Fólkinu sem kom stúlkunni til bjargar er verulega brugðið Helena Rós Sturludóttir skrifar 19. október 2023 09:21 Drengirnir sem köstuðu stíflueyðinum í stúlkuna á lóð Breiðagerðisskóla hafa birt myndbönd af heimatilbúnum sprengjum og flugeldum á samfélagsmiðlinum TikTok. Vilhelm/Tiktok Stíflueyðir sem ungmenni köstuðu í andlit tólf ára stúlku á skólalóð Breiðagerðisskóla í Reykjavík hefur verið tekinn úr sölu í verslunum Hagkaups. Framkvæmdastjóri Foreldrahúss segir foreldra verða að fylgjast með því sem börn þeirra horfa á á samfélagsmiðlum. Fólkinu sem kom stúlkunni til bjargar var verulega brugðið. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Við hrukkum í kút við að sjá þessar fréttir og spurðum okkur hvað getum við gert og fórum strax í að innkalla þessar vörur úr okkar búðum og klukkutíma síðar voru þær allar farnar úr sölu,“ segir Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaups. Í dag taki í gildi nýjar reglur í verslunum Hagkaups. „Við ætlum að setja ákveðnar vörur sem við flokkum sem hættulegar undir svona ákveðinn spurningalista í kassakerfinu þar sem við spyrjum spurninga hvort að viðkomandi kaupandi sé orðinn sextán ára,“ segir Sigurður. Verslunin ein og sér muni þó ekki leysa þetta verkefni. „Ég held að við þurfum öll sem eigum börn að líta í eigin barm og segja á hvaða stað erum við og hvað getum við gert. Viljum við vera á þessum stað?“ Fréttastofa náði ekki tali af skólastjórnendum Breiðagerðisskóla í gær þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Skólastjórnendur sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem fram kom meðal annars að enn sé ekki ljóst hvort stúlkan muni hljóta varanlega skaða af. Rétt fyrstu viðbrögð stúlkunnar sem og þeirra sem hún leitaði til í nærliggjandi húsi hafi án efa dregið úr skaðanum. Það hafi vonandi komið í veg fyrir varanlegan skaða. Fréttastofa náði tali af fólkinu sem stúlkan leitaði til. Þau vilja ekki láta nafn síns getið og er mikið brugðið eftir þetta áfall. Þau segjast strax hafa áttað sig á því að stúlkan væri mjög slösuð án þess þó að vita hvað hefði nákvæmlega gerst. Í ljósi þess að stúlkan átti erfitt með að opna augun auk þess að finna fyrir brunatilfinningu í munni hafi þau brugðið á það ráð að skola augu hennar og öndunarfæri með vatni og mjólk á meðan þau biðu eftir sjúkrabíl. Rannsóknarlögreglumaður sagði í kvöldfréttum okkar í fyrradag að svo virtist sem árásin hafi verið tilefnislaus. Drengirnir hafi verið að herma eftir athæfi sem þeir sáu á Youtube. Þessir sömu drengir hafi verið búnir að kaupa þennan tiltekna stíflueyði og búið til sprengjur sem þeir hafi sprengt á víð og dreif. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa drengirnir tekið upp sprengingar og sett myndbönd á samfélagsmiðilinn TikTok. Berglind Gunnarsdóttir er framkvæmdastjóri Foreldrahúss.Vísir/Einar Berglind Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Foreldrahúss, segir foreldra verða að fylgjast með því sem börn þeirra skoði á samfélagsmiðlum. „Eru þau að horfa á eitthvað gagnlegt eða einhvern sora hreinlega og eitthvað sem er hættulegt og varðar jafnvel lög. Það er mikilvægt að taka samtalið,“ segir hún. „Við berum ábyrgð á börnunum okkar og hver á að fylgjast með þeim ef það eru ekki foreldrar. Ég sé enga aðra,“ segir Berglind. Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Grunnskólar Samfélagsmiðlar Reykjavík Tengdar fréttir Stíflueyðirinn tekinn úr sölu og aldurstakmörk til skoðunar Forstjóri Haga, sem rekur meðal annars verslanir Hagkaups, segir stíflueyði sem ungmenni köstuðu í andlit tólf ára stúlku á mánudagskvöldi á skólalóð á höfuðborgarsvæðinu hafa verið tekinn rakleiðis úr sölu eftir að upp komst um atvikið. 18. október 2023 12:26 Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Innlent Fleiri fréttir Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Sjá meira
Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Við hrukkum í kút við að sjá þessar fréttir og spurðum okkur hvað getum við gert og fórum strax í að innkalla þessar vörur úr okkar búðum og klukkutíma síðar voru þær allar farnar úr sölu,“ segir Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaups. Í dag taki í gildi nýjar reglur í verslunum Hagkaups. „Við ætlum að setja ákveðnar vörur sem við flokkum sem hættulegar undir svona ákveðinn spurningalista í kassakerfinu þar sem við spyrjum spurninga hvort að viðkomandi kaupandi sé orðinn sextán ára,“ segir Sigurður. Verslunin ein og sér muni þó ekki leysa þetta verkefni. „Ég held að við þurfum öll sem eigum börn að líta í eigin barm og segja á hvaða stað erum við og hvað getum við gert. Viljum við vera á þessum stað?“ Fréttastofa náði ekki tali af skólastjórnendum Breiðagerðisskóla í gær þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Skólastjórnendur sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem fram kom meðal annars að enn sé ekki ljóst hvort stúlkan muni hljóta varanlega skaða af. Rétt fyrstu viðbrögð stúlkunnar sem og þeirra sem hún leitaði til í nærliggjandi húsi hafi án efa dregið úr skaðanum. Það hafi vonandi komið í veg fyrir varanlegan skaða. Fréttastofa náði tali af fólkinu sem stúlkan leitaði til. Þau vilja ekki láta nafn síns getið og er mikið brugðið eftir þetta áfall. Þau segjast strax hafa áttað sig á því að stúlkan væri mjög slösuð án þess þó að vita hvað hefði nákvæmlega gerst. Í ljósi þess að stúlkan átti erfitt með að opna augun auk þess að finna fyrir brunatilfinningu í munni hafi þau brugðið á það ráð að skola augu hennar og öndunarfæri með vatni og mjólk á meðan þau biðu eftir sjúkrabíl. Rannsóknarlögreglumaður sagði í kvöldfréttum okkar í fyrradag að svo virtist sem árásin hafi verið tilefnislaus. Drengirnir hafi verið að herma eftir athæfi sem þeir sáu á Youtube. Þessir sömu drengir hafi verið búnir að kaupa þennan tiltekna stíflueyði og búið til sprengjur sem þeir hafi sprengt á víð og dreif. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa drengirnir tekið upp sprengingar og sett myndbönd á samfélagsmiðilinn TikTok. Berglind Gunnarsdóttir er framkvæmdastjóri Foreldrahúss.Vísir/Einar Berglind Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Foreldrahúss, segir foreldra verða að fylgjast með því sem börn þeirra skoði á samfélagsmiðlum. „Eru þau að horfa á eitthvað gagnlegt eða einhvern sora hreinlega og eitthvað sem er hættulegt og varðar jafnvel lög. Það er mikilvægt að taka samtalið,“ segir hún. „Við berum ábyrgð á börnunum okkar og hver á að fylgjast með þeim ef það eru ekki foreldrar. Ég sé enga aðra,“ segir Berglind.
Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Grunnskólar Samfélagsmiðlar Reykjavík Tengdar fréttir Stíflueyðirinn tekinn úr sölu og aldurstakmörk til skoðunar Forstjóri Haga, sem rekur meðal annars verslanir Hagkaups, segir stíflueyði sem ungmenni köstuðu í andlit tólf ára stúlku á mánudagskvöldi á skólalóð á höfuðborgarsvæðinu hafa verið tekinn rakleiðis úr sölu eftir að upp komst um atvikið. 18. október 2023 12:26 Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Innlent Fleiri fréttir Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Sjá meira
Stíflueyðirinn tekinn úr sölu og aldurstakmörk til skoðunar Forstjóri Haga, sem rekur meðal annars verslanir Hagkaups, segir stíflueyði sem ungmenni köstuðu í andlit tólf ára stúlku á mánudagskvöldi á skólalóð á höfuðborgarsvæðinu hafa verið tekinn rakleiðis úr sölu eftir að upp komst um atvikið. 18. október 2023 12:26