Öruggt húsnæði skiptir öllu Guðmundur Hrafn Arngrímsson skrifar 16. október 2023 07:31 Öruggt og stöðugt húsnæði skiptir öllu máli í þroska og heilbrigði einstaklinga og fjölskyldna. Öryggi og stöðugleiki í húsnæðismálum er því eitt stærsta og mikilvægasta lýðheilsuverkefnið í okkar samtíma. Hvernig okkur tekst til ræður úrslitum um heilbrigði samfélagsins til bæði styttri og lengri tíma. Á hinn bóginn veldur húsnæðisóöryggi víðtækum félagslegum og sálrænum áhrifum hjá þeim sem það upplifa. Eftir því sem óöryggið er meira því meiri líkur eru á að áhrifin verði langvinn og valdi vítahring örvæntingar og kvíða sem leiðir af sér umfangsmikinn heilsubrest og jaðarsetningu hjá mörgum. Heimilið er súrefni einstaklingsins Húsnæðisöryggi er gríðarlega þýðingamikið því það hefur víðtæk áhrif alla velferð sem og samfélagslegan og efnahagslegan stöðugleika. Það hafa allar rannsóknir sýnt undanfarna áratugi. Þannig er húsnæðisöryggi grundvöllur fyrir félagslegar framfarir og virkni lýðræðisins. Að sama skapi hefur það afgerandi áhrif á getu og stöðu einstaklinga til að taka þátt í samfélaginu og finna sköpunarkrafti sínum og starfsorku farveg. Heimilið er griðastaður einstaklingsins sem veitir honum vernd og öryggi, það er athvarf fyrir athafnir okkar s.s. tjáningu, venjur og siði sem veita okkur nauðsynlega öryggistilfinningu, fyrirsjáanleika og stöðugleika. Heimilið er einnig staður sem veitir skjól fyrir áskorunum lífsins og næði fyrir endurheimt, sem og umhverfi minninga og augnablika í uppvexti barna. Heimilið er ramminn um sjálfsmynd og sjálfræði einstaklingsins, eins og það er líka jarðvegur félagslegra tengsla og persónulegs þroska. Heimilið er því grundvöllur allrar tengslamyndunar, en röskun á tengslamyndun og tengslaþroska er afgerandi orsakaþáttur í andlegri vanlíðan, félagslegri einangrun, veikrar sjálfsmyndar og áhættuhegðun. HúsnæðisÓöryggi er skaðlegt Fjölmargar rannsóknir hafa verið framkvæmdar um mikilvægi húsnæðisöryggis og þau skaðlegu áhrif sem það veldur ef þess nýtur ekki við. Allar þær rannsóknir hafa leitt okkur að þeim einföldu sannindum að óöryggi í húsnæðismálum veldur andlegum, félagslegum og fjárhagslegum áföllum fyrir þá sem verða fyrir slíku. Alþjóðlegar rannsóknir staðfesta jafnframt að leigjendur sem búa við óöryggi í húsnæðismálum, yfirvofandi húsnæðismissi eða tíða flutninga eru mun líklegri en aðrir til að eiga í andlegum erfiðleikum eða upplifa hrakandi geðheilsu. Þegar búið er að meta allar félags-, heilsufars- og fjárhagslegar breytur stendur eftir að leigjendur eru tvöfalt líklegri til að upplifa hrakandi andlega heilsu en aðrir. Sænskar rannsóknir hafa sýnt fram á að fólk sem býr við slíkt óöryggi eru rúmlega fjórfalt líklegri en aðrir til að fremja sjálfsvíg. Bandarískar rannsóknir sýna fram á sérstaklega skaðleg áhrif húsnæðisóöryggis á börn og ungmenni. Samkvæmt þeim rannsóknum er öryggi og stöðugleiki afgerandi þáttur í þroska, tengslamyndun, andlegrar vellíðan og getu þeirra til að nýta sér tækifæri samfélagsins. Rannsóknirnar sýna líka fram á að húsnæðisóöryggi í æsku hefur mikil áhrif á alla námsframvindu og síðar á vinnumarkaði. Börn sem búa við húsnæðisóöryggi eru mjög útsett fyrir langvarandi skaðlegum áhrifum á geðheilsu og andlega líðan og enda oft í sama vítarhring og þau voru umlukin í æsku. Hvað er húsnæðisöryggi? Húsnæðisöryggi ekki bara framboð eða framleiðslu á húsnæði. Það snýst ekki síður að