„Örugglega í hverri viku sem að við sjáum íþróttaslys“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 10. október 2023 23:00 Tannlæknar sjá slys í hverri viku á tönnum barna út frá íþróttaiðkun. Stundum getur skaðinn orðið varanlegur og haft töluverðan kostnað í för með sér. Fjöldi barna leitar til tannlækna á hverju ári eftir að hafa slasast við að stunda íþróttir. Erfitt er að segja nákvæmlega til um fjölda slysa. Ekki er haldið sérstaklega utan um íþróttaslys barna hjá Sjúkratryggingum en fjallað var um íþróttaslys í þættinum Hliðarlínunni í gær. Tannlæknar segja slysin þó nokkuð algeng hjá börnum. „Örugglega í hverri viku sem að við sjáum íþróttaslys,“ segir Stefán Hallur Jónsson tannlæknir. Stefán Hallur Jónsson tannlæknir fær reglulega til sín börn sem hafa slasast út frá íþróttaiðkun. Vísir/Arnar Stefán segir slysin vera misalvarleg en sum hafi í för með sér varanlegan skaða. „Helstu áverkarnir sem við sjáum eru tannbrot og stundum eru tannbrotin þannig að þau eru einföld og minniháttar brot sem auðvelt er að laga. Síðan sjáum við mjög flókin tannbrot þar sem að það eru jafnvel færslur á tönnum, brot á tönnum þannig að það liggi inn í taugina og þurfi að gera rótfyllingar í tennurnar. Síðan eru verstu tilvikin þar sem tennur falla alveg úr eða rætur brotna og tennur tapast það eru svona alvarlegustu tilvikin.“ Þá getur skaðinn verið varanlegur hjá börnunum. Vísir Kostnaðurinn geti oft á tíðum verið mikill. „Kostnaðurinn getur hlaupið auðveldlega á tugum þúsunda upp í hundruð þúsunda en maður er að heyra svona af og til að kostnaðurinn hleypur á yfir milljón,“ Þá séu íþróttafélögin fæst tryggð þegar kemur að svona slysum en Sjúkratryggingar taki hins vegar þátt í kostnaði vegna tannlækninga barna. „Svo sem eins og rótfyllingar og lagfæringar á brotum. Verði síðan um einhverja meiriháttar uppbyggingar að ræða eins og tannplantar eða eitthvað seinna á ævinni þá getur fallið kostnaður á viðkomandi.“ Hægt er að sjá brot úr þættinum Hliðarlínan í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn í heild er á Stöð 2+ en hann er sýndur bæði á Stöð 2 og Stöð 2 Sport. Hliðarlínan Íþróttir barna Börn og uppeldi Tannheilsa Tengdar fréttir „Það þurfti að halda á mér út af vellinum“ Um sjötíu krossbandaaðgerðir voru gerðar á börnum og ungmennum hér á landi á síðasta ári. Bæklunarlæknir segir óhugnanlegt hversu algengt það sé að börn slasist við íþróttaiðkun. 10. október 2023 08:01 Börn leita til umboðsmanns barna vegna hegðunar foreldra Umboðsmanni barna hafa borist fyrirspurnir frá börnum sem eru ósátt við hegðun foreldra sinna á íþróttamótum. Börnin upplifa oft mikla pressu frá foreldrum og vanlíðan. 3. október 2023 19:30 Himinn og haf á milli hegðunar íslenskra foreldra og sænskra Íslenskur þjálfari segir tvennt ólíkt að fylgjast með foreldrahegðun á fótboltamótum á Íslandi og í Svíþjóð. Sænsku foreldrarnir hegði sér töluvert betur á hliðarlínunni en þar í landi séu upplýsingaskilti við hvern einasta völl þar sem minnt er á hvað sé æskileg hegðun þegar börn keppa. 3. október 2023 12:11 Veist að ungum dómurum: Þrettán ára dómari sagður til skammar fyrir félagið Þrettán ára strákur var sagður vera íþróttafélagi sínu til skammar þegar hann dæmdi leik sex ára barna á fótboltamóti. Þá eru dæmi foreldrar hafi veist að ungmennum sem hafa verið að dæma fótboltaleiki barna. 3. október 2023 08:00 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Þyrlan kölluð út í þriðja sinn: „Þetta eru óvenjumörg slys“ Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Fjöldi barna leitar til tannlækna á hverju ári eftir að hafa slasast við að stunda íþróttir. Erfitt er að segja nákvæmlega til um fjölda slysa. Ekki er haldið sérstaklega utan um íþróttaslys barna hjá Sjúkratryggingum en fjallað var um íþróttaslys í þættinum Hliðarlínunni í gær. Tannlæknar segja slysin þó nokkuð algeng hjá börnum. „Örugglega í hverri viku sem að við sjáum íþróttaslys,“ segir Stefán Hallur Jónsson tannlæknir. Stefán Hallur