Fólkinu sem kom stúlkunni til bjargar er verulega brugðið Helena Rós Sturludóttir skrifar 19. október 2023 09:21 Drengirnir sem köstuðu stíflueyðinum í stúlkuna á lóð Breiðagerðisskóla hafa birt myndbönd af heimatilbúnum sprengjum og flugeldum á samfélagsmiðlinum TikTok. Vilhelm/Tiktok Stíflueyðir sem ungmenni köstuðu í andlit tólf ára stúlku á skólalóð Breiðagerðisskóla í Reykjavík hefur verið tekinn úr sölu í verslunum Hagkaups. Framkvæmdastjóri Foreldrahúss segir foreldra verða að fylgjast með því sem börn þeirra horfa á á samfélagsmiðlum. Fólkinu sem kom stúlkunni til bjargar var verulega brugðið. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Við hrukkum í kút við að sjá þessar fréttir og spurðum okkur hvað getum við gert og fórum strax í að innkalla þessar vörur úr okkar búðum og klukkutíma síðar voru þær allar farnar úr sölu,“ segir Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaups. Í dag taki í gildi nýjar reglur í verslunum Hagkaups. „Við ætlum að setja ákveðnar vörur sem við flokkum sem hættulegar undir svona ákveðinn spurningalista í kassakerfinu þar sem við spyrjum spurninga hvort að viðkomandi kaupandi sé orðinn sextán ára,“ segir Sigurður. Verslunin ein og sér muni þó ekki leysa þetta verkefni. „Ég held að við þurfum öll sem eigum börn að líta í eigin barm og segja á hvaða stað erum við og hvað getum við gert. Viljum við vera á þessum stað?“ Fréttastofa náði ekki tali af skólastjórnendum Breiðagerðisskóla í gær þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Skólastjórnendur sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem fram kom meðal annars að enn sé ekki ljóst hvort stúlkan muni hljóta varanlega skaða af. Rétt fyrstu viðbrögð stúlkunnar sem og þeirra sem hún leitaði til í nærliggjandi húsi hafi án efa dregið úr skaðanum. Það hafi vonandi komið í veg fyrir varanlegan skaða. Fréttastofa náði tali af fólkinu sem stúlkan leitaði til. Þau vilja ekki láta nafn síns getið og er mikið brugðið eftir þetta áfall. Þau segjast strax hafa áttað sig á því að stúlkan væri mjög slösuð án þess þó að vita hvað hefði nákvæmlega gerst. Í ljósi þess að stúlkan átti erfitt með að opna augun auk þess að finna fyrir brunatilfinningu í munni hafi þau brugðið á það ráð að skola augu hennar og öndunarfæri með vatni og mjólk á meðan þau biðu eftir sjúkrabíl. Rannsóknarlögreglumaður sagði í kvöldfréttum okkar í fyrradag að svo virtist sem árásin hafi verið tilefnislaus. Drengirnir hafi verið að herma eftir athæfi sem þeir sáu á Youtube. Þessir sömu drengir hafi verið búnir að kaupa þennan tiltekna stíflueyði og búið til sprengjur sem þeir hafi sprengt á víð og dreif. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa drengirnir tekið upp sprengingar og sett myndbönd á samfélagsmiðilinn TikTok. Berglind Gunnarsdóttir er framkvæmdastjóri Foreldrahúss.Vísir/Einar Berglind Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Foreldrahúss, segir foreldra verða að fylgjast með því sem börn þeirra skoði á samfélagsmiðlum. „Eru þau að horfa á eitthvað gagnlegt eða einhvern sora hreinlega og eitthvað sem er hættulegt og varðar jafnvel lög. Það er mikilvægt að taka samtalið,“ segir hún. „Við berum ábyrgð á börnunum okkar og hver á að fylgjast með þeim ef það eru ekki foreldrar. Ég sé enga aðra,“ segir Berglind. Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Grunnskólar Samfélagsmiðlar Reykjavík Tengdar fréttir Stíflueyðirinn tekinn úr sölu og aldurstakmörk til skoðunar Forstjóri Haga, sem rekur meðal annars verslanir Hagkaups, segir stíflueyði sem ungmenni köstuðu í andlit tólf ára stúlku á mánudagskvöldi á skólalóð á höfuðborgarsvæðinu hafa verið tekinn rakleiðis úr sölu eftir að upp komst um atvikið. 18. október 2023 12:26 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Við hrukkum í kút við að sjá þessar fréttir og spurðum okkur hvað getum við gert og fórum strax í að innkalla þessar vörur úr okkar búðum og klukkutíma síðar voru þær allar farnar úr sölu,“ segir Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaups. Í dag taki í gildi nýjar reglur í verslunum Hagkaups. „Við ætlum að setja ákveðnar vörur sem við flokkum sem hættulegar undir svona ákveðinn spurningalista í kassakerfinu þar sem við spyrjum spurninga hvort að viðkomandi kaupandi sé orðinn sextán ára,“ segir Sigurður. Verslunin ein og sér muni þó ekki leysa þetta verkefni. „Ég held að við þurfum öll sem eigum börn að líta í eigin barm og segja á hvaða stað erum við og hvað getum við gert. Viljum við vera á þessum stað?“ Fréttastofa náði ekki tali af skólastjórnendum Breiðagerðisskóla í gær þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Skólastjórnendur sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem fram kom meðal annars að enn sé ekki ljóst hvort stúlkan muni hljóta varanlega skaða af. Rétt fyrstu viðbrögð stúlkunnar sem og þeirra sem hún leitaði til í nærliggjandi húsi hafi án efa dregið úr skaðanum. Það hafi vonandi komið í veg fyrir varanlegan skaða. Fréttastofa náði tali af fólkinu sem stúlkan leitaði til. Þau vilja ekki láta nafn síns getið og er mikið brugðið eftir þetta áfall. Þau segjast strax hafa áttað sig á því að stúlkan væri mjög slösuð án þess þó að vita hvað hefði nákvæmlega gerst. Í ljósi þess að stúlkan átti erfitt með að opna augun auk þess að finna fyrir brunatilfinningu í munni hafi þau brugðið á það ráð að skola augu hennar og öndunarfæri með vatni og mjólk á meðan þau biðu eftir sjúkrabíl. Rannsóknarlögreglumaður sagði í kvöldfréttum okkar í fyrradag að svo virtist sem árásin hafi verið tilefnislaus. Drengirnir hafi verið að herma eftir athæfi sem þeir sáu á Youtube. Þessir sömu drengir hafi verið búnir að kaupa þennan tiltekna stíflueyði og búið til sprengjur sem þeir hafi sprengt á víð og dreif. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa drengirnir tekið upp sprengingar og sett myndbönd á samfélagsmiðilinn TikTok. Berglind Gunnarsdóttir er framkvæmdastjóri Foreldrahúss.Vísir/Einar Berglind Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Foreldrahúss, segir foreldra verða að fylgjast með því sem börn þeirra skoði á samfélagsmiðlum. „Eru þau að horfa á eitthvað gagnlegt eða einhvern sora hreinlega og eitthvað sem er hættulegt og varðar jafnvel lög. Það er mikilvægt að taka samtalið,“ segir hún. „Við berum ábyrgð á börnunum okkar og hver á að fylgjast með þeim ef það eru ekki foreldrar. Ég sé enga aðra,“ segir Berglind.
Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Grunnskólar Samfélagsmiðlar Reykjavík Tengdar fréttir Stíflueyðirinn tekinn úr sölu og aldurstakmörk til skoðunar Forstjóri Haga, sem rekur meðal annars verslanir Hagkaups, segir stíflueyði sem ungmenni köstuðu í andlit tólf ára stúlku á mánudagskvöldi á skólalóð á höfuðborgarsvæðinu hafa verið tekinn rakleiðis úr sölu eftir að upp komst um atvikið. 18. október 2023 12:26 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Stíflueyðirinn tekinn úr sölu og aldurstakmörk til skoðunar Forstjóri Haga, sem rekur meðal annars verslanir Hagkaups, segir stíflueyði sem ungmenni köstuðu í andlit tólf ára stúlku á mánudagskvöldi á skólalóð á höfuðborgarsvæðinu hafa verið tekinn rakleiðis úr sölu eftir að upp komst um atvikið. 18. október 2023 12:26