húsnæðisbyrði, fyrirsjáanleika, stöðugleika, lagalegum réttindum og vernd, gæði húsnæðis, staðsetningu, nærsamfélagi og nærþjónustu. Samkvæmt alþjóðlegum stöðlum er húsnæðisbyrði sem fer yfir þrjátíu prósent af ráðstöfunartekjum talin íþyngjandi og dragi verulega úr húsnæðisöryggi. Víða er þó miðað við að húsnæðisbyrði fari ekki yfir tuttugu og fimm prósent. Staðsetning, samfélagsgerð og þjónusta eru líka afgerandi þættir er kemur að öryggistilfinningu íbúa sem og gæði húsnæðis og mannsæmandi stærð þess. Ekki síður snýr öryggið að þeim réttindum sem íbúar búa við og þeirri vernd sem hið opinbera veitir þeim. Fyrsta grein laga um húsnæðismál kveður á um skyldu ríkisins að að tryggja að landsmenn geti búið við öryggi og jafnrétti í húsnæðismálum. Það er því fyrsta og ein mikilvægasta skylda ríkisvaldsins að tryggja húsnæðisöryggi. Í lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga er svo kveðið á um skyldur þeirra til að hafa frumkvæði að því að afla húsnæði til að mæta þörfum íbúa þeirra. Hvernig er staða leigjenda á Íslandi? Húsaleiga hefur hækkað um rúmlega 160% á undanförnum rúmum áratug. Það hefur ríkt lögleysa um vísitölutengingu húsaleigusamninga í aldarfjórðung en tíðni hennar er margfalt hærri en í öðrum löndum og veldur búsifjum fyrir leigjendur. Húsnæðisbyrði leigjenda hefur að jafnaði verið 45% á undanförnum fimm árum og veldur hún hlutfallslega þrefalt meiri fátækt hjá leigjendum en annarsstaðar í álfunni skv. rannsókn velferðavaktarinnar. Álag húsaleigu á lágmarkslaun á Íslandi er tæplega 50% hærri hér en á hinum norðurlöndunum. Íbúaþéttni á Íslandi er ein sú mesta í hinum vestræna heimi eða rúmlega 2.6 íbúar fyrir hverja skráða íbúð. Framleiðsla á húsnæði á undanförnum árum hefur skapað fordæmalausan húsnæðisskort á sama tíma og umpólun hefur átt sér stað í eignarhaldi. Hlutdeild einstaklinga með eina íbúð á kaupendamarkaði hefur til dæmis dregist saman um rúmlega 70%, farið úr 85% og undir 30%. Eignafólk og lögaðilar hafa eignast 70% af öllu húsnæði sem bæst hefur við íslenskan húsnæðismarkað frá árinu 2005. Stærð hins almenna leigumarkaðar hefur rúmlega tvöfaldast frá hruni þrátt fyrir að 90% leigjenda segjast ekki vilja þar. Samkvæmt fjölmörgum rannsóknum eiga leigjendur eldri en 30 ára litla sem enga möguleika á því að komast af leigumarkaði. Að sama skapi er hlutfall ungmenna undir 29 ára sem búa í foreldrahúsum þrefalt hærra en að jafnaði á hinum norðurlöndunum. Leigjendur eldast og mikill meirihluti þeirra eygjir enga von um að komast inn á séreignamarkað eða í öruggt félagslegt leiguhúsnæði því félagslegur leigumarkaður á Íslandi er einn sá allra minnsti í Evrópu eða aðeins 5% af húsnæði á Íslandi. Ísland er líka með hæsta hlutfall af húsnæði á skammtímaleigumarkaði af öllum löndum Evrópu. (Líklega er hlutfall íbúða það hæsta í heimi). Að sama skapi eru 22.000 eða 15% fullbúinna íbúða á landinu þar sem enginn er með skráð lögheimili. Slíkt ástand er hverju samfélagi skaðlegt en höfum í huga að íbúaþéttni á Íslandi er sú hæsta í Evrópu en er hún þó miðuð við heildarfjölda íbúða, líka þeirra sem ekki eru í notkun sem heimili fólks. Íbúaþéttnin er því raun töluvert hærri. Framtíðin er kolsvört varðandi framboð á húsnæði því að á undanförnum 15 árum hefur myndast gríðarlegur uppsafnaður húsnæðisskortur og nú stendur yfir algert hrun á húsbyggingamarkaði. Til dæmis hafa útgefin byggingarleyfi í Reykjavík ekki verið færri síðan árið 2012. Allar