„Lífið verður aldrei eins" Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 15. október 2023 10:02 Kormákur Darri lést af völdum ofskömmtunar. Hugrún Rúnarsdóttir, móðir hans, og Diðrik Rúnar bróðir hans féllust á að ræða sögu hans. Gunnar Jóhannesson Kormákur Darri Bjarkason fannst látinn í íbúð sinni á Akureyri þann 15. júní í fyrra. Dánarorsökin var of stór skammtur af ópíóíðum. Kormákur Darri var sjómaður að atvinnu og sinnti fjölskyldu, vinum og áhugamálum. Hann var virkur í samfélaginu og átti enga fyrri sögu um neyslu. Aðstandendur hans sitja eftir með ótal spurningar sem þau fá aldrei svör við. Hugrún Rúnarsdóttir, móðir Kormáks, og Diðrik Rúnar bróðir hans féllust á að ræða sögu Kormáks Darra í von um að opna augu fólks fyrir skelfilegum afleiðingum ópíóðafaraldursins sem geysar hér á landi. Stöðug fjölgun hefur verið á innlögnum inn á Vog vegna ópíóíða en verðkönnun SÁÁ gefur til kynna að framboð á opíóíðum hér á landi hafi aukist síðustu ár. Lögreglan hefur haldlagt mikið magn af ópíóðanum oxycontin síðustu misseri og læknar á Vogi hafa áhyggjur af þróuninni. Hátt í 240 einstaklingar leituðu sér aðstoðar hjá SÁÁ á síðasta ári vegna ópíóíðafíknar og tilkynningum um dauðsföll fjölgar stöðugt. Fjallað var um ópíóðafaraldurinn í Kompás í janúar í fyrra. Hann geysar enn. Í nýlegri umsögn Berglindar Gunnarsdóttur Straumberg, framkvæmdastjóra Foreldrahúss, til fjárlaganefndar kemur fram að rúmlega þrjátíu ungmenni hafi látist það sem af er ári af völdum ópíóða. Hún hafi áreiðanlegar upplýsingar hvað þetta varði. „Það er hryllilegt að heyra þessar sögur,“ segir Hugrún. „Af hverju þarf þetta að vera svona? Af hverju er ekki gert meira fyrir þennan hóp? Þeir sem dreifa þessu, af hverju eru þeir ekki gerðir ábyrgir? Hvort sem þú selur eina töflu eða eitt spjald.“ Hún segist eiga bágt með skilja forgangsröðun yfirvalda í þessum efnum. „Ég verð bara reið að heyra fréttir í dag frá Forstjóra Lyfjastofnunar um ofneyslu oxycontin. Það hafa sautján manns látist á fyrstu sex mánuðum þessa árs og meðalaldur er sirka 36 ára. Og forstjórinn telur að það þurfi að skoða þetta nánar hvort önnur efni séu notuð með og skoða áhættu og ábata. Ef þetta lyf sé notað rétt þá sé það „ábati.“ Diðrik er ekki síður undrandi. „Þeir sem tala svona vita ekki hvernig okkur líður,“ segir hann. „Hvað með þá sem létust á síðasta ári eða árinu þar á undan? Er ekki eitt mannslíf meira en nóg? Þetta lyf orsakar andnauð og fólk deyr af völdum þess,“ bætir Hugrún við. Oxycontin hefur verið ávísað sem verkjalyfi hérlendis sem erlendis. Lyfið er verulega ávanabindandi og því sem næst ómögulegt að losna við fíknina þegar hún er orðin mikil. Í raun aðeins hægt að halda henni niðri. Kristín Ósk er ein þeirra sem glíma við fíknina og sagði sögu sína í Kompás á Vísi í fyrra. Hafði náð sér upp úr þynglyndi Hugrún og Diðrik minnast Kormáks Darra. Upp úr tvítugu hafi farið að bera á miklum þunglyndiseinkennum hjá honum. Kormákur Darri hafði aldrei sést í annarlegu ástandi og enginn hafði hugmynd um að hann var í neyslu. Hann lést tæpri viku fyrir 28 ára afmælisdaginn sinn.Aðsend „Það tók virkilega á hann, og okkur öll, næstu árin. Hann fór á mismunandi þunglyndislyf og tók dýfur á milli þess sem hann var að fara á ný lyf og finna blöndu sem hentaði,“ segir Hugrún. „Hann var þungur andlega, en hann mætti samt alltaf í vinnu og sinnti því sem hann þurfti að sinna. Hann lokaði sig ekki af. Hann var fjárhagslega sjálfstæður, leigði fallega íbúð og var með allt sitt á hreinu. Hann átti lítinn vinahóp sem var mjög þéttur, góða og trausta vini,“ segir Diðrik. Seinasta eina og hálfa árið áður en Kormákur dó virtist vera farið að birta til. Hann var allur léttari. „Við vorum svo glöð að sjá að hann var að verða sjálfum sér líkur. Hann virtist vera að koma til baka. Hann var léttari á sér og það voru engin merki um að eitthvað væri að,“ segir Hugrún og Diðrik tekur undir. „Hann var farinn að kaupa sér ný föt og var komin með allskonar plön. Það var engin ástæða til að hafa áhyggjur af honum.“ Ekkert benti til neyslu Kormákur Darri var blíður og ljúfur maður að sögn Hugrúnar. „Kannski væri hægt að segja að hann hefði ekki verið allra en við viljum frekar segja að það hafi ekki allir verið hans. Hann var með mjög mikla réttlætiskennd og var ekkert að hika við að láta sínar skoðanir í ljós.“ Ekkert benti til þess að Kormákur Darri væri í einhverskonar neyslu. Fjölskyldan sá hann aldrei í annarlegu ástandi. Hann stundaði sjóinn, sinnti daglegu lífi og var farinn að mæta aftur á hittinga með fjölskyldunni. Hugrún segir að hún muni aldrei fá svör við öllum spurningunum sem sitja eftir.Gunnar Jóhannesson „Ég vissi að það væri ekki alltaf bara vín og bjór þegar hann fór að skemmta sér og við ræddum alveg hlutina og ég sagði honum hvað mér fyndist um það. En þá var bara vísað í að þetta og hitt væri löglegt í þessu og hinu landinu og hann hafði alveg ákveðnar skoðanir um þessi mál og hann leit aldrei á að þetta væri eitthvað vandamál. Hann var með lítið hjarta. Hann hringdi ef það var eitthvað að. Mér fannst við alltaf eiga náið og gott samband. Þess vegna var þetta svo svakalega mikill skellur þegar ég komst seinna meir hversu mikil neysla hafði verið í gangi,“ segir Hugrún. „Sérstaklega af því að hann fúnkeraði alveg í samfélaginu. Hann var í vinnu og átti heimili. Hann fór aldrei í afvötnun eða meðferð. Það kom aldrei neitt slíkt til tals,“ bætir Diðrik við. „Ég hafði miklu frekar áhyggjur af honum þegar hann var á þunglyndislyfjunum og var hvað lengst niðri. En svo þegar hann virtist vera orðinn betri þá gátum við hætt að hafa þær áhyggjur. Kannski var maður svolítið sofandi á verðinum,“ segir Hugrún. Seinasta skiptið sem hún sá son sinn á lífi var þegar þau mæðgin fóru saman að láta skipta um dekk á bílnum hans. Ósköp hversdagslegur atburður. „Það var ekkert sem benti til að ég myndi aldrei sjá hann aftur.“ Dofinn í þrjá daga 15. júní 2022 líður fjölskyldunni seint úr minni. „Við hjónin vorum heima, við vorum nýbúin að borða kvöldmat og allt var í frekar mikilli ró hjá okkur. Þá kemur lögreglan og bankar upp á. Eðlilega brá okkur, enda bankar lögreglan ekki upp á hjá þér nema það sé eitthvað alvarlegt. Við buðum þeim inn. Ég spurði lögreglukonuna hvort eitthvað hefði komið upp og hún svaraði játandi og spurði síðan hvort ég vildi ekki fá mér sæti. Mig grunaði að þetta gæti kanski verið eitthvað tengt Kormáki, hann hefði kannski lent í umferðarslysi eða eitthvað slíkt.“ Hún segir ekkert hafa getað undirbúið þau hjónin fyrir þær fréttir að Kormákur Darri hefði fundist látinn í íbúð sinni á Akureyri. Þeim var tjáð að grunur léki á dánarorsökin væri ofneysla. Diðrik man nákvæmlega kvöldið sem bróðir hans lést.Gunnar Jóhannesson „Þetta kom algjörlega flatt upp á okkur, þegar við heyrðum að þetta hefði verið ofneysla á efnum,“ segir Hugrún. „Þetta kvöld var ég með tvo vini mína í heimsókn hjá mér, við vorum að horfa á Superbad. Ég man þetta svo ótrúlega skýrt,“ segir Diðrik. Superbad er amerísk grínmynd og létt var yfir vinunum. „Þetta var bara mjög venjulegt kvöld. Myndin var nýbúin, við sátum bara og vorum eitthvað að hlæja og fíflast. Svo hringir pabbi og segist vera með mjög slæmar fréttir. Ég hélt fyrst að kannski hefði afi dáið. Ég bjóst aldrei við að hann myndi segja að Kormákur væri dáinn. Og það fyrsta sem ég spurði var hvort hann hefði lent í bílslysi eða sjóslysi. Mig grunaði aldrei að það væri ofskömmtun. Ég var dofinn í þrjá daga á eftir. Bara algjörlega dofinn, ég fann ekki fyrir neinu. Það tók mig þrjá daga að meðtaka þetta. Það kennir þér enginn hvernig þú átt að takast á við eitthvað svona. Ég vissi ekkert hvernig ég ætti að vera, hvað ég ætti að segja við fólk sem ég hitti. Endalausar spurningar Fyrst um sinn fékk fjölskyldan einungis að vita að Kormákur Darri hefði látist af völdum ofskömmtunar sem olli andnauð. Þau vissu ekki hvers konar efni eða lyf var um að ræða. Þau vissu heldur ekki hvort um hefði verið að ræða sjálfsvíg eða hreinlega hörmulegt slys. Rannsóknarlögreglan tók sýni úr fíkniefnum sem fundust í íbúð hans. Tæpum sólarhring eftir andlátið fékk fjölskyldan að fara inn í íbúðina. Spurningarnar voru endalausar en svörin voru engin. „Þegar við komum þangað inn var viftan í gangi og það var kveikt á tölvunni hans. Hann hafði farið í Bónus daginn áður og ísskápurinn var fullur af mat. Þannig að það var ekkert sem benti til að þetta hefði verið skyndiákvörðun hjá honum,“ segir Diðrik. Miðað við verksumerkin í íbúðinni lék enginn vafi á því hvernig seinustu mínúturnar voru í lífi Kormáks. Hann fannst á baðherbergisgólfinu. „Það var ótrúlega skrítið að standa þarna inni á baðherberginu. Ég horfði í kringum mig og hugsaði: „Þetta er það seinasta sem hann sá áður en hann dó“, rifjar Diðrik upp. Venjulegt fjölskyldufólk að selja fíkniefni Hugrún kveðst hafa beðið um leyfi til að fá aðgang að síma og tölvugögnum Kormáks, þar á meðal að heimabankanum hans. Allt benti til að Kormákur hefði verið að nota hugbreytandi efni og örvandi efni. Hversu lengi eða hversu oft veit fjölskyldan ekki, og mun líklega aldrei fá að vita. Við nánari athugun komu meðal annars í ljós millifærslur af reikningi Kormáks yfir á reikninga nokkurra einstaklinga, sem reyndust vera greiðslur fyrir fíkniefni. „Ég fletti þessu fólki upp á Facebook. Þetta er venjulegt fjölskyldufólk, myndir af þeim þar sem þau halda á börnunum sínum og barnabörnum,“ segir Hugrún og bætir við: „Hann var ekki að fara í einhver skuggaleg húsasund, þetta var bara heimsendingarþjónusta.“ Hún hefur ekki vitneskju um hvort rannsóknarlögreglan hafi kannað frekar hvaðan Kormákur fékk efnin. „Ég myndi vilja að það væri farið ofan í kjölinn á þessu. En ég er ansi hrædd um að málið sé afgreitt sem enn eitt dauðsfallið af þessu tagi, hann stimplaður sem fíkill.“ Hugrún og Diðrik segja fjölskylduna og alla aðstandendur enn vera í losti yfir örlögum Kormáks Darra.Gunnar Jóhannesson Banameinið var oxycontin Lík Kormáks Darra var sent suður til Reykjavíkur í krufningu. Niðurstaðan barst ekki fyrr en tæpum þremur mánuðum síðar. „Á meðan við vorum að bíða eftir niðurstöðum úr krufningunni þá vissum við auðvitað ekki neitt, hvort þetta hefði verið sjálfsvíg, hvaða efni þetta hefðu verið. Svo kom símtalið, og við fengum að vita að þetta hefði verið oxycontin,“ segir Diðrik. Þau hafa enga hugmynd um hvort Kormákur hafi fengið oxycontin uppáskrifað hjá lækni eða útvegað sér það á svörtum markaði.Þau vita heldur ekki hvort þetta hafi verið fyrsta skiptið sem hann neytti oxycontin eða ekki. Kormákur lést átta dögum fyrir 28 ára afmælisdaginn sinn. Hann hafði verið búinn að bóka borð á veitingastað til að fagna afmælisdeginum. „Vinir hans buðu mér að koma í staðinn. Við ætlum að halda þessari hefð áfram,“ segir Diðrik. „Hann átti svo sem ekki mikið af veraldlegum eigum. En við héldum eftir nokkrum persónulegum eigum og rafmagnsgítarnum hans. Og bílnum hans, sem var fyrsti alvöru bílinn sem hann eignaðist. Fallegur, svartur Audi bíll. Við notum hann á sumrin,“ segir Hugrún. Fengu engan fyrirboða Þau segja fjölskylduna og alla aðstandendur enn vera í losti yfir örlögum Kormáks Darra. Svo virðist sem engan hafi grunað að hann væri í neyslu. „Við tókum þá ákvörðun að við ætluðum að tala opinskátt um þetta, hvað kom fyrir hann. Ekki leyna neinu eða fegra neitt. Það er enginn skömm,“ segir Hugrún. „Enda er ekkert sem við hefðum getað gert,“ segir Diðrik. „Við völdum þetta ekki.