Fótbolti

„Ég fékk mikla hjálp frá konunni minni“

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson í viðtalinu við íþróttadeild í dag.
Gylfi Þór Sigurðsson í viðtalinu við íþróttadeild í dag. vísir/vilhelm

Gylfi Þór Sigurðsson er kominn aftur í íslenska landsliðshópinn eftir um þriggja ára fjarveru. Gylfi er ánægður með að vera kominn aftur í liðið en neitar því ekki að síðustu ár hafi verið erfið. Á þessum árum leitaði hann meðal annars aðstoðar hjá sálfræðingum.

„Þetta var auðvitað gríðarlega erfitt enda fékk ég mikla hjálp frá konunni minni og að vera í kringum dóttur mína. Ég fékk líka hjálp frá sálfræðingum og geðlæknum. Ég var með gott fólk í kringum mig," segir Gylfi Þór í samtali við Guðmund Benediktsson í dag. „Svo skipti hreyfing miklu máli líka og að hafa eitthvað fyrir stafni á hverjum degi.“

Gengur enn til sálfræðings

Gylfi segist enn leita sér aðstoðar með andlegu hliðina hjá sérfræðingum í dag.

„Ég mun halda því áfram í einhvern tíma en eitthvað minna en áður. Það hefur minnkað frá því ég byrjaði fyrst sem er eðlilegt. Mér mun finnast það gott að hafa svona hjálp.“

Skyndiákvörðun að fara á EM kvenna

Gylfi var handtekinn sumarið 2021 og spilaði ekki fótbolta í tvö ár. Fréttastofu var ekki leyfilegt að spyrja út í málið sem var vísað frá í apríl. Gylfi hafði ekki sést opinberlega í heilt ár er hann dúkkaði óvænt upp á EM kvenna sumarið 2022.

„Ég ætlaði ekkert að koma á leikinn. Ég var í spænskutíma heima og það var skyndiakvörðun að keyra upp eftir í fjóra tíma á leikinn. Það var kannski betra að það væri skyndiákvörðun heldur en að ég hefði planað það. Þá hefði kannski verið meiri kvíði og meira stress. En þetta var gott eftir á.“

Klippa: Fór úr spænskutíma á leik hjá kvennalandsliðinu

Tengdar fréttir

„Hann fær þessi ár ekki aftur“

„Hann fær aldrei aftur möguleika á að spila þessi tvö ár sem nú eru liðin. Maður veit því aldrei hvað hefði getað orðið,“ segir Arnar Sveinn Geirsson, formaður Leikmannasamtaka Íslands, um Gylfa Þór Sigurðsson sem eftir tæplega tveggja ára bið er nú laus allra mála í Bretlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×