leið og bent var á hana. Engoron sagðist ætla að taka það til íhugunar en sagði að Trump bæri ábyrgð á því sem birtist á kosningasíðu hans. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Játar og gæti borið vitni gegn Trump Lögmaðurinn Sydney Powell, sem tók virkan þátt í tilraunum Donalds Trump, fyrrverandi forseta, við að reyna að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020, hefur gengist við brotum sínum í Georgíu. Hún hefur gert samkomulag um að bera vitni gegn öðrum sakborningum, þeirra á meðal Trump, og var dæmd á sex ára skilorð. 19. október 2023 15:29 Ver fúlgum fjár í lögmenn Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, halar inn peningum frá stuðningsmönnum sínum en ver stórum hluta peninganna í lögfræðingakostnað. Á sama tíma aflar hann fjár á grundvelli dómsmála gegn honum. 18. október 2023 08:14 Ræddi ríkisleyndarmál við ástralskan auðjöfur Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er talinn hafa sagt áströlskum auðjöfri ríkisleyndarmál um bandaríska kjarnorkukafbáta og kjarnorkuvopn. Þetta er Trump sagður hafa gert á viðburði í Mar-a-Lago, heimili og sveitaklúbbi hans, eftir að hann flutti úr Hvíta húsinu. 6. október 2023 09:11 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Sjá meira
Arthur Engoron, umræddur dómari, situr yfir réttarhöldum gegn Trump í máli þar sem hann hefur verið sakfelldur fyrir að gera of lítið eða of mikið úr eigum sínum, eftir því hvað hentar honum hverju sinni. Þannig er Trump sagður hafa platað banka og tryggingafyrirtæki frá árinu 2011 til ársins 2021. Saksóknarar hafa farið fram á að Trump verði gert að greiða 250 milljónir dala í sekt og honum og sonum hans verði bannað stunda viðskipti í New York. Þá verði fyrirtæki hans meinað að sýsla með fasteignir í ríkinu í fimm ár. Sjá einnig: Hafi hagnast um hundrað milljónir dala á haugalygi Engoron bannaði Trump nýverið að tjá sig opinberlega um starfsmenn dómsins, eftir að Trump birti færslu á sínum eigin samfélagsmiðli, Truth Social, þar sem hann gerði lítið úr Allison Greenfield, aðstoðarmanni dómarans. Í frétt NBC News er farið yfir hvernigTrump hefur einnig gagnrýnt Engoron sjálfan í opinberum yfirlýsingum og fjáröflunartölvupóstum. Sjá einnig: Dómari bannar Trump að tjá sig opinberlega um starfsmenn dómsins Þessi færsla var þó ekki fjarlægð af kosningavef Trumps fyrr en í gærkvöldi, eftir að dómarinn kvartaði yfir því. Í dómsal í morgun sagði Engoron lygar sem þessar gætu og hefðu leitt til líkamlegs skaða fólks. Þá spurði hann af hverju hann ætti ekki að sekta Trump eða fangelsa hann. Lögmaður Trumps svaraði á þann veg að um mistök hefði verið að ræða. Starfsmönnum Trumps hefði yfirsést færslan á vefsíðunni og að hún hefði verið fjarlægð um leið og bent var á hana. Engoron sagðist ætla að taka það til íhugunar en sagði að Trump bæri ábyrgð á því sem birtist á kosningasíðu hans.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Játar og gæti borið vitni gegn Trump Lögmaðurinn Sydney Powell, sem tók virkan þátt í tilraunum Donalds Trump, fyrrverandi forseta, við að reyna að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020, hefur gengist við brotum sínum í Georgíu. Hún hefur gert samkomulag um að bera vitni gegn öðrum sakborningum, þeirra á meðal Trump, og var dæmd á sex ára skilorð. 19. október 2023 15:29 Ver fúlgum fjár í lögmenn Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, halar inn peningum frá stuðningsmönnum sínum en ver stórum hluta peninganna í lögfræðingakostnað. Á sama tíma aflar hann fjár á grundvelli dómsmála gegn honum. 18. október 2023 08:14 Ræddi ríkisleyndarmál við ástralskan auðjöfur Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er talinn hafa sagt áströlskum auðjöfri ríkisleyndarmál um bandaríska kjarnorkukafbáta og kjarnorkuvopn. Þetta er Trump sagður hafa gert á viðburði í Mar-a-Lago, heimili og sveitaklúbbi hans, eftir að hann flutti úr Hvíta húsinu. 6. október 2023 09:11 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Sjá meira
Játar og gæti borið vitni gegn Trump Lögmaðurinn Sydney Powell, sem tók virkan þátt í tilraunum Donalds Trump, fyrrverandi forseta, við að reyna að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020, hefur gengist við brotum sínum í Georgíu. Hún hefur gert samkomulag um að bera vitni gegn öðrum sakborningum, þeirra á meðal Trump, og var dæmd á sex ára skilorð. 19. október 2023 15:29
Ver fúlgum fjár í lögmenn Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, halar inn peningum frá stuðningsmönnum sínum en ver stórum hluta peninganna í lögfræðingakostnað. Á sama tíma aflar hann fjár á grundvelli dómsmála gegn honum. 18. október 2023 08:14
Ræddi ríkisleyndarmál við ástralskan auðjöfur Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er talinn hafa sagt áströlskum auðjöfri ríkisleyndarmál um bandaríska kjarnorkukafbáta og kjarnorkuvopn. Þetta er Trump sagður hafa gert á viðburði í Mar-a-Lago, heimili og sveitaklúbbi hans, eftir að hann flutti úr Hvíta húsinu. 6. október 2023 09:11
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“