ofangreindar staðreyndir, mælikvarðar, rannsóknir, kannanir og skýrslur staðfesta hvernig leigjendur búa við allt-umlykjandi óöryggi á húsnæðismarkaði og hafa gert í 15 ár. Húsnæðisöryggi leigjenda á Íslandi er það minnsta í allri Evrópu en samkvæmt tölum Eurostat hefur 90% leigjenda á íslandi þurft að flytja á síðustu fimm árum. Á Íslandi er líka mesti munur á milli flutningstíðni leigjenda og íbúðareigenda þar sem þrefalt fleiri leigjendur hafa þurft að flytja á liðnum fimm árum en þeir sem búa í eigin húsnæði. Samkvæmt könnun leigjendasamtakanna flytja leigjendur að meðaltali á tæplega tveggja ára fresti. Ríma þær niðurstöður við aðrar kannanir sem gerðar hafa verið nýlega á flutningstíðni þeirra. Útfrá öllum hugsanlegum viðmiðun er staða leigjenda algerlega óboðleg, hún er siðlaus og ekki síst mjög skaðleg hverjum þeim sem býr við hana. Geðheilbrigði á Íslandi Alþjóðlegar greiningar hafa sýnt fram á hvernig geðheilsa á með landsmanna hefur hrakað undanfarið. Nýlega birtist til dæmis greining erlends tryggingafyrirtækis á geðheilsu íbúa í 26 löndum og rak Ísland þar lestina með lægstu einkun. Geðheilsu íslendinga hefur hrakað hratt frá hruni, hið mikla óöryggi á húsnæðismarkaði og íþyngjandi húsnæðisbyrði sem veldur fátækt, tíðum flutningum og félagslegum áföllum er að stórum hluta um að kenna. Hrakandi geðheilsa og andlega vanlíðan er orðin helsta ástæða örorku á Íslandi. Helmingur geðraskana hefur þegar komið fram við 15 ára aldur og í 75% tilfella fyrir 25 ára aldur sem færir okkur heim sannindin um hversu mikið öruggt og stöðugt umhverfi er fyrir börnin okkar. En staðan er vægast sagt hræðileg fyrir börnin en 20% drengja á aldrinum 10 til 18 ára og 10% stúlkna á sama aldri þurfa geðlyf til þess að komast í gegnum daginn og svo er brottfall úr framhaldsskólum hér á Íslandi 100% meira en að meðaltali í ESB. Hlutdeild sjálfsskaða í öllum andlátum yngri en 18 ára barna tífaldaðist á árunum 2016-2020 og geðlyfjanotkun þeirra rúmlega fjórfaldaðist. Samkvæmt áliti umboðsmanns barna, skýrsluhöfundum velferðavaktarinnar og unicef eru börn sem eiga foreldra á leigumarkaði mun útsettari fyrir erfiðleikum sem koma til vegna óstöðugleika og fátæktar en önnur börn. Lokaorð Það er línulegt samband á milli þess stjórnleysis og vítaverðs andvaraleysis sem ríkt hefur hér í húsnæðismálum á undnaförnum 15 árum og hrakandi geðheilsu þeirra sem þjáðst hafa vegna þess. Við hrunið var plægður akur fyrir gríðarleg félagsleg og andleg áföll þúsunda fjölskyldna á húsnæðismarkaði, síðan þá hafa stjórnvöld lítið annað gert en að bera í hann áburð og vökva reglulega. Og uppskeran er eftir því, uppvöxtur barna umlukin áföllum og streitu, fórnum, angist og brostnum draumum. Það staðfesta allar tölur um geðheilbrigði þjóðarinnar, og rannsóknir sýna hversu hún er langtum verri á meðal leigjenda en þeirra sem búa í eigin húsnæði. Til eru margar skilgreiningar á góðri geðheilsu en flestar snúa þær að því að fólk sé sátt við sjálft sig og umhverfi sitt, upplifi jafnvægi og öryggi þannig að það geti þróað með sér færni til að takast á við áskoranir lífsins. Eigum við ekki að byrja þar? Eigum við ekki að gera fólki og ekki síst leigejndum kleift að öðlast öryggi og jafnvægi, eða ætlum við bara halda áfram að dæla lyfjum í börn á leigumarkaði svo að þau geti afborið áföllin sem þau verða fyrir? Höfundur er formaður Leigjendasamtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Hrafn