“ Diðrik minnist á það að hafa horft á umfjöllun Kveiks nú á dögunum þar sem rætt var við föður pilts sem er langt leiddur í neyslu. Faðirinn lýsti upplifun sinni. „Þetta fólk er að óttast það sem við lentum í. En andstætt við þau þá fengum við aldrei þessa „upphitun.“ Þetta fólk hefur ennþá einhverja von. Við höfum enga von. Við vorum aldrei í þeirri stöðu að horfa upp á Kormák í neyslu og vera að reyna að bjarga honum. Okkar saga er ekki þannig. Við byrjuðum á kafla tuttugu. Okkar stríð kláraðist - áður en það byrjaði. Leiði Kormáks DarraAðsend Sonurinn í rúllettu „Kormákur var fullorðinn einstaklingur sem réð sér sjálfur og honum tókst að halda þessu algjörlega leyndu fyrir sínum nánustu. Við vitum ekki hvað það gætu verið mörg svona dæmi úti, þar sem einstaklingar eru að neyta efna en eru samt virkir í samfélaginu. Við vitum að ef þetta hefði haldið svona áfram þá hefði þetta aldrei endað vel. Hann var í rúllettu,“ segir Hugrún. Diðrik tekur undir með því að fjölskyldunni hafi í raun verið skellt í það á einu augnabliki að vera aðstandendur fíkils. „Bróðir minn var ekki fíkill á götunni. Hann var ekki að flakka inn og út úr meðferð. Hann tikkaði ekki í þessi box. Við fengum aldrei tækifæri til að aðstoða hann. Ég get ekki sagt við sjálfan mig: „Ég reyndi.“ Af því að það var ekkert að reyna.“ Lífið verður aldrei eins „Við höfum reynt að takast á við lífið og styðja hvort annað. En þetta er bara svo afskaplega erfitt og það er svo margt sem maður skilur ekki. Þessi skellur er svo svakalegur. Einn daginn er allt í góðu og á sekúndubroti er allt farið til helvítis,“ segir Hugrún. Kormáks Darra er sárt saknað.Aðsend „Það er ekki hægt að lýsa því hvernig það er að lenda í þessu," segir Diðrik og bætir við: „Það líður ekki sá dagur að ég hugsi ekki um Kormák. Ég man hvernig þetta var fyrstu dagana og vikurnar og mánuðina á eftir. Ég var kannski að fara í sund og hugsaði: „Þetta er í fyrsta sinn sem ég fer í sund eftir að hann er dáinn“ og það sama þegar ég fór í fyrsta sinn út að djamma eða eitthvað þvíumlíkt. Ég fór í áfallameðferð hjá EMDR stofunni. Það tók virkilega á, en eftir á þá held ég að það sé það besta sem ég hef gert, enda var ég algjörlega bugaður þegar ég leitaði þangað fyrst. Það varð auðveldara að takast á við lífið aftur, mæta í vinnu, nærast og hreyfa sig. Ég er mjög þakklátur að ég leitaði þangað.“ Hugrún hefur sjálf sótt fundi hjá stuðningshóp á Akureyri, fyrir foreldra sem misst hafa börnin sín. „Þrátt fyrir allt þá heldur maður samt áfram að lifa,“ segir hún. Þegar fólk spyr mig hvernig ég hafi það þá segi ég: „Ég er hamingjusöm, en ég er líka ofboðslega sorgmædd og brotin. En ég er ekki óhamingjusöm. Ég lít alveg opnum augum á lífið og á mínar gleðistundir. En guð minn góður, hvað ég gæfi allt fyrir að þurfa ekki að líða svona. Ég græt ennþá á hverjum degi. Ég hugsa um hann á svona tíu mínútna fresti núna, áður var það í hverja einustu sekúndu. Mér finnst ég vera næst honum þegar ég er uppi í kirkjugarði. Núna á ég leiði við hliðina á honum. Það er ótrúlega skrítið að hugsa til þess. Maður syrgir líka það sem hefði getað orðið. Við erum að sjá vini hans fara í sambúð og eignast börn. Þá fer maður óneitanlega að hugsa um allt það sem hann fékk ekki að upplifa og við fáum ekki að upplifa. Við erum saman í þessu. Þetta er verkefni sem var kastað til okkar. En lífið verður aldrei eins. Ég á eftir að vera sorgmædd þar til ég dey.“ Fíkn Lyf Akureyri Helgarviðtal Sorg Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Sjá meira
