Deila um leigutekjur Hreyfils fyrir Hæstarétt Árni Sæberg skrifar 18. október 2023 15:56 Deilt er um leigutekjur af Fellsmúla 30. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur samþykkt beiðni þriggja félaga sem eiga lóðina Fellsmúla 24-30 í Reykjavík í sameign með Hreyfli svf. um áfryjunarleyfi. Málið snýr að deilu félaganna um leigutekjur Hreyfils vegna hluta lóðarinnar, þar sem eldsneytisstöð Orkunnar hefur staðið um árabil. Í ákvörðun Hæstaréttar segir að félögin Dalborg hf., Fagriás ehf. og RA 5 ehf., áður Reginn atvinnuhúsnæði ehf., hafi leitað leyfis Hæstaréttar til áfrýjunar í júlí síðastliðnum. Landsréttur hafði sýknað Hreyfil af aðalkröfu félaganna þriggja og vísað varakröfu þeirra frá dómi í júní. Málið lýtur að kröfum félaganna sem eru meðal lóðarhafa á heildarlóðinni Fellsmúla 24-30 í Reykjavík, um hlutdeild í leigutekjum sem Hreyfill hefur þegið vegna útleigu þess hluta lóðarinnar sem auðkenndur er sem Fellsmúli 30. Félögin kröfðust þess til vara að viðurkennt yrði að Hreyfli væri óheimilt að leigja út lóðarhlutann án samþykkis þeirra. Ágreiningur aðila málsins lýtur einkum að því hvort Hreyfill sé einn leigulóðarhafi að Fellsmúla 30, réttindum hans til ráðstöfunar á þessum hluta heildarlóðarinnar og hvort honum beri einum arður af honum. Hreyfill ekki eini eigandinn en kröfur ekki nægilega reifaðar Héraðsdómur sýknaði Hreyfil af öllum kröfum félaganna. Með dómi Landsréttar var Hreyfillsýknaður af aðalkröfu félaganna en varakröfu þeirra vísað frá héraðsdómi. Landsréttur taldi að Hreyfli hefði ekki tekist sönnun um að Fellsmúli 30 væri sérstök leigulóð sem hann væri einn eigandi að. Heimildarskjöl gæfu til kynna samkomulag um heimild Hreyfils til rekstrar bensínstöðvar og útleigu lóðarhlutans í því skyni. Komst rétturinn að þeirri niðurstöðu að félögin hefðu ekki lagt viðhlítandi grundvöll að fjárkröfum sínum á hendur Hreyfli vegna samninga hans við þriðju aðila og var Hreyfill sýknaður af aðalkröfu félaganna á þeim grundvelli. Hins vegar taldi Landsréttur að varakrafa félaganna um að viðurkennt yrði að Hreyfli væri óheimilt að leigja út lóðarhlutann án samþykkis þeirra lyti að réttarástandi til framtíðar. Í lögum um meðferð einkamála segir að dómstólar verði ekki krafðir álits um lögfræðileg efni eða hvort tiltekið atvik hafi gerst nema að því leyti sem er nauðsynlegt til úrlausnar um ákveðna kröfu í dómsmáli. Kröfunni var því vísað frá héraðsdómi. Geti haft fordæmisgildi um lóðarleigusamninga og réttarfar í ákvörðun Hæstaréttar segir að félögin hafi byggt á því að að úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi. Í fyrsta lagi um túlkun á því hverjir séu leigulóðarhafar við endurnýjun á lóðasamningum eða við sölu fasteigna með hlutdeild í lóðarleiguréttindum. Í öðru lagi við túlkun á því hvaða skilyrði þurfi að vera uppfyllt til að lóðarleiguhafi að sameiginlegum lóðaréttindum eigi réttindi umfram aðra í sameigninni. þriðja lagi um sönnunarbyrði fyrir sérstökum réttindum í sameign. Þá byggi félögin á að málið varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni þeirra. Þá sé dómur Landsréttar bersýnilega rangur bæði um efni og form. Loks hafi rökstuðningur Landsréttar verið í andstöðu við fyrirmæli einkamálalaga um forsendum sínum skuli dómur tilgreina rökstudda niðurstöðu um sönnunaratriði og lagaatriði. „Að virtum gögnum málsins verður talið að dómur í því geti haft fordæmisgildi meðal annars um skýringu lóðarleigusamninga og inntak lóðarleiguréttinda. Jafnframt getur dómur haft gildi um skýringu 1. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991. Beiðni um áfrýjunarleyfi er því samþykkt,“ segir í ákvörðun Hæstaréttar. Nefnt lagaákvæði snýr að því að dómstólar verði ekki krafðir um álit á lögspurningum. Dómsmál Leigumarkaður Bensín og olía Leigubílar Reykjavík Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Samskipti hjólreiðamanna og ökumanna ekki upp á marga fiska Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Sjá meira
