Morðhótunum rignir yfir leiðtogalausa Repúblikana Samúel Karl Ólason skrifar 20. október 2023 15:20 Kevin McCarthy tilnefndi Jim Jordan í atkvæðagreiðslunni í dag. AP/J. Scott Applewhite Þingmenn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings greiddu í dag atkvæði gegn því að gera Jim Jordan að þingforseta. Þetta var í þriðja sinn sem þingmenn höfnuðu honum og lá í raun fyrir áður en atkvæðagreiðslan fór fram að hann yrði ekki þingforseti. Gífurleg óreiða ríkir í fulltrúadeildinni og þá alfarið innan þingflokks Repúblikanaflokksins, sem er með nauman meirihluta. Fulltrúadeildin skiptist milli flokka 221-212. Mikil bræði er innan þingflokks Repúblikana og að miklu leyti vegna þeirra aðferða sem Jordan og bandamenn hans hafa beitt gagn þingmönnum sem hafa ekki viljað veita honum atkvæði. Morðhótunum hefur rignt yfir þessa þingmenn og fjölskyldur þeirra. AP fréttaveitan hefur eftir einum að eiginkona hans hafi sofið með hlaðna byssu nærri sér, eftir að henni bárust morðhótanir. Sumir segja þetta hafa fest afstöðu þeirra í sessi og heita því að veita Jordan aldrei atkvæði. Atkvæðagreiðslunni er ekki lokið þegar þetta er skrifað, hún er ekki hálfnuð, en ljóst er að Jordan nær ekki kjöri. (Uppfært: 25 þingmenn Repúblikanaflokksins, neituðu að veita Jordan atkvæði og hefur þeim fjölgað frá því síðast.) Óreiðan ræður ríkjum Eins og þekkt er var Kevin McCarthy vikið úr embætti þingforseta í byrjun mánaðarins þegar átta Repúblikanar og allir þingmenn Demókrataflokksins greiddu atkvæði með vantrauststillögu gegn honum. Þingmennirnir átta voru þeir sömu og komu lengi í veg fyrir að hann yrði forseti í upphafi kjörtímabilsins. Þetta var í fyrsta sinn í sögu Bandaríkjanna sem þingforseta var vikið úr embætti. Eftir deilur innan flokksins var Steve Scalise tilnefndur til embættisins eftir að hann sigraði Jordan í atkvæðagreiðslu hjá þingflokknum. Hann dró framboð sitt þó til baka degi síðar, þegar ljóst var að hann naut ekki nægilegs stuðnings til að tryggja sér embættið en bandamenn Scalise hafa sakað Jordan um að grafa undan honum. Jordan fékk því næst tilnefninguna en í fyrstu atkvæðagreiðslunni greiddu tuttugu þingmenn Repúblikanaflokksins atkvæði gegn honum og fjölgaði þeim í seinni atkvæðagreiðslunni. Sjá einnig: Fékk færri atkvæði í seinna skiptið en vill reyna aftur, aftur Þá skoðuðu Repúblikanar það að gera Patrick McHenry, starfandi þingforseta, að tímabundnum forseta en ekki náðist samkomulag um það. Sem starfandi þingforseti hefur McCarthy ekki heimild til að sitja yfir atkvæðagreiðslum um annað en leitina að nýjum forseta. Þingið er því lamað þar til sá finnst. Jordan hefur reynt að fá Scalise til að halda ræðu og tilnefna sig til embættis en hann hefur ekki gert það. Að þessu sinni var það Kevin McCarthy sem hélt ræðu um tilnefningu Jordans og lofaði hann í hástert. Á sama tíma skaut hann skotum að Demókrötum. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tuttugu Repúblikanar greiddu atkvæði gegn Jordan Tuttugu þingmenn Repúblikanaflokksins greiddu í gær atkvæði gegn því að Jim Jordan yrði næsti forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Jordan er þó borubrattur og stefnir á aðra atkvæðagreiðslu seinna í dag. 18. október 2023 12:10 Bein útsending: Jordan gerir atrennu að embætti þingforseta Þingmenn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings greiða í dag atkvæði um hvort Jim Jorda, Repúblikani, verði næsti forseti fulltrúadeildarinnar. Útlit er fyrir að Jordan hafi ekki tekist að tryggja sér nægilega mörg atkvæði úr eigin þingflokki. 17. október 2023 15:01 Sundraðir Repúblikanar gefa sér viku Átta Repúblikanar, af 220 í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, veltu Kevin McCarthy, fyrrverandi forseta fulltrúadeildarinnar, úr sessi í gærkvöldi. Þetta eru margir af sömu þingmönnunum og komu lengi í veg fyrir að hann yrði forseti í upphafi kjörtímabilsins. 4. október 2023 13:32 McCarthy steypt af stóli í sögulegri atkvæðagreiðslu Kevin McCarthy, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur verið vikið úr embætti sínu eftir atkvæðagreiðslu sem fram fór í dag í kjölfar vantrauststillögu sem lögð var fram á hendur honum í gær. 3. október 2023 22:32 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Gífurleg óreiða ríkir í fulltrúadeildinni og þá alfarið innan þingflokks Repúblikanaflokksins, sem er með nauman meirihluta. Fulltrúadeildin skiptist milli flokka 221-212. Mikil bræði er innan þingflokks Repúblikana og að miklu leyti vegna þeirra aðferða sem Jordan og bandamenn hans hafa beitt gagn þingmönnum sem hafa ekki viljað veita honum atkvæði. Morðhótunum hefur rignt yfir þessa þingmenn og