Að sögn lögreglu hefur árásarmaðurinn verið handtekinn.
Lögregla sagði í samtali við fréttastofuna AFP að árásarmaðurinn hefði hrópað „Allahu Akbar“, eða „Guð er máttugastur“, á meðan á árásinni stóð.
Árásarmaðurinn er talinn vera á þrítugsaldri en franska sjónvarpsstöðin BFMTV segir bróður hans einnig hafa verið handtekinn.
Kennarinn sem lést í árásinni hafi kennt frönsku en annar slösuðu var íþróttakennari.
Staðarmiðlar segja árásarmanninn fyrrverandi nemanda skólans.
Emmanuel Macron Frakklandsforseti mun heimsækja skólann síðar í dag.