Arngrímsson Leigumarkaður Húsnæðismál Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Öruggt og stöðugt húsnæði skiptir öllu máli í þroska og heilbrigði einstaklinga og fjölskyldna. Öryggi og stöðugleiki í húsnæðismálum er því eitt stærsta og mikilvægasta lýðheilsuverkefnið í okkar samtíma. Hvernig okkur tekst til ræður úrslitum um heilbrigði samfélagsins til bæði styttri og lengri tíma. Á hinn bóginn veldur húsnæðisóöryggi víðtækum félagslegum og sálrænum áhrifum hjá þeim sem það upplifa. Eftir því sem óöryggið er meira því meiri líkur eru á að áhrifin verði langvinn og valdi vítahring örvæntingar og kvíða sem leiðir af sér umfangsmikinn heilsubrest og jaðarsetningu hjá mörgum. Heimilið er súrefni einstaklingsins Húsnæðisöryggi er gríðarlega þýðingamikið því það hefur víðtæk áhrif alla velferð sem og samfélagslegan og efnahagslegan stöðugleika. Það hafa allar rannsóknir sýnt undanfarna áratugi. Þannig er húsnæðisöryggi grundvöllur fyrir félagslegar framfarir og virkni lýðræðisins. Að sama skapi hefur það afgerandi áhrif á getu og stöðu einstaklinga til að taka þátt í samfélaginu og finna sköpunarkrafti sínum og starfsorku farveg. Heimilið er griðastaður einstaklingsins sem veitir honum vernd og öryggi, það er athvarf fyrir athafnir okkar s.s. tjáningu, venjur og siði sem veita okkur nauðsynlega öryggistilfinningu, fyrirsjáanleika og stöðugleika. Heimilið er einnig staður sem veitir skjól fyrir áskorunum lífsins og næði fyrir endurheimt, sem og umhverfi minninga og augnablika í uppvexti barna. Heimilið er ramminn um sjálfsmynd og sjálfræði einstaklingsins, eins og það er líka jarðvegur félagslegra tengsla og persónulegs þroska. Heimilið er því grundvöllur allrar tengslamyndunar, en röskun á tengslamyndun og tengslaþroska er afgerandi orsakaþáttur í andlegri vanlíðan, félagslegri einangrun, veikrar sjálfsmyndar og áhættuhegðun. HúsnæðisÓöryggi er skaðlegt Fjölmargar rannsóknir hafa verið framkvæmdar um mikilvægi húsnæðisöryggis og þau skaðlegu áhrif sem það veldur ef þess nýtur ekki við. Allar þær rannsóknir hafa leitt okkur að þeim einföldu sannindum að óöryggi í húsnæðismálum veldur andlegum, félagslegum og fjárhagslegum áföllum fyrir þá sem verða fyrir slíku. Alþjóðlegar rannsóknir staðfesta jafnframt að leigjendur sem búa við óöryggi í húsnæðismálum, yfirvofandi húsnæðismissi eða tíða flutninga eru mun líklegri en aðrir til að eiga í andlegum erfiðleikum eða upplifa hrakandi geðheilsu. Þegar búið er að meta allar félags-, heilsufars- og fjárhagslegar breytur stendur eftir að leigjendur eru tvöfalt líklegri til að upplifa hrakandi andlega heilsu en aðrir. Sænskar rannsóknir hafa sýnt fram á að fólk sem býr við slíkt óöryggi eru rúmlega fjórfalt líklegri en aðrir til að fremja sjálfsvíg. Bandarískar rannsóknir sýna fram á sérstaklega skaðleg áhrif húsnæðisóöryggis á börn og ungmenni. Samkvæmt þeim rannsóknum er öryggi og stöðugleiki afgerandi þáttur í þroska, tengslamyndun, andlegrar vellíðan og getu þeirra til að nýta sér tækifæri samfélagsins. Rannsóknirnar sýna líka fram á að húsnæðisóöryggi í æsku hefur mikil áhrif á alla námsframvindu og síðar á vinnumarkaði. Börn sem búa við húsnæðisóöryggi eru mjög útsett fyrir langvarandi skaðlegum áhrifum á geðheilsu og andlega líðan og enda oft í sama vítarhring og þau voru umlukin í æsku. Hvað er húsnæðisöryggi? Húsnæðisöryggi ekki bara framboð eða framleiðslu á húsnæði. Það snýst ekki síður að