fjölskyldur þeirra. AP fréttaveitan hefur eftir einum að eiginkona hans hafi sofið með hlaðna byssu nærri sér, eftir að henni bárust morðhótanir. Sumir segja þetta hafa fest afstöðu þeirra í sessi og heita því að veita Jordan aldrei atkvæði. Atkvæðagreiðslunni er ekki lokið þegar þetta er skrifað, hún er ekki hálfnuð, en ljóst er að Jordan nær ekki kjöri. (Uppfært: 25 þingmenn Repúblikanaflokksins, neituðu að veita Jordan atkvæði og hefur þeim fjölgað frá því síðast.) Óreiðan ræður ríkjum Eins og þekkt er var Kevin McCarthy vikið úr embætti þingforseta í byrjun mánaðarins þegar átta Repúblikanar og allir þingmenn Demókrataflokksins greiddu atkvæði með vantrauststillögu gegn honum. Þingmennirnir átta voru þeir sömu og komu lengi í veg fyrir að hann yrði forseti í upphafi kjörtímabilsins. Þetta var í fyrsta sinn í sögu Bandaríkjanna sem þingforseta var vikið úr embætti. Eftir deilur innan flokksins var Steve Scalise tilnefndur til embættisins eftir að hann sigraði Jordan í atkvæðagreiðslu hjá þingflokknum. Hann dró framboð sitt þó til baka degi síðar, þegar ljóst var að hann naut ekki nægilegs stuðnings til að tryggja sér embættið en bandamenn Scalise hafa sakað Jordan um að grafa undan honum. Jordan fékk því næst tilnefninguna en í fyrstu atkvæðagreiðslunni greiddu tuttugu þingmenn Repúblikanaflokksins atkvæði gegn honum og fjölgaði þeim í seinni atkvæðagreiðslunni. Sjá einnig: Fékk færri atkvæði í seinna skiptið en vill reyna aftur, aftur Þá skoðuðu Repúblikanar það að gera Patrick McHenry, starfandi þingforseta, að tímabundnum forseta en ekki náðist samkomulag um það. Sem starfandi þingforseti hefur McCarthy ekki heimild til að sitja yfir atkvæðagreiðslum um annað en leitina að nýjum forseta. Þingið er því lamað þar til sá finnst. Jordan hefur reynt að fá Scalise til að halda ræðu og tilnefna sig til embættis en hann hefur ekki gert það. Að þessu sinni var það Kevin McCarthy sem hélt ræðu um tilnefningu Jordans og lofaði hann í hástert. Á sama tíma skaut hann skotum að Demókrötum.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tuttugu Repúblikanar greiddu atkvæði gegn Jordan Tuttugu þingmenn Repúblikanaflokksins greiddu í gær atkvæði gegn því að Jim Jordan yrði næsti forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Jordan er þó borubrattur og stefnir á aðra atkvæðagreiðslu seinna í dag. 18. október 2023 12:10 Bein útsending: Jordan gerir atrennu að embætti þingforseta Þingmenn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings greiða í dag atkvæði um hvort Jim Jorda, Repúblikani, verði næsti forseti fulltrúadeildarinnar. Útlit er fyrir að Jordan hafi ekki tekist að tryggja sér nægilega mörg atkvæði úr eigin þingflokki. 17. október 2023 15:01 Sundraðir Repúblikanar gefa sér viku Átta Repúblikanar, af 220 í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, veltu Kevin McCarthy, fyrrverandi forseta fulltrúadeildarinnar, úr sessi í gærkvöldi. Þetta eru margir af sömu þingmönnunum og komu lengi í veg fyrir að hann yrði forseti í upphafi kjörtímabilsins. 4. október 2023 13:32 McCarthy steypt af stóli í sögulegri atkvæðagreiðslu Kevin McCarthy, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur verið vikið úr embætti sínu eftir atkvæðagreiðslu sem fram fór í dag í kjölfar vantrauststillögu sem lögð var fram á hendur honum í gær. 3. október 2023 22:32 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Tuttugu Repúblikanar greiddu atkvæði gegn Jordan Tuttugu þingmenn Repúblikanaflokksins greiddu í gær atkvæði gegn því að Jim Jordan yrði næsti forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Jordan er þó borubrattur og stefnir á aðra atkvæðagreiðslu seinna í dag. 18. október 2023 12:10
Bein útsending: Jordan gerir atrennu að embætti þingforseta Þingmenn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings greiða í dag atkvæði um hvort Jim Jorda, Repúblikani, verði næsti forseti fulltrúadeildarinnar. Útlit er fyrir að Jordan hafi ekki tekist að tryggja sér nægilega mörg atkvæði úr eigin þingflokki. 17. október 2023 15:01
Sundraðir Repúblikanar gefa sér viku Átta Repúblikanar, af 220 í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, veltu Kevin McCarthy, fyrrverandi forseta fulltrúadeildarinnar, úr sessi í gærkvöldi. Þetta eru margir af sömu þingmönnunum og komu lengi í veg fyrir að hann yrði forseti í upphafi kjörtímabilsins. 4. október 2023 13:32
McCarthy steypt af stóli í sögulegri atkvæðagreiðslu Kevin McCarthy, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur verið vikið úr embætti sínu eftir atkvæðagreiðslu sem fram fór í dag í kjölfar vantrauststillögu sem lögð var fram á hendur honum í gær. 3. október 2023 22:32