Segir Bjarna ekki geta „bæði átt kökuna og étið hana“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 11. október 2023 22:03 Þingmenn stjórnarandstöðunnar telja Bjarna verða að hætta alveg ætli hann að axla ábyrgð. Vísir/Vilhelm Stjórnarandstaðan telur að afsögn fjármálaráðherra hljóti að þýða að hann hætti í ríkisstjórn. Ella sé um að ræða sýndarmennsku. Þá hafi forsætisráðherra brugðist í Íslandsbankamálinu. Þingmenn stjórnarflokkanna og stjórnarandstöðu eru ekki allir sammála um það hvert eigi að vera næsta skref Bjarna Benediktssonar en hann sagði af sér sem fjármala- og efnahagsráðherra í gær. Um helgina verður haldin ríkisráðsfundur þar sem verður ljóst hver tekur við embætti hans en því hefur verið velt fram að hann og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra skipti um ráðherrastól. Þá hefur því einnig verið velt fram hvort að Lilja Dögg Alfreðsdóttir viðskipta- og menningarráðherra taki við embætti hans eða jafnvel hvort að Bjarni skipti við Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra. „Ég held að það sjái það allir að þegar ráðherra í þessari stöðu stígur fram og segist ætla að axla ábyrgð með því að stíga út úr ráðuneyti þá liggur í orðanna hljóðan að hann er stíga út úr ríkisstjórn. Annað er bókstaflega mjög ný og hugmyndarík túlkun á því að axla ábyrgð á þeirri stöðu sem hann er í núna,“ sagði Hanna Katrín Friðriksson, þingkona Viðreisnar, á þinginu í dag. Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, tók í sama streng. „Mér finnst mjög undarlegt að hann færist úr einu ráðuneytinu í annað. Ég tel þetta mjög alvarlegt mál út frá því að maður var hér á Austurvelli að mótmæla á sínum tíma út af bankahruninu. Mér finnst við á þessum fimmtán árum frá hruninu ekki hafa lært neitt og það finnst mér grafalvarlegt mál.“ Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, talaði á svipuðum nótum. „Þá finnst mér þau svolítið hafa þjóðina að fíflum ef þetta snýst bara allt um það að skipta um skrifstofu. Ég verð að viðurkenna það.“ Slæmt að ætla í annað ráðuneyti Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði það ekki gott að Bjarni færi í annað ráðuneyti. „Mér finnst það mjög slæmt. Ég las einhverja lýsingu að þetta væri eins og að drukkinn maður væri stoppaður á bíl og hann hoppaði upp í næsta bíl og héldi áfram að keyra. Þetta gengur ekki.“ „Þú getur ekki bæði átt kökuna og étið hana. Annað hvort axlarðu ábyrgð á misgjörðum þínum, og þá ert hægt að hrósa fyrir það og þá er það mikilvægt fordæmi, eða ekki. Annað hvort segirðu af þér ráðherradómi og víkur úr ríkisstjórn, axlar þannig ábyrgð eða þú ert ekki að gera það. Þannig horfi ég á það,“ bætti Jóhann Páll við. Þau gagnrýna jafnframt framgöngu forsætisráðherra í Íslandsbankamálinu. „Ég hefði kannski óskað eftir því að fyrirliðinn hefði einhver önnur orð um stöðu mála en aðdáunarorð til ráðherrans,“ sagði Hanna Katrín á meðan Jóhann Páll sagði framgöngu Katrínar dapurlega og að hann hefði orðið fyrir vonbrigðum með hana. „Mér finnst þetta hörmung því það var alveg augljóst að þetta yrði efnisleg niðurstaða málsins,“ sagði Björn Leví. Það hefði verið ljóst allt frá því að opinn nefndarfundur fór fram með fjármálaráðherra fyrir einu og hálfu ári síðan. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur á sama tíma rétt að Bjarni taki nú við öðru ráðherraembætti. „Já, ég tel rétt að hann geri það og mun styðja hann heilshugar ef hann gerir það. Ég held, eins og hann útskýrði sjálfur í gær, að honum er ókleift að sinna embætti fjármálaráðherra vegna þess álits sem liggur fyrir,“ sagði Teitur Björn Einarsson. Bjarni nyti enn trausts þingmanna og ráðherra stjórnarflokkanna. Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Viðreisn Samfylkingin Píratar Flokkur fólksins Tengdar fréttir Nærmynd af Benedikt Sveinssyni: Óvæntur örlagavaldur í pólitísku lífi sonarins Bjarni Benediktsson tilkynnti um afsögn sína sem fjármála- og efnahagsráðherra í gær. Ástæðan varðaði kaup föður hans á hlut í Íslandsbanka, en það er ekki í fyrsta skipti sem faðir Bjarna, Benedikt Sveinsson, hefur áhrif á pólitískan feril sonarins. Benedikt hefur verið áberandi í íslensku samfélagi í áratugi. Hann hefur meðal annars verið kallaður „Stjórnarformaður Íslands“ 11. október 2023 14:57 „Ég útiloka það alls ekki að ég verði áfram í ríkisstjórninni“ „Ég tók eina ákvörðun í dag og ég á eftir að taka ýmsar aðrar ákvarðanir en ég útiloka það alls ekki að ég verði áfram í ríkisstjórninni,“ sagði Bjarni Benediktsson, fráfarandi fjármála- og efnahagsráðherra, í samtali við Morgunblaðið í gær. 11. október 2023 07:04 Pólitísk plott fari sjaldnast eftir handritinu Stjórnmálafræðiprófessor segir vel geta verið að afsögn Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra sé liður í pólitískri refskák. Pólitísk plott séu þó þess eðlis að þau fari sjaldnast alveg eftir handritinu. Óvenjulegt sé að Bjarni hafi aðeins greint frá afsögn sinni, en ekki hver tekur við embættinu eða hvað hann ætli sér að gera í framhaldinu. 10. október 2023 21:09 Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Fleiri fréttir Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjá meira
Þingmenn stjórnarflokkanna og stjórnarandstöðu eru ekki allir sammála um það hvert eigi að vera næsta skref Bjarna Benediktssonar en hann sagði af sér sem fjármala- og efnahagsráðherra í gær. Um helgina verður haldin ríkisráðsfundur þar sem verður ljóst hver tekur við embætti hans en því hefur verið velt fram að hann og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra skipti um ráðherrastól. Þá hefur því einnig verið velt fram hvort að Lilja Dögg Alfreðsdóttir viðskipta- og menningarráðherra taki við embætti hans eða jafnvel hvort að Bjarni skipti við Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra. „Ég held að það sjái það allir að þegar ráðherra í þessari stöðu stígur fram og segist ætla að axla ábyrgð með því að stíga út úr ráðuneyti þá liggur í orðanna hljóðan að hann er stíga út úr ríkisstjórn. Annað er bókstaflega mjög ný og hugmyndarík túlkun á því að axla ábyrgð á þeirri stöðu sem hann er í núna,“ sagði Hanna Katrín Friðriksson, þingkona Viðreisnar, á þinginu í dag. Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, tók í sama streng. „Mér finnst mjög undarlegt að hann færist úr einu ráðuneytinu í annað. Ég tel þetta mjög alvarlegt mál út frá því að maður var hér á Austurvelli að mótmæla á sínum tíma út af bankahruninu. Mér finnst við á þessum fimmtán árum frá hruninu ekki hafa lært neitt og það finnst mér grafalvarlegt mál.“ Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, talaði á svipuðum nótum. „Þá finnst mér þau svolítið hafa þjóðina að fíflum ef þetta snýst bara allt um það að skipta um skrifstofu. Ég verð að viðurkenna það.“ Slæmt að ætla í annað ráðuneyti Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði það ekki gott að Bjarni færi í annað ráðuneyti. „Mér finnst það mjög slæmt. Ég las einhverja lýsingu að þetta væri eins og að drukkinn maður væri stoppaður á bíl og hann hoppaði upp í næsta bíl og héldi áfram að keyra. Þetta gengur ekki.“ „Þú getur ekki bæði átt kökuna og étið hana. Annað hvort axlarðu ábyrgð á misgjörðum þínum, og þá ert hægt að hrósa fyrir það og þá er það mikilvægt fordæmi, eða ekki. Annað hvort segirðu af þér ráðherradómi og víkur úr ríkisstjórn, axlar þannig ábyrgð eða þú ert ekki að gera það. Þannig horfi ég á það,“ bætti Jóhann Páll við. Þau gagnrýna jafnframt framgöngu forsætisráðherra í Íslandsbankamálinu. „Ég hefði kannski óskað eftir því að fyrirliðinn hefði einhver önnur orð um stöðu mála en aðdáunarorð til ráðherrans,“ sagði Hanna Katrín á meðan Jóhann Páll sagði framgöngu Katrínar dapurlega og að hann hefði orðið fyrir vonbrigðum með hana. „Mér finnst þetta hörmung því það var alveg augljóst að þetta yrði efnisleg niðurstaða málsins,“ sagði Björn Leví. Það hefði verið ljóst allt frá því að opinn nefndarfundur fór fram með fjármálaráðherra fyrir einu og hálfu ári síðan. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur á sama tíma rétt að Bjarni taki nú við öðru ráðherraembætti. „Já, ég tel rétt að hann geri það og mun styðja hann heilshugar ef hann gerir það. Ég held, eins og hann útskýrði sjálfur í gær, að honum er ókleift að sinna embætti fjármálaráðherra vegna þess álits sem liggur fyrir,“ sagði Teitur Björn Einarsson. Bjarni nyti enn trausts þingmanna og ráðherra stjórnarflokkanna.
Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Viðreisn Samfylkingin Píratar Flokkur fólksins Tengdar fréttir Nærmynd af Benedikt Sveinssyni: Óvæntur örlagavaldur í pólitísku lífi sonarins Bjarni Benediktsson tilkynnti um afsögn sína sem fjármála- og efnahagsráðherra í gær. Ástæðan varðaði kaup föður hans á hlut í Íslandsbanka, en það er ekki í fyrsta skipti sem faðir Bjarna, Benedikt Sveinsson, hefur áhrif á pólitískan feril sonarins. Benedikt hefur verið áberandi í íslensku samfélagi í áratugi. Hann hefur meðal annars verið kallaður „Stjórnarformaður Íslands“ 11. október 2023 14:57 „Ég útiloka það alls ekki að ég verði áfram í ríkisstjórninni“ „Ég tók eina ákvörðun í dag og ég á eftir að taka ýmsar aðrar ákvarðanir en ég útiloka það alls ekki að ég verði áfram í ríkisstjórninni,“ sagði Bjarni Benediktsson, fráfarandi fjármála- og efnahagsráðherra, í samtali við Morgunblaðið í gær. 11. október 2023 07:04 Pólitísk plott fari sjaldnast eftir handritinu Stjórnmálafræðiprófessor segir vel geta verið að afsögn Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra sé liður í pólitískri refskák. Pólitísk plott séu þó þess eðlis að þau fari sjaldnast alveg eftir handritinu. Óvenjulegt sé að Bjarni hafi aðeins greint frá afsögn sinni, en ekki hver tekur við embættinu eða hvað hann ætli sér að gera í framhaldinu. 10. október 2023 21:09 Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Fleiri fréttir Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjá meira
Nærmynd af Benedikt Sveinssyni: Óvæntur örlagavaldur í pólitísku lífi sonarins Bjarni Benediktsson tilkynnti um afsögn sína sem fjármála- og efnahagsráðherra í gær. Ástæðan varðaði kaup föður hans á hlut í Íslandsbanka, en það er ekki í fyrsta skipti sem faðir Bjarna, Benedikt Sveinsson, hefur áhrif á pólitískan feril sonarins. Benedikt hefur verið áberandi í íslensku samfélagi í áratugi. Hann hefur meðal annars verið kallaður „Stjórnarformaður Íslands“ 11. október 2023 14:57
„Ég útiloka það alls ekki að ég verði áfram í ríkisstjórninni“ „Ég tók eina ákvörðun í dag og ég á eftir að taka ýmsar aðrar ákvarðanir en ég útiloka það alls ekki að ég verði áfram í ríkisstjórninni,“ sagði Bjarni Benediktsson, fráfarandi fjármála- og efnahagsráðherra, í samtali við Morgunblaðið í gær. 11. október 2023 07:04
Pólitísk plott fari sjaldnast eftir handritinu Stjórnmálafræðiprófessor segir vel geta verið að afsögn Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra sé liður í pólitískri refskák. Pólitísk plott séu þó þess eðlis að þau fari sjaldnast alveg eftir handritinu. Óvenjulegt sé að Bjarni hafi aðeins greint frá afsögn sinni, en ekki hver tekur við embættinu eða hvað hann ætli sér að gera í framhaldinu. 10. október 2023 21:09