húsnæðisbyrði, fyrirsjáanleika, stöðugleika, lagalegum réttindum og vernd, gæði húsnæðis, staðsetningu, nærsamfélagi og nærþjónustu. Samkvæmt alþjóðlegum stöðlum er húsnæðisbyrði sem fer yfir þrjátíu prósent af ráðstöfunartekjum talin íþyngjandi og dragi verulega úr húsnæðisöryggi. Víða er þó miðað við að húsnæðisbyrði fari ekki yfir tuttugu og fimm prósent. Staðsetning, samfélagsgerð og þjónusta eru líka afgerandi þættir er kemur að öryggistilfinningu íbúa sem og gæði húsnæðis og mannsæmandi stærð þess. Ekki síður snýr öryggið að þeim réttindum sem íbúar búa við og þeirri vernd sem hið opinbera veitir þeim. Fyrsta grein laga um húsnæðismál kveður á um skyldu ríkisins að að tryggja að landsmenn geti búið við öryggi og jafnrétti í húsnæðismálum. Það er því fyrsta og ein mikilvægasta skylda ríkisvaldsins að tryggja húsnæðisöryggi. Í lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga er svo kveðið á um skyldur þeirra til að hafa frumkvæði að því að afla húsnæði til að mæta þörfum íbúa þeirra. Hvernig er staða leigjenda á Íslandi? Húsaleiga hefur hækkað um rúmlega 160% á undanförnum rúmum áratug. Það hefur ríkt lögleysa um vísitölutengingu húsaleigusamninga í aldarfjórðung en tíðni hennar er margfalt hærri en í öðrum löndum og veldur búsifjum fyrir leigjendur. Húsnæðisbyrði leigjenda hefur að jafnaði verið 45% á undanförnum fimm árum og veldur hún hlutfallslega þrefalt meiri fátækt hjá leigjendum en annarsstaðar í álfunni skv. rannsókn velferðavaktarinnar. Álag húsaleigu á lágmarkslaun á Íslandi er tæplega 50% hærri hér en á hinum norðurlöndunum. Íbúaþéttni á Íslandi er ein sú mesta í hinum vestræna heimi eða rúmlega 2.6 íbúar fyrir hverja skráða íbúð. Framleiðsla á húsnæði á undanförnum árum hefur skapað fordæmalausan húsnæðisskort á sama tíma og umpólun hefur átt sér stað í eignarhaldi. Hlutdeild einstaklinga með eina íbúð á kaupendamarkaði hefur til dæmis dregist saman um rúmlega 70%, farið úr 85% og undir 30%. Eignafólk og lögaðilar hafa eignast 70% af öllu húsnæði sem bæst hefur við íslenskan húsnæðismarkað frá árinu 2005. Stærð hins almenna leigumarkaðar hefur rúmlega tvöfaldast frá hruni þrátt fyrir að 90% leigjenda segjast ekki vilja þar. Samkvæmt fjölmörgum rannsóknum eiga leigjendur eldri en 30 ára litla sem enga möguleika á því að komast af leigumarkaði. Að sama skapi er hlutfall ungmenna undir 29 ára sem búa í foreldrahúsum þrefalt hærra en að jafnaði á hinum norðurlöndunum. Leigjendur eldast og mikill meirihluti þeirra eygjir enga von um að komast inn á séreignamarkað eða í öruggt félagslegt leiguhúsnæði því félagslegur leigumarkaður á Íslandi er einn sá allra minnsti í Evrópu eða aðeins 5% af húsnæði á Íslandi. Ísland er líka með hæsta hlutfall af húsnæði á skammtímaleigumarkaði af öllum löndum Evrópu. (Líklega er hlutfall íbúða það hæsta í heimi). Að sama skapi eru 22.000 eða 15% fullbúinna íbúða á landinu þar sem enginn er með skráð lögheimili. Slíkt ástand er hverju samfélagi skaðlegt en höfum í huga að íbúaþéttni á Íslandi er sú hæsta í Evrópu en er hún þó miðuð við heildarfjölda íbúða, líka þeirra sem ekki eru í notkun sem heimili fólks. Íbúaþéttnin er því raun töluvert hærri. Framtíðin er kolsvört varðandi framboð á húsnæði því að á undanförnum 15 árum hefur myndast gríðarlegur uppsafnaður húsnæðisskortur og nú stendur yfir algert hrun á húsbyggingamarkaði. Til dæmis hafa útgefin byggingarleyfi í Reykjavík ekki verið færri síðan árið 2012. Allar