Erlent

Hægri­sveifla á Nýja-Sjá­land og nýr for­sætis­ráð­herra

Lovísa Arnardóttir skrifar
Christopher Luxon verður nýr forsætisráðherra Nýja-Sjálands. Flokkur hans fór með sigur í kosningum sem fóru fram í gær.
Christopher Luxon verður nýr forsætisráðherra Nýja-Sjálands. Flokkur hans fór með sigur í kosningum sem fóru fram í gær. Vísir/EPA

Nýr forsætisráðherra tekur við á Nýja-Sjálandi. Kosningar fóru fram í gær. Þjóðarflokkurinn fékk um 40 prósent atkvæða og Verkamannaflokkurinn aðeins um 25 prósent. 

Leiðtogi hægrimiðflokksins Þjóðarflokkurinn á Nýja-Sjálandi, Christopher Luxon, er sigurvegari þingkosninga sem fóru þar fram í gær. Hann verður nýr forsætisráðherra landsins Þjóðarflokkurinn fékk um 40 prósent atkvæða. Á vef AP segir að Luxon sé gert, samkvæmt kosningalögum að hefja viðræður við frjálslynda flokkinn, ACT. Flokkurinn hlaut rúm níu prósent atkvæða.

Luxon fór fyrst á þing árið 2020 og tók við sem formaður stjórnarandstöðunnar í nóvember 2021.

Meðal helstu kosningaloforða hans voru skattalækkanir fyrir millistétta og að grípa til róttækra aðgerða gegn glæpum. Þá lofaði hann öllum undir 30 ára aldri ókeypis tannlækningum og að fjarlægja söluskatt á ávexti og grænmeti.

Chris Hipkins var forsætisráðherra í um níu mánuði. Hann tók við embættinu í kjölfar óvæntrar afsagnar Jacindu Ardern. Vísir/EPA

Á vef breska ríkisútvarpsins segir að fráfarandi atvinnumálaráðherra landsins, Chris Hipkins, hafi hringt í Luxon og viðurkennt sigur hans. Flokkur hans Verkamannaflokkurinn fékk aðeins um 25 prósent atkvæða sem er um helmingur þess sem þau fengu í síðustu kosningum.

Hann þakkaði stuðningsfólki sínu fyrir alla þá vinnu sem þau lögðu í kosningabaráttuna. Hann sagði niðurstöðuna ekki þá sem þau höfðu óskað sér en að hann vildi samt að þau væru stolt af því sem flokkurinn hefði áorkað síðustu sex árin í ríkisstjórn.

Hipkins tók við leiðtogastöðu í flokknum þegar Jacinda Ardern hætti óvænt í janúar á þessu ári sem forsætisráðherra. Hipkins hafði þangað til verið menntamálaráðherra landsins og leitt viðbrögð í heimsfaraldri Covid.


Tengdar fréttir

Hipkins tekur við af Ardern

Nýsjálenski þingmaðurinn Chris Hipkins gefur einn kost á sér í formannsstöðu nýsjálenska Verkamannaflokksins og mun því að öllum líkindum taka við sem forsætisráðherra á mánudag af Jacindu Ardern, sem tilkynnti afsögn sína í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×