Í ákvörðun Hæstaréttar segir að félögin Dalborg hf., Fagriás ehf. og RA 5 ehf., áður Reginn atvinnuhúsnæði ehf., hafi leitað leyfis Hæstaréttar til áfrýjunar í júlí síðastliðnum. Landsréttur hafði sýknað Hreyfil af aðalkröfu félaganna þriggja og vísað varakröfu þeirra frá dómi í júní. Málið lýtur að kröfum félaganna sem eru meðal lóðarhafa á heildarlóðinni Fellsmúla 24-30 í Reykjavík, um hlutdeild í leigutekjum sem Hreyfill hefur þegið vegna útleigu þess hluta lóðarinnar sem auðkenndur er sem Fellsmúli 30. Félögin kröfðust þess til vara að viðurkennt yrði að Hreyfli væri óheimilt að leigja út lóðarhlutann án samþykkis þeirra. Ágreiningur aðila málsins lýtur einkum að því hvort Hreyfill sé einn leigulóðarhafi að Fellsmúla 30, réttindum hans til ráðstöfunar á þessum hluta heildarlóðarinnar og hvort honum beri einum arður af honum. Hreyfill ekki eini eigandinn en kröfur ekki nægilega reifaðar Héraðsdómur sýknaði Hreyfil af öllum kröfum félaganna. Með dómi Landsréttar var Hreyfillsýknaður af aðalkröfu félaganna en varakröfu þeirra vísað frá héraðsdómi. Landsréttur taldi að Hreyfli hefði ekki tekist sönnun um að Fellsmúli 30 væri sérstök leigulóð sem hann væri einn eigandi að. Heimildarskjöl gæfu til kynna samkomulag um heimild Hreyfils til rekstrar bensínstöðvar og útleigu lóðarhlutans í því skyni. Komst rétturinn að þeirri niðurstöðu að félögin hefðu ekki lagt viðhlítandi grundvöll að fjárkröfum sínum á hendur Hreyfli vegna samninga hans við þriðju aðila og var Hreyfill sýknaður af aðalkröfu félaganna á þeim grundvelli. Hins vegar taldi Landsréttur að varakrafa félaganna um að viðurkennt yrði að Hreyfli væri óheimilt að leigja út lóðarhlutann án samþykkis þeirra lyti að réttarástandi til framtíðar. Í lögum um meðferð einkamála segir að dómstólar verði ekki krafðir álits um lögfræðileg efni eða hvort tiltekið atvik hafi gerst nema að því leyti sem er nauðsynlegt til úrlausnar um ákveðna kröfu í dómsmáli. Kröfunni var því vísað frá héraðsdómi. Geti haft fordæmisgildi um lóðarleigusamninga og réttarfar í ákvörðun Hæstaréttar segir að félögin hafi byggt á því að að úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi. Í fyrsta lagi um túlkun á því hverjir séu leigulóðarhafar við endurnýjun á lóðasamningum eða við sölu fasteigna með hlutdeild í lóðarleiguréttindum. Í öðru lagi við túlkun á því hvaða skilyrði þurfi að vera uppfyllt til að lóðarleiguhafi að sameiginlegum lóðaréttindum eigi réttindi umfram aðra í sameigninni. þriðja lagi um sönnunarbyrði fyrir sérstökum réttindum í sameign. Þá byggi félögin á að málið varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni þeirra. Þá sé dómur Landsréttar bersýnilega rangur bæði um efni og form. Loks hafi rökstuðningur Landsréttar verið í andstöðu við fyrirmæli einkamálalaga um forsendum sínum skuli dómur tilgreina rökstudda niðurstöðu um sönnunaratriði og lagaatriði. „Að virtum gögnum málsins verður talið að dómur í því geti haft fordæmisgildi meðal annars um skýringu lóðarleigusamninga og inntak lóðarleiguréttinda. Jafnframt getur dómur haft gildi um skýringu 1. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991. Beiðni um áfrýjunarleyfi er því samþykkt,“ segir í ákvörðun Hæstaréttar. Nefnt lagaákvæði snýr að því að dómstólar verði ekki krafðir um álit á lögspurningum.
Dómsmál Leigumarkaður Bensín og olía Leigubílar Reykjavík Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Samskipti hjólreiðamanna og ökumanna ekki upp á marga fiska Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Sjá meira