Eiga eldri borgarar að vera hornrekur? Drífa Sigfúsdóttir skrifar 13. október 2023 11:31 Almenna markmið LEB er skýrt, að bæta kjör eldra fólks en sértæka markmiðið er að bæta kjör þeirra sem verst eru settir. LEB vinnur að því að ná þessum markmiðum en leiðirnar að markmiðinum eru margar og orðræðan oft villandi. Eldra fólk þversneið samfélagsins Eldri borgarar eru ekki einsleitur hópur, fremur en aðrir þjóðfélagshópar. Innan LEB er því fjölbreyttur hópur fólks með ólíkar skoðanir. Við búum við ólíka afkomu og lífskjör, sem móta afstöðu okkar um úrbætur á kjörum eldri borgara. Þessi orðræða endurspeglast í mörgum tillögum að umbótum. Fyrir vikið munu þær aðgerðir sem ráðist verður í, hafa mismunandi áhrif á ólíka einstaklinga. Eitt úrræði nýtist tilteknum hluta eldra fólks, annað úrræði öðrum. En hvort markmiðið næst í gegnum almannatryggingakerfið eða skattkerfið ræður ekki úrslitum. Leiðir að bættum kjörum krefst vandaðs undirbúnings og best er að breyta eins fáum stærðum eins og hægt er til að forðast mistök. Við viljum varast að auka flækjustig kerfisins sem og mistök. LEB vill sértækar aðgerðir til að hjálpa þeim sem verst eru staddir og hækkun ellilífeyris sem fyrst. Það má bæta laun eldri borgara sem eru með lægstu innkomuna með nokkrum leiðum. Af hverju ætti ellilífeyrir TR að vera lægri en lægsti launataxti? LEB vill að ellilífeyrir almannatrygginga verði aldrei lægri en lægstu laun á vinnumarkaði sem eru 402.256 kr. Ellilífeyrir er 315.525 kr. fyrir skerðingar. Mismunurinn eru 86.731 kr og það munar um minna hjá þeim sem hafa lítið milli handanna. Flöt hækkun nýtist best þeim sem eru með lægstu tekjurnar. Af hverju fylgir lífeyrir ekki launavísitölu? Hækkun ellilífeyris til samræmis við lægstu laun gæti skilað hlutfallslega mestri hækkun ráðstöfunarteknar til þeirra sem hefur allar sínar tekjur frá almannatryggingum. Hækkun hámarks ellilífeyris og hámarks persónuafsláttar eru einföldustu aðgerðirnar til að bæta stöðu eldra fólks. Hækka almenna frítekjumarkið og draga úr skattheimtu á eldra fólk Almenna frítekjumarkið hefur verðið 25.000 kr. frá árinu 2017 og það þarf að hækka verulega. Hækkun frítekjumarksins myndi nýtast vel fyrir þá sem eru með lægstan lífeyri. Frítekjumark atvinnutekna er nú 200 þúsund krónur. Þess vegna skila greiðslur úr lífeyrissjóði minni ábata en atvinnutekjur. Af hverju eru lífeyristekjur ekki metnar eins og atvinnutekjur? Þá má einnig bæta afkomuna með því að draga úr skattbyrði á eldri borgara. Draga úr skerðingum Skerðingarhlutföllin og útfærsla þeirra sem hafa hvað mest jöfnunaráhrif á afkomu eldri borgara. En lækkun á skerðingarmörkum gera lítið fyrir fyrir tekjulægstu hópana. Brosnar vonir margra Í huga flestra á lífeyrir að koma í staðin fyrir atvinnutekjur þegar fólk sest í helgan stein í lok starfsferilsins. En flestir verða fyrir miklu tekjufalli við stafslok. Það getur reynst mjög þungt högg, einkum fyrir þá sem skulda enn húsnæðislán eða eru á leigumarkaði. Þá vitum við að konur á mínum aldri höfðu sjaldnast tækifæri á að vera í fullu starfi því leikskólapláss voru ekki í boði fyrir hjón eða sambúðarfólk. Konur eiga nokkuð í land með að ná upp fullum réttindum í gegnum lífeyrissjóðskerfið. Margir stóðu í þeirri trú, að lífeyrissjóðakerfið ætti að virka sem viðbót við lífeyri almannatrygginga. En það virkar ekki sem viðbót við lífeyri almannatrygginga, heldur virðist því ætlað að koma að nokkru leyti í stað almannaryggingakerfisins eða að minnsta kosti að draga úr kostnaði við það. Ekki samningsrétt og sett hjá Eldri borgarar eru ekki með samningsrétt heldur eigum allt undir því að stjórnmálamenn og stéttarfélög sinni okkar málum. Við höfum fengið sérfræðinga til að vinna gögn fyrir okkur sem við höfum kynnt sem víðast. Við höfum rætt við ráðherra, þingmenn, fulltrúa stéttarfélaga, stofna og fjölmiðla, haldið fundi og ráðstefnur en árangurinn er ekki sjáanlegur. Við erum hópurinn sem vann langan vinnudag við að byggja upp gott samfélag sem yngra fólk fær að njóta í dag. Því finnst okkur þetta áhugaleysi óskiljanlegt! Hvað þarf til að hlustað sé á okkur? Við þurfum greinilega að vanda okkar val í næstu kosingum, því við bíðum ekki lengur. Höfundur er varaformaður Landssambands eldri borgara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Mest lesið Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Sjá meira
Almenna markmið LEB er skýrt, að bæta kjör eldra fólks en sértæka markmiðið er að bæta kjör þeirra sem verst eru settir. LEB vinnur að því að ná þessum markmiðum en leiðirnar að markmiðinum eru margar og orðræðan oft villandi. Eldra fólk þversneið samfélagsins Eldri borgarar eru ekki einsleitur hópur, fremur en aðrir þjóðfélagshópar. Innan LEB er því fjölbreyttur hópur fólks með ólíkar skoðanir. Við búum við ólíka afkomu og lífskjör, sem móta afstöðu okkar um úrbætur á kjörum eldri borgara. Þessi orðræða endurspeglast í mörgum tillögum að umbótum. Fyrir vikið munu þær aðgerðir sem ráðist verður í, hafa mismunandi áhrif á ólíka einstaklinga. Eitt úrræði nýtist tilteknum hluta eldra fólks, annað úrræði öðrum. En hvort markmiðið næst í gegnum almannatryggingakerfið eða skattkerfið ræður ekki úrslitum. Leiðir að bættum kjörum krefst vandaðs undirbúnings og best er að breyta eins fáum stærðum eins og hægt er til að forðast mistök. Við viljum varast að auka flækjustig kerfisins sem og mistök. LEB vill sértækar aðgerðir til að hjálpa þeim sem verst eru staddir og hækkun ellilífeyris sem fyrst. Það má bæta laun eldri borgara sem eru með lægstu innkomuna með nokkrum leiðum. Af hverju ætti ellilífeyrir TR að vera lægri en lægsti launataxti? LEB vill að ellilífeyrir almannatrygginga verði aldrei lægri en lægstu laun á vinnumarkaði sem eru 402.256 kr. Ellilífeyrir er 315.525 kr. fyrir skerðingar. Mismunurinn eru 86.731 kr og það munar um minna hjá þeim sem hafa lítið milli handanna. Flöt hækkun nýtist best þeim sem eru með lægstu tekjurnar. Af hverju fylgir lífeyrir ekki launavísitölu? Hækkun ellilífeyris til samræmis við lægstu laun gæti skilað hlutfallslega mestri hækkun ráðstöfunarteknar til þeirra sem hefur allar sínar tekjur frá almannatryggingum. Hækkun hámarks ellilífeyris og hámarks persónuafsláttar eru einföldustu aðgerðirnar til að bæta stöðu eldra fólks. Hækka almenna frítekjumarkið og draga úr skattheimtu á eldra fólk Almenna frítekjumarkið hefur verðið 25.000 kr. frá árinu 2017 og það þarf að hækka verulega. Hækkun frítekjumarksins myndi nýtast vel fyrir þá sem eru með lægstan lífeyri. Frítekjumark atvinnutekna er nú 200 þúsund krónur. Þess vegna skila greiðslur úr lífeyrissjóði minni ábata en atvinnutekjur. Af hverju eru lífeyristekjur ekki metnar eins og atvinnutekjur? Þá má einnig bæta afkomuna með því að draga úr skattbyrði á eldri borgara. Draga úr skerðingum Skerðingarhlutföllin og útfærsla þeirra sem hafa hvað mest jöfnunaráhrif á afkomu eldri borgara. En lækkun á skerðingarmörkum gera lítið fyrir fyrir tekjulægstu hópana. Brosnar vonir margra Í huga flestra á lífeyrir að koma í staðin fyrir atvinnutekjur þegar fólk sest í helgan stein í lok starfsferilsins. En flestir verða fyrir miklu tekjufalli við stafslok. Það getur reynst mjög þungt högg, einkum fyrir þá sem skulda enn húsnæðislán eða eru á leigumarkaði. Þá vitum við að konur á mínum aldri höfðu sjaldnast tækifæri á að vera í fullu starfi því leikskólapláss voru ekki í boði fyrir hjón eða sambúðarfólk. Konur eiga nokkuð í land með að ná upp fullum réttindum í gegnum lífeyrissjóðskerfið. Margir stóðu í þeirri trú, að lífeyrissjóðakerfið ætti að virka sem viðbót við lífeyri almannatrygginga. En það virkar ekki sem viðbót við lífeyri almannatrygginga, heldur virðist því ætlað að koma að nokkru leyti í stað almannaryggingakerfisins eða að minnsta kosti að draga úr kostnaði við það. Ekki samningsrétt og sett hjá Eldri borgarar eru ekki með samningsrétt heldur eigum allt undir því að stjórnmálamenn og stéttarfélög sinni okkar málum. Við höfum fengið sérfræðinga til að vinna gögn fyrir okkur sem við höfum kynnt sem víðast. Við höfum rætt við ráðherra, þingmenn, fulltrúa stéttarfélaga, stofna og fjölmiðla, haldið fundi og ráðstefnur en árangurinn er ekki sjáanlegur. Við erum hópurinn sem vann langan vinnudag við að byggja upp gott samfélag sem yngra fólk fær að njóta í dag. Því finnst okkur þetta áhugaleysi óskiljanlegt! Hvað þarf til að hlustað sé á okkur? Við þurfum greinilega að vanda okkar val í næstu kosingum, því við bíðum ekki lengur. Höfundur er varaformaður Landssambands eldri borgara.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun