Von á byltingu í Bláfjöllum í vetur Lovísa Arnardóttir skrifar 12. október 2023 18:43 Einar segir það hafa verið góða tilfinningu að sjá snjó í brekkunum í morgun. Mynd/Bláfjöll og Vísir/Arnar Í morgun snjóaði í Bláfjöllum. Þó ekki nóg til að opna brekkurnar en rekstrarstjóri segir fólk eiga von á góðu í vetur. Það styttist í opnun og að nýja snjóframleiðslukerfið verði tekið í notkun. Einar Bjarnason, rekstrarstjóri Bláfjalla, segir styttast í opnun. Það megi þó gera ráð fyrir það verði ekki fyrr en um miðjan næsta mánuð. Á Facebook-síðu skíðasvæðisins í dag mátti sjá mynd af brekkunum og að þær væru fullar af snjó. „Þetta var bara sett inn til að æsa aðeins í mannskapnum. Við erum á fullu að klára nýja snjókerfið og erum að vonast til þess að ná að klára það á næstu þremur til fimm vikum. Við erum að horfa á miðjan nóvember sem upphaf á snjóframleiðslu, ef það verður frost,“ segir Einar og að snjórinn sem nú er tefji meira en hjálpi. „En það er rosalega gott fyrir hjartað. Það er gott fyrir þau sem eiga bágt heima að fá eina mynd af snjó. Manni líður strax betur,“ segir Einar léttur. Miklar breytingar hafa verið gerðar á skíðasvæðinu undanfarin ár. Síðasta vetur voru reistar tvær nýjar stólalyftur og nú er verið að setja upp nýtt snjóframleiðslukerfi sem er 100 prósent sjálfvirkt. Kerfið virkar þannig að borað er niður í jörðina og dæla sett ofan í sem dælir ofan í lón. Úr lóninu fer það í dælustöð og svo í brekkuna þar sem það fer í gegnum snjóbyssur þar sem vatnið svo frýs í loftinu. Hægt að skíða um jólin „Þetta verður bylting fyrir okkur að nýta haustdagana í nóvember og desember. Að blanda saman framleiddum snjó og náttúrulegum snjó. Þá fáum við besta skíðafæri sem völ er á.“ Hann segir að með vélinni þá opnist að hafa meira opið yfir vetrartímann og tryggi til dæmis að það verði hægt að komast á skíði fyrir jól. Snjóbyssurnar sem skjóta vatninu út, sem svo frýs í loftinu og verður að snjó. Mynd/Skíðasvæðin Bláfjöll „Þá geta allir prófað nýju skíðin og brettin annan í jólum. Fólk þarf ekki að lifa við það að það sé alveg snjólaust. Það er alveg óþolandi,“ segir Einar og að síðasti vetur hafi verið alveg skelfilegur því það hafi rignt svo mikið. Fólk á þá von á góðu í vetur? „Já, við erum að vona það. Við þurfum auðvitað að læra á kerfið í vetur og verðum í námi í haust og inn í veturinn. Svo næsta haust verðum við orðnir pró,“ segir Einar en hann á von á því að það verði haldið upp á það þegar kerfið verður tekið í notkun seinna í haust. Skíðaíþróttir Skíðasvæði Veður Reykjavík Kópavogur Tengdar fréttir „Þetta tryggir okkur skíðafæri“ Framkvæmdir hófust við Bláfjöll í morgun þar sem borað er fyrir vatni fyrir snjóframleiðslu á skíðasvæðinu. Einar Bjarnason rekstrarstjóri Bláfjalla segir framleiðsluna munu gjörbreyta aðstöðunni. 17. ágúst 2023 16:51 Sérstakur skíðavetur en þróunin upp á við Framkvæmdastjóri skíðasvæðanna á höfuðborgarsvæðinu segir síðasta vetur hafa verið sérstakan fyrir skíðasvæðin. Lítill snjór hafi komið í Bláfjöll og ekki tókst að vígja formlega nýju lyfturnar á svæðinu. 7. maí 2023 13:44 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Fleiri fréttir Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Sjá meira
Einar Bjarnason, rekstrarstjóri Bláfjalla, segir styttast í opnun. Það megi þó gera ráð fyrir það verði ekki fyrr en um miðjan næsta mánuð. Á Facebook-síðu skíðasvæðisins í dag mátti sjá mynd af brekkunum og að þær væru fullar af snjó. „Þetta var bara sett inn til að æsa aðeins í mannskapnum. Við erum á fullu að klára nýja snjókerfið og erum að vonast til þess að ná að klára það á næstu þremur til fimm vikum. Við erum að horfa á miðjan nóvember sem upphaf á snjóframleiðslu, ef það verður frost,“ segir Einar og að snjórinn sem nú er tefji meira en hjálpi. „En það er rosalega gott fyrir hjartað. Það er gott fyrir þau sem eiga bágt heima að fá eina mynd af snjó. Manni líður strax betur,“ segir Einar léttur. Miklar breytingar hafa verið gerðar á skíðasvæðinu undanfarin ár. Síðasta vetur voru reistar tvær nýjar stólalyftur og nú er verið að setja upp nýtt snjóframleiðslukerfi sem er 100 prósent sjálfvirkt. Kerfið virkar þannig að borað er niður í jörðina og dæla sett ofan í sem dælir ofan í lón. Úr lóninu fer það í dælustöð og svo í brekkuna þar sem það fer í gegnum snjóbyssur þar sem vatnið svo frýs í loftinu. Hægt að skíða um jólin „Þetta verður bylting fyrir okkur að nýta haustdagana í nóvember og desember. Að blanda saman framleiddum snjó og náttúrulegum snjó. Þá fáum við besta skíðafæri sem völ er á.“ Hann segir að með vélinni þá opnist að hafa meira opið yfir vetrartímann og tryggi til dæmis að það verði hægt að komast á skíði fyrir jól. Snjóbyssurnar sem skjóta vatninu út, sem svo frýs í loftinu og verður að snjó. Mynd/Skíðasvæðin Bláfjöll „Þá geta allir prófað nýju skíðin og brettin annan í jólum. Fólk þarf ekki að lifa við það að það sé alveg snjólaust. Það er alveg óþolandi,“ segir Einar og að síðasti vetur hafi verið alveg skelfilegur því það hafi rignt svo mikið. Fólk á þá von á góðu í vetur? „Já, við erum að vona það. Við þurfum auðvitað að læra á kerfið í vetur og verðum í námi í haust og inn í veturinn. Svo næsta haust verðum við orðnir pró,“ segir Einar en hann á von á því að það verði haldið upp á það þegar kerfið verður tekið í notkun seinna í haust.
Skíðaíþróttir Skíðasvæði Veður Reykjavík Kópavogur Tengdar fréttir „Þetta tryggir okkur skíðafæri“ Framkvæmdir hófust við Bláfjöll í morgun þar sem borað er fyrir vatni fyrir snjóframleiðslu á skíðasvæðinu. Einar Bjarnason rekstrarstjóri Bláfjalla segir framleiðsluna munu gjörbreyta aðstöðunni. 17. ágúst 2023 16:51 Sérstakur skíðavetur en þróunin upp á við Framkvæmdastjóri skíðasvæðanna á höfuðborgarsvæðinu segir síðasta vetur hafa verið sérstakan fyrir skíðasvæðin. Lítill snjór hafi komið í Bláfjöll og ekki tókst að vígja formlega nýju lyfturnar á svæðinu. 7. maí 2023 13:44 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Fleiri fréttir Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Sjá meira
„Þetta tryggir okkur skíðafæri“ Framkvæmdir hófust við Bláfjöll í morgun þar sem borað er fyrir vatni fyrir snjóframleiðslu á skíðasvæðinu. Einar Bjarnason rekstrarstjóri Bláfjalla segir framleiðsluna munu gjörbreyta aðstöðunni. 17. ágúst 2023 16:51
Sérstakur skíðavetur en þróunin upp á við Framkvæmdastjóri skíðasvæðanna á höfuðborgarsvæðinu segir síðasta vetur hafa verið sérstakan fyrir skíðasvæðin. Lítill snjór hafi komið í Bláfjöll og ekki tókst að vígja formlega nýju lyfturnar á svæðinu. 7. maí 2023 13:44