Hugrún Rúnarsdóttir, móðir Kormáks, og Diðrik Rúnar bróðir hans féllust á að ræða sögu Kormáks Darra í von um að opna augu fólks fyrir skelfilegum afleiðingum ópíóðafaraldursins sem geysar hér á landi. Stöðug fjölgun hefur verið á innlögnum inn á Vog vegna ópíóíða en verðkönnun SÁÁ gefur til kynna að framboð á opíóíðum hér á landi hafi aukist síðustu ár. Lögreglan hefur haldlagt mikið magn af ópíóðanum oxycontin síðustu misseri og læknar á Vogi hafa áhyggjur af þróuninni. Hátt í 240 einstaklingar leituðu sér aðstoðar hjá SÁÁ á síðasta ári vegna ópíóíðafíknar og tilkynningum um dauðsföll fjölgar stöðugt. Fjallað var um ópíóðafaraldurinn í Kompás í janúar í fyrra. Hann geysar enn. Í nýlegri umsögn Berglindar Gunnarsdóttur Straumberg, framkvæmdastjóra Foreldrahúss, til fjárlaganefndar kemur fram að rúmlega þrjátíu ungmenni hafi látist það sem af er ári af völdum ópíóða. Hún hafi áreiðanlegar upplýsingar hvað þetta varði. „Það er hryllilegt að heyra þessar sögur,“ segir Hugrún. „Af hverju þarf þetta að vera svona? Af hverju er ekki gert meira fyrir þennan hóp? Þeir sem dreifa þessu, af hverju eru þeir ekki gerðir ábyrgir? Hvort sem þú selur eina töflu eða eitt spjald.“ Hún segist eiga bágt með skilja forgangsröðun yfirvalda í þessum efnum. „Ég verð bara reið að heyra fréttir í dag frá Forstjóra Lyfjastofnunar um ofneyslu oxycontin. Það hafa sautján manns látist á fyrstu sex mánuðum þessa árs og meðalaldur er sirka 36 ára. Og forstjórinn telur að það þurfi að skoða þetta nánar hvort önnur efni séu notuð með og skoða áhættu og ábata. Ef þetta lyf sé notað rétt þá sé það „ábati.“ Diðrik er ekki síður undrandi. „Þeir sem tala svona vita ekki hvernig okkur líður,“ segir hann. „Hvað með þá sem létust á síðasta ári eða árinu þar á undan? Er ekki eitt mannslíf meira en nóg? Þetta lyf orsakar andnauð og fólk deyr af völdum þess,“ bætir Hugrún við. Oxycontin hefur verið ávísað sem verkjalyfi hérlendis sem erlendis. Lyfið er verulega ávanabindandi og því sem næst ómögulegt að losna við fíknina þegar hún er orðin mikil. Í raun aðeins hægt að halda henni niðri. Kristín Ósk er ein þeirra sem glíma við fíknina og sagði sögu sína í Kompás á Vísi í fyrra. Hafði náð sér upp úr þynglyndi Hugrún og Diðrik minnast Kormáks Darra. Upp úr tvítugu hafi farið að bera á miklum þunglyndiseinkennum hjá honum. Kormákur Darri hafði aldrei sést í annarlegu ástandi og enginn hafði hugmynd um að hann var í neyslu. Hann lést tæpri viku fyrir 28 ára afmælisdaginn sinn.Aðsend „Það tók virkilega á hann, og okkur öll, næstu árin. Hann fór á mismunandi þunglyndislyf og tók dýfur á milli þess sem hann var að fara á ný lyf og finna blöndu sem hentaði,“ segir Hugrún. „Hann var þungur andlega, en hann mætti samt alltaf í vinnu og sinnti því sem hann þurfti að sinna. Hann lokaði sig ekki af. Hann var fjárhagslega sjálfstæður, leigði fallega íbúð og var með allt sitt á hreinu. Hann átti lítinn vinahóp sem var mjög þéttur, góða og trausta vini,“ segir Diðrik. Seinasta eina og hálfa árið áður en Kormákur dó virtist vera farið að birta til. Hann var allur léttari. „Við vorum svo glöð að sjá að hann var að verða sjálfum sér líkur. Hann virtist vera að koma til baka. Hann var léttari á sér og það voru engin merki um að eitthvað væri að,“ segir Hugrún og Diðrik tekur undir. „Hann var farinn að kaupa sér ný föt og var komin með allskonar plön. Það var engin ástæða til að hafa áhyggjur af honum.“ Ekkert benti til neyslu Kormákur Darri var blíður og ljúfur maður að sögn Hugrúnar. „Kannski væri hægt að segja að hann hefði ekki verið allra en við viljum frekar segja að það hafi ekki allir verið hans. Hann var með mjög mikla réttlætiskennd og var ekkert að hika við að láta sínar skoðanir í ljós.“ Ekkert benti til þess að Kormákur Darri væri í einhverskonar neyslu. Fjölskyldan sá hann aldrei í annarlegu ástandi. Hann stundaði sjóinn, sinnti daglegu lífi og var farinn að mæta aftur á hittinga með fjölskyldunni. Hugrún segir að hún muni aldrei fá svör við öllum spurningunum sem sitja eftir.Gunnar Jóhannesson „Ég vissi að það væri ekki alltaf bara vín og bjór þegar hann fór að skemmta sér og við ræddum alveg hlutina og ég sagði honum hvað mér fyndist um það. En þá var bara vísað í að þetta og hitt væri löglegt í þessu og hinu landinu og hann hafði alveg ákveðnar skoðanir um þessi mál og hann leit aldrei á að þetta væri eitthvað vandamál. Hann var með lítið hjarta. Hann hringdi ef það var eitthvað að. Mér fannst við alltaf eiga náið og gott samband. Þess vegna var þetta svo svakalega mikill skellur þegar ég komst seinna meir hversu mikil neysla hafði verið í gangi,“ segir Hugrún. „Sérstaklega af því að hann fúnkeraði alveg í samfélaginu. Hann var í vinnu og átti heimili. Hann fór aldrei í afvötnun eða meðferð. Það kom aldrei neitt slíkt til tals,“ bætir Diðrik við. „Ég hafði miklu frekar áhyggjur af honum þegar hann var á þunglyndislyfjunum og var hvað lengst niðri. En svo þegar hann virtist vera orðinn betri þá gátum við hætt að hafa þær áhyggjur. Kannski var maður svolítið sofandi á verðinum,“ segir Hugrún. Seinasta skiptið sem hún sá son sinn á lífi var þegar þau mæðgin fóru saman að láta skipta um dekk á bílnum hans. Ósköp hversdagslegur atburður. „Það var ekkert sem benti til að ég myndi aldrei sjá hann aftur.“ Dofinn í þrjá daga 15. júní 2022 líður fjölskyldunni seint úr minni. „Við hjónin vorum heima, við vorum nýbúin að borða kvöldmat og allt var í frekar mikilli ró hjá okkur. Þá kemur lögreglan og bankar upp á. Eðlilega brá okkur, enda bankar lögreglan ekki upp á hjá þér nema það sé eitthvað alvarlegt. Við buðum þeim inn. Ég spurði lögreglukonuna hvort eitthvað hefði komið upp og hún svaraði játandi og spurði síðan hvort ég vildi ekki fá mér sæti. Mig grunaði að þetta gæti kanski verið eitthvað tengt Kormáki, hann hefði kannski lent í umferðarslysi eða eitthvað slíkt.“ Hún segir ekkert hafa getað undirbúið þau hjónin fyrir þær fréttir að Kormákur Darri hefði fundist látinn í íbúð sinni á Akureyri. Þeim var tjáð að grunur léki á dánarorsökin væri ofneysla. Diðrik man nákvæmlega kvöldið sem bróðir hans lést.Gunnar Jóhannesson „Þetta kom algjörlega flatt upp á okkur, þegar við heyrðum að þetta hefði verið ofneysla á efnum,“ segir Hugrún. „Þetta kvöld var ég með tvo vini mína í heimsókn hjá mér, við vorum að horfa á Superbad. Ég man þetta svo ótrúlega skýrt,“ segir Diðrik. Superbad er amerísk grínmynd og létt var yfir vinunum. „Þetta var bara mjög venjulegt kvöld. Myndin var nýbúin, við sátum bara og vorum eitthvað að hlæja og fíflast. Svo hringir pabbi og segist vera með mjög slæmar fréttir. Ég hélt fyrst að kannski hefði afi dáið. Ég bjóst aldrei við að hann myndi segja að Kormákur væri dáinn. Og það fyrsta sem ég spurði var hvort hann hefði lent í bílslysi eða sjóslysi. Mig grunaði aldrei að það væri ofskömmtun. Ég var dofinn í þrjá daga á eftir. Bara algjörlega dofinn, ég fann ekki fyrir neinu. Það tók mig þrjá daga að meðtaka þetta. Það kennir þér enginn hvernig þú átt að takast á við eitthvað svona. Ég vissi ekkert hvernig ég ætti að vera, hvað ég ætti að segja við fólk sem ég hitti. Endalausar spurningar Fyrst um sinn fékk fjölskyldan einungis að vita að Kormákur Darri hefði látist af völdum ofskömmtunar sem olli andnauð. Þau vissu ekki hvers konar efni eða lyf var um að ræða. Þau vissu heldur ekki hvort um hefði verið að ræða sjálfsvíg eða hreinlega hörmulegt slys. Rannsóknarlögreglan tók sýni úr fíkniefnum sem fundust í íbúð hans. Tæpum sólarhring eftir andlátið fékk fjölskyldan að fara inn í íbúðina. Spurningarnar voru endalausar en svörin voru engin. „Þegar við komum þangað inn var viftan í gangi og það var kveikt á tölvunni hans. Hann hafði farið í Bónus daginn áður og ísskápurinn var fullur af mat. Þannig að það var ekkert sem benti til að þetta hefði verið skyndiákvörðun hjá honum,“ segir Diðrik. Miðað við verksumerkin í íbúðinni lék enginn vafi á því hvernig seinustu mínúturnar voru í lífi Kormáks. Hann fannst á baðherbergisgólfinu. „Það var ótrúlega skrítið að standa þarna inni á baðherberginu. Ég horfði í kringum mig og hugsaði: „Þetta er það seinasta sem hann sá áður en hann dó“, rifjar Diðrik upp. Venjulegt fjölskyldufólk að selja fíkniefni Hugrún kveðst hafa beðið um leyfi til að fá aðgang að síma og tölvugögnum Kormáks, þar á meðal að heimabankanum hans. Allt benti til að Kormákur hefði verið að nota hugbreytandi efni og örvandi efni. Hversu lengi eða hversu oft veit fjölskyldan ekki, og mun líklega aldrei fá að vita. Við nánari athugun komu meðal annars í ljós millifærslur af reikningi Kormáks yfir á reikninga nokkurra einstaklinga, sem reyndust vera greiðslur fyrir fíkniefni. „Ég fletti þessu fólki upp á Facebook. Þetta er venjulegt fjölskyldufólk, myndir af þeim þar sem þau halda á börnunum sínum og barnabörnum,“ segir Hugrún og bætir við: „Hann var ekki að fara í einhver skuggaleg húsasund, þetta var bara heimsendingarþjónusta.“ Hún hefur ekki vitneskju um hvort rannsóknarlögreglan hafi kannað frekar hvaðan Kormákur fékk efnin. „Ég myndi vilja að það væri farið ofan í kjölinn á þessu. En ég er ansi hrædd um að málið sé afgreitt sem enn eitt dauðsfallið af þessu tagi, hann stimplaður sem fíkill.“ Hugrún og Diðrik segja fjölskylduna og alla aðstandendur enn vera í losti yfir örlögum Kormáks Darra.Gunnar Jóhannesson Banameinið var oxycontin Lík Kormáks Darra var sent suður til Reykjavíkur í krufningu. Niðurstaðan barst ekki fyrr en tæpum þremur mánuðum síðar. „Á meðan við vorum að bíða eftir niðurstöðum úr krufningunni þá vissum við auðvitað ekki neitt, hvort þetta hefði verið sjálfsvíg, hvaða efni þetta hefðu verið. Svo kom símtalið, og við fengum að vita að þetta hefði verið oxycontin,“ segir Diðrik. Þau hafa enga hugmynd um hvort Kormákur hafi fengið oxycontin uppáskrifað hjá lækni eða útvegað sér það á svörtum markaði.Þau vita heldur ekki hvort þetta hafi verið fyrsta skiptið sem hann neytti oxycontin eða ekki. Kormákur lést átta dögum fyrir 28 ára afmælisdaginn sinn. Hann hafði verið búinn að bóka borð á veitingastað til að fagna afmælisdeginum. „Vinir hans buðu mér að koma í staðinn. Við ætlum að halda þessari hefð áfram,“ segir Diðrik. „Hann átti svo sem ekki mikið af veraldlegum eigum. En við héldum eftir nokkrum persónulegum eigum og rafmagnsgítarnum hans. Og bílnum hans, sem var fyrsti alvöru bílinn sem hann eignaðist. Fallegur, svartur Audi bíll. Við notum hann á sumrin,“ segir Hugrún. Fengu engan fyrirboða Þau segja fjölskylduna og alla aðstandendur enn vera í losti yfir örlögum Kormáks Darra. Svo virðist sem engan hafi grunað að hann væri í neyslu. „Við tókum þá ákvörðun að við ætluðum að tala opinskátt um þetta, hvað kom fyrir hann. Ekki leyna neinu eða fegra neitt. Það er enginn skömm,“ segir Hugrún. „Enda er ekkert sem við hefðum getað gert,“ segir Diðrik. „Við völdum þetta ekki.“ Diðrik minnist á það að hafa horft á umfjöllun Kveiks nú á dögunum þar sem rætt var við föður pilts sem er langt leiddur í neyslu. Faðirinn lýsti upplifun sinni. „Þetta fólk er að óttast það sem við lentum í. En andstætt við þau þá fengum við aldrei þessa „upphitun.“ Þetta fólk hefur ennþá einhverja von. Við höfum enga von. Við vorum aldrei í þeirri stöðu að horfa upp á Kormák í neyslu og vera að reyna að bjarga honum. Okkar saga er ekki þannig. Við byrjuðum á kafla tuttugu. Okkar stríð kláraðist - áður en það byrjaði. Leiði Kormáks DarraAðsend Sonurinn í rúllettu „Kormákur var fullorðinn einstaklingur sem réð sér sjálfur og honum tókst að halda þessu algjörlega leyndu fyrir sínum nánustu. Við vitum ekki hvað það gætu verið mörg svona dæmi úti, þar sem einstaklingar eru að neyta efna en eru samt virkir í samfélaginu. Við vitum að ef þetta hefði haldið svona áfram þá hefði þetta aldrei endað vel. Hann var í rúllettu,“ segir Hugrún. Diðrik tekur undir með því að fjölskyldunni hafi í raun verið skellt í það á einu augnabliki að vera aðstandendur fíkils. „Bróðir minn var ekki fíkill á götunni. Hann var ekki að flakka inn og út úr meðferð. Hann tikkaði ekki í þessi box. Við fengum aldrei tækifæri til að aðstoða hann. Ég get ekki sagt við sjálfan mig: „Ég reyndi.“ Af því að það var ekkert að reyna.“ Lífið verður aldrei eins „Við höfum reynt að takast á við lífið og styðja hvort annað. En þetta er bara svo afskaplega erfitt og það er svo margt sem maður skilur ekki. Þessi skellur er svo svakalegur. Einn daginn er allt í góðu og á sekúndubroti er allt farið til helvítis,“ segir Hugrún. Kormáks Darra er sárt saknað.Aðsend „Það er ekki hægt að lýsa því hvernig það er að lenda í þessu," segir Diðrik og bætir við: „Það líður ekki sá dagur að ég hugsi ekki um Kormák. Ég man hvernig þetta var fyrstu dagana og vikurnar og mánuðina á eftir. Ég var kannski að fara í sund og hugsaði: „Þetta er í fyrsta sinn sem ég fer í sund eftir að hann er dáinn“ og það sama þegar ég fór í fyrsta sinn út að djamma eða eitthvað þvíumlíkt. Ég fór í áfallameðferð hjá EMDR stofunni. Það tók virkilega á, en eftir á þá held ég að það sé það besta sem ég hef gert, enda var ég algjörlega bugaður þegar ég leitaði þangað fyrst. Það varð auðveldara að takast á við lífið aftur, mæta í vinnu, nærast og hreyfa sig. Ég er mjög þakklátur að ég leitaði þangað.“ Hugrún hefur sjálf sótt fundi hjá stuðningshóp á Akureyri, fyrir foreldra sem misst hafa börnin sín. „Þrátt fyrir allt þá heldur maður samt áfram að lifa,“ segir hún. Þegar fólk spyr mig hvernig ég hafi það þá segi ég: „Ég er hamingjusöm, en ég er líka ofboðslega sorgmædd og brotin. En ég er ekki óhamingjusöm. Ég lít alveg opnum augum á lífið og á mínar gleðistundir. En guð minn góður, hvað ég gæfi allt fyrir að þurfa ekki að líða svona. Ég græt ennþá á hverjum degi. Ég hugsa um hann á svona tíu mínútna fresti núna, áður var það í hverja einustu sekúndu. Mér finnst ég vera næst honum þegar ég er uppi í kirkjugarði. Núna á ég leiði við hliðina á honum. Það er ótrúlega skrítið að hugsa til þess. Maður syrgir líka það sem hefði getað orðið. Við erum að sjá vini hans fara í sambúð og eignast börn. Þá fer maður óneitanlega að hugsa um allt það sem hann fékk ekki að upplifa og við fáum ekki að upplifa. Við erum saman í þessu. Þetta er verkefni sem var kastað til okkar. En lífið verður aldrei eins. Ég á eftir að vera sorgmædd þar til ég dey.“
Fíkn Lyf Akureyri Helgarviðtal Sorg Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Sjá meira