Fótbolti

Katarski fjárfestingahópurinn hættur við að kaupa Man.Utd

Hjörvar Ólafsson skrifar
Svo virðist sem eignarhaldið á Manchester United sé ekki á leið til Katar. 
Svo virðist sem eignarhaldið á Manchester United sé ekki á leið til Katar.  Vísir/Getty

Katarski fjárfestirinn Sheikh Jassim bin Hamad Al Thani hefur dregið sig út úr baráttunni um að kaupa meirihluta í enska fótboltafélaginu Manchester United samkvæmt heimildum BBC.

Sheikh Jassim bauð fimm milljarða punda í Manchester United en samkvæmt frétt BBC slitnaði upp úr samningaviðræðum um kaup á félaginu í vikunni. 

Glazer-fjölskyldan, sem er óvinsæl hjá fjölda stuðningsmanna Manchester United, keypti meirihluta í Manchester United fyrir 790 milljónir punda árið 2005. Glazer-fjölskyldan tilkynnti í nóvember fyrir ári síðan að þeir væru reiðubúnir í viðræðum um sölu á hlut þeirra í félaginu. 

Breski kaupsýslumaðurinn og Íslandsvinurinn Sir Jim Ratcliffe hefur einnig sýnt áhuga á kaupum á meirihluta í Manchester United í gegnum fjárfestingafélag sitt Ineos Group. Tilboð Ratcliffe í meirihluta hlutabréfa í félaginu var í kringum fimm milljarða punda. 

Sir Jim Ratcliffe gerði einnig tilboð í meirihluta hlutabréfa í Manchester United. Vísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×