Saksóknarar ákváðu í apríl síðastliðinn að falla frá ákæru um manndráp af gáleysi á hendur leikaranum, tveimur vikum áður en til stóð að réttarhöld hæfust í málinu. Rannsókn hafði þá leitt í ljós að breytingar hafi verið gerðar á gikknum sem hafi orðið til þess að líklegra væri að skoti gæti verið hleypt af fyrir mistök.
Að sögn saksóknara hafa nýjar „viðbótarupplýsingar“ í málinu komið fram þannig að það verður nú lagt fyrir kviðdóm í næsta mánuði. Lögmenn Baldwin segja hins vegar misskilnings gæta hjá rannsakendum sem verður svarað í dómsmál.
Í fyrri ákæru var Baldwin gefið að sök að hafa brotið fjölda laga þegar hann miðaði byssu í átt að Hutchins. Hann hafi meðal annars sleppt því að fylgjast með á námskeiði um hvernig ætti að meðhöndla skotvopn og þá hafði hann ekki séð til þess að „vopnavörður“ hafi afhent honum skotvopnið heldur fékk hann það frá aðstoðarleikstjóra myndarinnar.
Baldwin hafði verið er að æfa sig að skjóta úr byssu á tölustaðnum nærri Santa Fe þegar skoti var hleypt þannig að hin 42 ára Hutchins lést og leikstjórinn Joel Souza særðist.
Baldwin viðurkenndi að hafa dregið aftur hamarinn á skammbyssunni, en að hann hafi ekki tekið í gikkinn þegar kúlan skaust úr byssunni.
Vopnavörður myndarinnar, Hannah Gutierrez-Reed, hefur verið ákærð í tveimur ákæruliðum vegna manndráps af gáleysi.