Jónsson tannlæknir fær reglulega til sín börn sem hafa slasast út frá íþróttaiðkun. Vísir/Arnar Stefán segir slysin vera misalvarleg en sum hafi í för með sér varanlegan skaða. „Helstu áverkarnir sem við sjáum eru tannbrot og stundum eru tannbrotin þannig að þau eru einföld og minniháttar brot sem auðvelt er að laga. Síðan sjáum við mjög flókin tannbrot þar sem að það eru jafnvel færslur á tönnum, brot á tönnum þannig að það liggi inn í taugina og þurfi að gera rótfyllingar í tennurnar. Síðan eru verstu tilvikin þar sem tennur falla alveg úr eða rætur brotna og tennur tapast það eru svona alvarlegustu tilvikin.“ Þá getur skaðinn verið varanlegur hjá börnunum. Vísir Kostnaðurinn geti oft á tíðum verið mikill. „Kostnaðurinn getur hlaupið auðveldlega á tugum þúsunda upp í hundruð þúsunda en maður er að heyra svona af og til að kostnaðurinn hleypur á yfir milljón,“ Þá séu íþróttafélögin fæst tryggð þegar kemur að svona slysum en Sjúkratryggingar taki hins vegar þátt í kostnaði vegna tannlækninga barna. „Svo sem eins og rótfyllingar og lagfæringar á brotum. Verði síðan um einhverja meiriháttar uppbyggingar að ræða eins og tannplantar eða eitthvað seinna á ævinni þá getur fallið kostnaður á viðkomandi.“ Hægt er að sjá brot úr þættinum Hliðarlínan í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn í heild er á Stöð 2+ en hann er sýndur bæði á Stöð 2 og Stöð 2 Sport.
Hliðarlínan Íþróttir barna Börn og uppeldi Tannheilsa Tengdar fréttir „Það þurfti að halda á mér út af vellinum“ Um sjötíu krossbandaaðgerðir voru gerðar á börnum og ungmennum hér á landi á síðasta ári. Bæklunarlæknir segir óhugnanlegt hversu algengt það sé að börn slasist við íþróttaiðkun. 10. október 2023 08:01 Börn leita til umboðsmanns barna vegna hegðunar foreldra Umboðsmanni barna hafa borist fyrirspurnir frá börnum sem eru ósátt við hegðun foreldra sinna á íþróttamótum. Börnin upplifa oft mikla pressu frá foreldrum og vanlíðan. 3. október 2023 19:30 Himinn og haf á milli hegðunar íslenskra foreldra og sænskra Íslenskur þjálfari segir tvennt ólíkt að fylgjast með foreldrahegðun á fótboltamótum á Íslandi og í Svíþjóð. Sænsku foreldrarnir hegði sér töluvert betur á hliðarlínunni en þar í landi séu upplýsingaskilti við hvern einasta völl þar sem minnt er á hvað sé æskileg hegðun þegar börn keppa. 3. október 2023 12:11 Veist að ungum dómurum: Þrettán ára dómari sagður til skammar fyrir félagið Þrettán ára strákur var sagður vera íþróttafélagi sínu til skammar þegar hann dæmdi leik sex ára barna á fótboltamóti. Þá eru dæmi foreldrar hafi veist að ungmennum sem hafa verið að dæma fótboltaleiki barna. 3. október 2023 08:00 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Þyrlan kölluð út í þriðja sinn: „Þetta eru óvenjumörg slys“ Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
„Það þurfti að halda á mér út af vellinum“ Um sjötíu krossbandaaðgerðir voru gerðar á börnum og ungmennum hér á landi á síðasta ári. Bæklunarlæknir segir óhugnanlegt hversu algengt það sé að börn slasist við íþróttaiðkun. 10. október 2023 08:01
Börn leita til umboðsmanns barna vegna hegðunar foreldra Umboðsmanni barna hafa borist fyrirspurnir frá börnum sem eru ósátt við hegðun foreldra sinna á íþróttamótum. Börnin upplifa oft mikla pressu frá foreldrum og vanlíðan. 3. október 2023 19:30
Himinn og haf á milli hegðunar íslenskra foreldra og sænskra Íslenskur þjálfari segir tvennt ólíkt að fylgjast með foreldrahegðun á fótboltamótum á Íslandi og í Svíþjóð. Sænsku foreldrarnir hegði sér töluvert betur á hliðarlínunni en þar í landi séu upplýsingaskilti við hvern einasta völl þar sem minnt er á hvað sé æskileg hegðun þegar börn keppa. 3. október 2023 12:11
Veist að ungum dómurum: Þrettán ára dómari sagður til skammar fyrir félagið Þrettán ára strákur var sagður vera íþróttafélagi sínu til skammar þegar hann dæmdi leik sex ára barna á fótboltamóti. Þá eru dæmi foreldrar hafi veist að ungmennum sem hafa verið að dæma fótboltaleiki barna. 3. október 2023 08:00