ofangreindar staðreyndir, mælikvarðar, rannsóknir, kannanir og skýrslur staðfesta hvernig leigjendur búa við allt-umlykjandi óöryggi á húsnæðismarkaði og hafa gert í 15 ár. Húsnæðisöryggi leigjenda á Íslandi er það minnsta í allri Evrópu en samkvæmt tölum Eurostat hefur 90% leigjenda á íslandi þurft að flytja á síðustu fimm árum. Á Íslandi er líka mesti munur á milli flutningstíðni leigjenda og íbúðareigenda þar sem þrefalt fleiri leigjendur hafa þurft að flytja á liðnum fimm árum en þeir sem búa í eigin húsnæði. Samkvæmt könnun leigjendasamtakanna flytja leigjendur að meðaltali á tæplega tveggja ára fresti. Ríma þær niðurstöður við aðrar kannanir sem gerðar hafa verið nýlega á flutningstíðni þeirra. Útfrá öllum hugsanlegum viðmiðun er staða leigjenda algerlega óboðleg, hún er siðlaus og ekki síst mjög skaðleg hverjum þeim sem býr við hana. Geðheilbrigði á Íslandi Alþjóðlegar greiningar hafa sýnt fram á hvernig geðheilsa á með landsmanna hefur hrakað undanfarið. Nýlega birtist til dæmis greining erlends tryggingafyrirtækis á geðheilsu íbúa í 26 löndum og rak Ísland þar lestina með lægstu einkun. Geðheilsu íslendinga hefur hrakað hratt frá hruni, hið mikla óöryggi á húsnæðismarkaði og íþyngjandi húsnæðisbyrði sem veldur fátækt, tíðum flutningum og félagslegum áföllum er að stórum hluta um að kenna. Hrakandi geðheilsa og andlega vanlíðan er orðin helsta ástæða örorku á Íslandi. Helmingur geðraskana hefur þegar komið fram við 15 ára aldur og í 75% tilfella fyrir 25 ára aldur sem færir okkur heim sannindin um hversu mikið öruggt og stöðugt umhverfi er fyrir börnin okkar. En staðan er vægast sagt hræðileg fyrir börnin en 20% drengja á aldrinum 10 til 18 ára og 10% stúlkna á sama aldri þurfa geðlyf til þess að komast í gegnum daginn og svo er brottfall úr framhaldsskólum hér á Íslandi 100% meira en að meðaltali í ESB. Hlutdeild sjálfsskaða í öllum andlátum yngri en 18 ára barna tífaldaðist á árunum 2016-2020 og geðlyfjanotkun þeirra rúmlega fjórfaldaðist. Samkvæmt áliti umboðsmanns barna, skýrsluhöfundum velferðavaktarinnar og unicef eru börn sem eiga foreldra á leigumarkaði mun útsettari fyrir erfiðleikum sem koma til vegna óstöðugleika og fátæktar en önnur börn. Lokaorð Það er línulegt samband á milli þess stjórnleysis og vítaverðs andvaraleysis sem ríkt hefur hér í húsnæðismálum á undnaförnum 15 árum og hrakandi geðheilsu þeirra sem þjáðst hafa vegna þess. Við hrunið var plægður akur fyrir gríðarleg félagsleg og andleg áföll þúsunda fjölskyldna á húsnæðismarkaði, síðan þá hafa stjórnvöld lítið annað gert en að bera í hann áburð og vökva reglulega. Og uppskeran er eftir því, uppvöxtur barna umlukin áföllum og streitu, fórnum, angist og brostnum draumum. Það staðfesta allar tölur um geðheilbrigði þjóðarinnar, og rannsóknir sýna hversu hún er langtum verri á meðal leigjenda en þeirra sem búa í eigin húsnæði. Til eru margar skilgreiningar á góðri geðheilsu en flestar snúa þær að því að fólk sé sátt við sjálft sig og umhverfi sitt, upplifi jafnvægi og öryggi þannig að það geti þróað með sér færni til að takast á við áskoranir lífsins. Eigum við ekki að byrja þar? Eigum við ekki að gera fólki og ekki síst leigejndum kleift að öðlast öryggi og jafnvægi, eða ætlum við bara halda áfram að dæla lyfjum í börn á leigumarkaði svo að þau geti afborið áföllin sem þau verða fyrir? Höfundur er formaður Leigjendasamtakanna.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar