„Stríð er ekki róleg skógarferð“ Tom Brenner skrifar 12. október 2023 11:01 Óvissuferð Í dag fór ég í óvissuferð. Ekki um skemmtiferð var að ræða, heldur keyrði ég með nauðsynjarvörur til bæjarins Ashkelon, eins af röð bæja í suður Ísraels þar sem Hamasliðar hafa síðustu daga gengið—og sums staðar eru enn að ganga—berserksgang. Loftið í Ashkelon er mettað með sætum ilm rotnandi líkja. Lík flestra almennra borgara er búið að fjarlægja, en marga blóðbletti má sjá á almannafæri. Ekki sá ég beint ódæðisverkin, en þökk sé samfélagsmiðlum á borð við Telegram, þá getur hver sem það kýs horft á misþyrmt lík Þýskrar konu, eða, fyrir lengra komna í ofbeldiskláminu, afhöfðun Tælensks manns með skóflu. Erfitt er að segja hvort hafi gerst fyrr: Þýska konan verið myrt, eða mjaðmirnar teknar úr liði og hún—orðrétt—brotin á bak aftur—en án efa var Tælendingurinn á lífi er „frelsisbaráttumenn“ Hamas tóku hann af lífi með skóflunni. Ekki róleg skógarferð Nýlega gaf félagið Ísland–Palestína (FÍP) frá sér yfirlýsingu sem hefst á fordæmingu allra árasa á almenna borgara. Þessi fordæming kemur ekki heim og saman við deilingu formanns félagsins á færslum sem upphefja rétt Palestínu til að „verja sig". Að því tilefni finnst undirrituðum rétt að samræma orðræðunni, svo einfaldast sé fyrir flesta að sjá bjálkann í eigin auga, eða a.m.k reyna að vera sjálfum sér samkvæmir. Rök (ef rök skal kalla) þeirra sem eiga hvað erfiðast að fjarlægja sig frá gjörðum Hamas má draga saman í grófum dráttum þannig: vondir hlutir gerast í stríði, og þeir sem lenda í þeim eiga það hvort eð skilið. Þessa afstöðu endurspegla ummæli á borð við „stríð er ekki róleg skógarferð“, en það hafði formaður FÍP að segja um örlög Þýsku konunnar, þeirrar sömu og vitnað er í að ofan; og „Þetta er náttúrulega kannski upp til hópa hermenn en líka fólk sem var allavega ekki klætt í herbúning... [fyrst að] allir [eru] í varaliðinu“, eins og haft var eftir fyrrverandi formanni FÍP um fórnarlömb árasar Hamas, en þau heppnu meðal þeirra voru tekin af lífi samstundis, meðan að hin voru tekin til Gaza, þar sem örlög verri en dauðinn biðu þeirra. Ef við gleymum aðeins börnunum sem Hamas myrtu í þessari innrás í Ísrael—en þau voru jú allt niður í nýfædd—þá virðist að ríkisborgurum margra landa (Ástralíu, Bandaríkjanna, Bretlands, Filippseyja, Frakklands, Indlands, Kína, Nepals, Tælands og Þýskalands—og væntanlega fleiri) hafi láðst að sækja um laun hjá ísraelska hernum. En svona til að einfalda orðræðuna vil ég bara biðja þá sem hafa ákveðið, til að afsaka eigin afstöðu, að stríð sé ekki róleg skógarferð: Sýnið smá heiðarleika, haldið ykkur við þetta nýja skilyrðislausa skylduboðið ykkar, og hættið að væla og velta ykkur upp úr hverju einustu meintu mannréttindabroti Ísraela héðan í frá. Með öðrum orðum, helst haldiði bara kjafti. Stríðsrekstur verður nefnilega svo miklu auðveldari um leið og allir tileinka sér þetta nýja siðferði FÍP. Höfundur er efnafræðingur og prófarkalesari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Óvissuferð Í dag fór ég í óvissuferð. Ekki um skemmtiferð var að ræða, heldur keyrði ég með nauðsynjarvörur til bæjarins Ashkelon, eins af röð bæja í suður Ísraels þar sem Hamasliðar hafa síðustu daga gengið—og sums staðar eru enn að ganga—berserksgang. Loftið í Ashkelon er mettað með sætum ilm rotnandi líkja. Lík flestra almennra borgara er búið að fjarlægja, en marga blóðbletti má sjá á almannafæri. Ekki sá ég beint ódæðisverkin, en þökk sé samfélagsmiðlum á borð við Telegram, þá getur hver sem það kýs horft á misþyrmt lík Þýskrar konu, eða, fyrir lengra komna í ofbeldiskláminu, afhöfðun Tælensks manns með skóflu. Erfitt er að segja hvort hafi gerst fyrr: Þýska konan verið myrt, eða mjaðmirnar teknar úr liði og hún—orðrétt—brotin á bak aftur—en án efa var Tælendingurinn á lífi er „frelsisbaráttumenn“ Hamas tóku hann af lífi með skóflunni. Ekki róleg skógarferð Nýlega gaf félagið Ísland–Palestína (FÍP) frá sér yfirlýsingu sem hefst á fordæmingu allra árasa á almenna borgara. Þessi fordæming kemur ekki heim og saman við deilingu formanns félagsins á færslum sem upphefja rétt Palestínu til að „verja sig". Að því tilefni finnst undirrituðum rétt að samræma orðræðunni, svo einfaldast sé fyrir flesta að sjá bjálkann í eigin auga, eða a.m.k reyna að vera sjálfum sér samkvæmir. Rök (ef rök skal kalla) þeirra sem eiga hvað erfiðast að fjarlægja sig frá gjörðum Hamas má draga saman í grófum dráttum þannig: vondir hlutir gerast í stríði, og þeir sem lenda í þeim eiga það hvort eð skilið. Þessa afstöðu endurspegla ummæli á borð við „stríð er ekki róleg skógarferð“, en það hafði formaður FÍP að segja um örlög Þýsku konunnar, þeirrar sömu og vitnað er í að ofan; og „Þetta er náttúrulega kannski upp til hópa hermenn en líka fólk sem var allavega ekki klætt í herbúning... [fyrst að] allir [eru] í varaliðinu“, eins og haft var eftir fyrrverandi formanni FÍP um fórnarlömb árasar Hamas, en þau heppnu meðal þeirra voru tekin af lífi samstundis, meðan að hin voru tekin til Gaza, þar sem örlög verri en dauðinn biðu þeirra. Ef við gleymum aðeins börnunum sem Hamas myrtu í þessari innrás í Ísrael—en þau voru jú allt niður í nýfædd—þá virðist að ríkisborgurum margra landa (Ástralíu, Bandaríkjanna, Bretlands, Filippseyja, Frakklands, Indlands, Kína, Nepals, Tælands og Þýskalands—og væntanlega fleiri) hafi láðst að sækja um laun hjá ísraelska hernum. En svona til að einfalda orðræðuna vil ég bara biðja þá sem hafa ákveðið, til að afsaka eigin afstöðu, að stríð sé ekki róleg skógarferð: Sýnið smá heiðarleika, haldið ykkur við þetta nýja skilyrðislausa skylduboðið ykkar, og hættið að væla og velta ykkur upp úr hverju einustu meintu mannréttindabroti Ísraela héðan í frá. Með öðrum orðum, helst haldiði bara kjafti. Stríðsrekstur verður nefnilega svo miklu auðveldari um leið og allir tileinka sér þetta nýja siðferði FÍP. Höfundur er efnafræðingur og prófarkalesari.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar