Mygla varð til þess að báðum yfirlæknum var sagt upp Árni Sæberg skrifar 20. október 2023 11:05 Jón Helgi Björnsson er forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands. Vísir Báðum yfirlæknum heilsugæslunnar á Akureyri hefur verið sagt upp störfum en boðið að starfa áfram sem heimilislæknar. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands segir að uppsagnir hafi verið nauðsynlegar eftir að áform um að halda úti tveimur heilsugæslustöðvum í bænum runnu út í sandinn. Jóni Torfa Halldórssyni og Val Helga Kristinssyni, yfirlæknum heilsugæslunnar á Akureyri hefur verið sagt upp störfum vegna skipulagsbreytinga. Uppsagnirnar taka gildi um áramótin og ein staða yfirlæknis hefur þegar verið auglýst. Akureyri.net greindi fyrst frá þessu. Mygla breytti stöðunni Jón Helgi Björnsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands segir í samtali við Vísi að til hafi staðið að kljúfa heilsugæslustöðina á Akureyri í tvennt og starfrækja tvær slíkar í bænum. Þau áform hafi farið út af sporinu þegar mygla greindist í heilsugæslustöðinni að Hafnarstræti. „Núna verður í raun bara ein starfstöð og þá teljum við eðlilegra, varðandi stjórnunina, að það verði einn yfirstjórnandi.“ Þá segir hann að frekari skipulagsbreytingar séu í farvatninu á heilsugæslunni. Til standi að fækka deildarstjórum og minnka múra á milli deilda, eins og hann orðar það. Annar útilokar að sækja um Jón Helgi segir að bæði Jóni Torfa og Val Helga hafi verið boðið að starfa áfram sem heimilislæknar og þeir geti auðvitað sótt um stöðu yfirlæknis. Hann segist þó ekki vita hver afstaða læknanna tveggja sé til þess. Akureyri. net hefur eftir Val Helga að hann muni hvorki þiggja boð um áframhaldandi starf né sækja um stöðuna, traust hans til stjórnenda sé að engu orðið. Þá er haft eftir Jóni Torfa að hann íhugi stöðu sína hvað bæði atriði varðar. Þá hefur læknaráð heilsugæslunnar sent frá sér ályktun þar sem uppsögn yfirlæknanna er fordæmd og þess krafist að hún verði dregin til baka. Jón Helgi segir að stjórnendum stofnunarinnar þyki leitt að mönnum hafi mislíkað hvernig breytingarnar bar að. Akureyri Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Norðurlands Mygla Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Jóni Torfa Halldórssyni og Val Helga Kristinssyni, yfirlæknum heilsugæslunnar á Akureyri hefur verið sagt upp störfum vegna skipulagsbreytinga. Uppsagnirnar taka gildi um áramótin og ein staða yfirlæknis hefur þegar verið auglýst. Akureyri.net greindi fyrst frá þessu. Mygla breytti stöðunni Jón Helgi Björnsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands segir í samtali við Vísi að til hafi staðið að kljúfa heilsugæslustöðina á Akureyri í tvennt og starfrækja tvær slíkar í bænum. Þau áform hafi farið út af sporinu þegar mygla greindist í heilsugæslustöðinni að Hafnarstræti. „Núna verður í raun bara ein starfstöð og þá teljum við eðlilegra, varðandi stjórnunina, að það verði einn yfirstjórnandi.“ Þá segir hann að frekari skipulagsbreytingar séu í farvatninu á heilsugæslunni. Til standi að fækka deildarstjórum og minnka múra á milli deilda, eins og hann orðar það. Annar útilokar að sækja um Jón Helgi segir að bæði Jóni Torfa og Val Helga hafi verið boðið að starfa áfram sem heimilislæknar og þeir geti auðvitað sótt um stöðu yfirlæknis. Hann segist þó ekki vita hver afstaða læknanna tveggja sé til þess. Akureyri. net hefur eftir Val Helga að hann muni hvorki þiggja boð um áframhaldandi starf né sækja um stöðuna, traust hans til stjórnenda sé að engu orðið. Þá er haft eftir Jóni Torfa að hann íhugi stöðu sína hvað bæði atriði varðar. Þá hefur læknaráð heilsugæslunnar sent frá sér ályktun þar sem uppsögn yfirlæknanna er fordæmd og þess krafist að hún verði dregin til baka. Jón Helgi segir að stjórnendum stofnunarinnar þyki leitt að mönnum hafi mislíkað hvernig breytingarnar bar að.
Akureyri Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Norðurlands Mygla Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira