Segir Gasaströndina hafa verið einangraða vegna ótta við hryðjuverkaógn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. október 2023 15:57 Stefán Einar Stefánsson, siðfræðingur og fjölmiðlamaður. Vísir/Vilhelm Stefán Einar Stefánsson, siðfræðingur og fjölmiðlamaður, segir Ísraelsmenn hafa lokað Gasaströndina af, af ótta við hryðjuverkaógn og að allt færi úr böndunum innan ísraelskra landamæra. Stríðið sem brotist hefur út í Ísrael og Palestínu var til umræðu í Pallborðinu á Vísi í dag. Þar fóru þeir Stefán Einar og nafni hans Stefán Pálsson, sagnfræðingur og fyrrverandi formaður Samtaka herstöðvarandstæðinga, yfir málin. Nefndi Stefán Pálsson það til að mynda að aðstæður á Gasaströndinni eru vart mönnum sæmandi. Tvær milljónir manna búa á svæðinu, helmingur börn. „Gasa er ekki í nokkrum skilningi sjálfbært land. Þessi örlitla ræma getur ekki staðið undir tveimur milljónum íbúa, þar sem helmingurinn er atvinnulaus og margir hreinlega við það að eiga ekki til hnífs og skeiðar,“ sagði Stefán. Í spilaranum hér að neðan má horfa á þáttinn í heild sinni. Fjármagnað með gjafafé frá Persaflóa Hann sagði augljóst að hernaðaraðgerðir Hamas gegn Ísraelsmönnum um helgina hafi ekki verið fjármagnaðar af fólki á Gasaströndinni. „Þetta er fjármagnað með gjafafé, meðal annars frá einstaklingum við Persaflóa. Hefndaraðgerðir Ísrael auðvelda þeim að safna þessu fé,“ sagði Stefán. Hann bætti við að þegar átökum á svæðinu lýkur muni mu fleiri Palestínumenn hafa fallið en Ísraelar. Ísraelski herinn hefur síðan á laugardag haldið úti linnulausum loftárásum á Gasaströndina, sprengt upp íbúðarhús, skóla og jafnvel húsnæði Sameinuðu þjóðanna. „Ég held ekki að Ísraelar beiti vopnum sínum systematískt að almennum borgurum,“ svaraði Stefán Einar og vísaði til þess að Ísraelar hafi oft gefið viðvörun áður en sprengjum hefur verið sleppt á hús. Því hafa þeir nú hætt. Stefán Pálsson, sagnfræðingur. Vísir/Vilhelm „Egyptar eru búnir að loka landamærunum í suðri, þeir vilja ekki hleypa sérstaklega Hamas-liðunum, til sín. Við verðum að skoða þetta í samhengi og það er ekki hægt að stilla þessu upp sem svart-hvítum veruleika. Hamas-samtökin ná völdum á Gasaströndinni 2006 minnir mig,“ sagði Stefán Einar. „Voði ríkir á svæðinu“ Gyðingar yfirgáfu Gasaströndina árið 2005 og lokuðu svæðið af í kjölfarið með uppbyggingu víggirts múrs. „Ísraelar loka þetta svæði af, einangra það, af því að þeir búa sífellt við þá ógn sem raungerðist um helgina. Þarna grasserar hryðjuverkaógn, sem við þekktum úr fréttum hér í kring um aldamót þegar var verið að sprengja upp stúdenta á kaffihúsum í Jerúsalem og víðar í Ísrael,“ sagði Stefán Einar. „Þetta svæði er í herkví af ótta við það að annars fari allt úr böndunum innan ísraelskra landamæra. Auðvitað væri það best ef þarna væri hægt að byggja upp atvinnulíf, koma fólki til starfa, koma fólki til mennta, og ekki síst koma fólki undan þessu stjórnarfari. Þar sem fólk er tekið af lífi án dóms og laga, af engu tilefni, jafnvel bara vegna kynhneigðar sinnar. Slíkur voði ríkir á svæðinu, ekki bara gagnvart Ísraelum heldur gagnvart Palestínumönnum sjálfum.“ Átök í Ísrael og Palestínu Pallborðið Palestína Ísrael Tengdar fréttir Vaktin: Orðin mannskæðustu átök á svæðinu í 75 ár Tugir þúsunda hafa flúið heimili sín á Gasaströndinni og ekkert lát er á loftárásum Ísraelsmanna. 2,3 milljónir manna búa á Gasaströndinni, um helmingur er börn. Meira en þúsund Ísraelsmenn og um 900 Palestínumenn hafa verið drepnir. 10. október 2023 21:00 Þakklát fyrir vinaþjóðina Íslendinga sem hleypti þeim með í flugvélina Þakklæti og léttir einkenndu viðmót Íslendinga og annarra sem lentu á Keflavíkurflugvelli í morgun eftir að hafa orðið strandaglópar í Ísrael. Færeyingahópur sem fékk far með íslensku flugvélinni segir ómetanlegt að eiga vinaþjóð eins og Íslendinga. 10. október 2023 09:32 Einn leiðtoga Hamas segir veikleika varna Ísrael hafa komið á óvart Hamas-samtökin segjast undirbúin undir langt stríð við Ísrael og að þau muni freista þess að eiga viðræður um fangaskipti; gíslana sem teknir voru á laugardag fyrir Palestínumenn í haldi í Ísrael og erlendis. 10. október 2023 08:05 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Sjá meira
Stríðið sem brotist hefur út í Ísrael og Palestínu var til umræðu í Pallborðinu á Vísi í dag. Þar fóru þeir Stefán Einar og nafni hans Stefán Pálsson, sagnfræðingur og fyrrverandi formaður Samtaka herstöðvarandstæðinga, yfir málin. Nefndi Stefán Pálsson það til að mynda að aðstæður á Gasaströndinni eru vart mönnum sæmandi. Tvær milljónir manna búa á svæðinu, helmingur börn. „Gasa er ekki í nokkrum skilningi sjálfbært land. Þessi örlitla ræma getur ekki staðið undir tveimur milljónum íbúa, þar sem helmingurinn er atvinnulaus og margir hreinlega við það að eiga ekki til hnífs og skeiðar,“ sagði Stefán. Í spilaranum hér að neðan má horfa á þáttinn í heild sinni. Fjármagnað með gjafafé frá Persaflóa Hann sagði augljóst að hernaðaraðgerðir Hamas gegn Ísraelsmönnum um helgina hafi ekki verið fjármagnaðar af fólki á Gasaströndinni. „Þetta er fjármagnað með gjafafé, meðal annars frá einstaklingum við Persaflóa. Hefndaraðgerðir Ísrael auðvelda þeim að safna þessu fé,“ sagði Stefán. Hann bætti við að þegar átökum á svæðinu lýkur muni mu fleiri Palestínumenn hafa fallið en Ísraelar. Ísraelski herinn hefur síðan á laugardag haldið úti linnulausum loftárásum á Gasaströndina, sprengt upp íbúðarhús, skóla og jafnvel húsnæði Sameinuðu þjóðanna. „Ég held ekki að Ísraelar beiti vopnum sínum systematískt að almennum borgurum,“ svaraði Stefán Einar og vísaði til þess að Ísraelar hafi oft gefið viðvörun áður en sprengjum hefur verið sleppt á hús. Því hafa þeir nú hætt. Stefán Pálsson, sagnfræðingur. Vísir/Vilhelm „Egyptar eru búnir að loka landamærunum í suðri, þeir vilja ekki hleypa sérstaklega Hamas-liðunum, til sín. Við verðum að skoða þetta í samhengi og það er ekki hægt að stilla þessu upp sem svart-hvítum veruleika. Hamas-samtökin ná völdum á Gasaströndinni 2006 minnir mig,“ sagði Stefán Einar. „Voði ríkir á svæðinu“ Gyðingar yfirgáfu Gasaströndina árið 2005 og lokuðu svæðið af í kjölfarið með uppbyggingu víggirts múrs. „Ísraelar loka þetta svæði af, einangra það, af því að þeir búa sífellt við þá ógn sem raungerðist um helgina. Þarna grasserar hryðjuverkaógn, sem við þekktum úr fréttum hér í kring um aldamót þegar var verið að sprengja upp stúdenta á kaffihúsum í Jerúsalem og víðar í Ísrael,“ sagði Stefán Einar. „Þetta svæði er í herkví af ótta við það að annars fari allt úr böndunum innan ísraelskra landamæra. Auðvitað væri það best ef þarna væri hægt að byggja upp atvinnulíf, koma fólki til starfa, koma fólki til mennta, og ekki síst koma fólki undan þessu stjórnarfari. Þar sem fólk er tekið af lífi án dóms og laga, af engu tilefni, jafnvel bara vegna kynhneigðar sinnar. Slíkur voði ríkir á svæðinu, ekki bara gagnvart Ísraelum heldur gagnvart Palestínumönnum sjálfum.“
Átök í Ísrael og Palestínu Pallborðið Palestína Ísrael Tengdar fréttir Vaktin: Orðin mannskæðustu átök á svæðinu í 75 ár Tugir þúsunda hafa flúið heimili sín á Gasaströndinni og ekkert lát er á loftárásum Ísraelsmanna. 2,3 milljónir manna búa á Gasaströndinni, um helmingur er börn. Meira en þúsund Ísraelsmenn og um 900 Palestínumenn hafa verið drepnir. 10. október 2023 21:00 Þakklát fyrir vinaþjóðina Íslendinga sem hleypti þeim með í flugvélina Þakklæti og léttir einkenndu viðmót Íslendinga og annarra sem lentu á Keflavíkurflugvelli í morgun eftir að hafa orðið strandaglópar í Ísrael. Færeyingahópur sem fékk far með íslensku flugvélinni segir ómetanlegt að eiga vinaþjóð eins og Íslendinga. 10. október 2023 09:32 Einn leiðtoga Hamas segir veikleika varna Ísrael hafa komið á óvart Hamas-samtökin segjast undirbúin undir langt stríð við Ísrael og að þau muni freista þess að eiga viðræður um fangaskipti; gíslana sem teknir voru á laugardag fyrir Palestínumenn í haldi í Ísrael og erlendis. 10. október 2023 08:05 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Sjá meira
Vaktin: Orðin mannskæðustu átök á svæðinu í 75 ár Tugir þúsunda hafa flúið heimili sín á Gasaströndinni og ekkert lát er á loftárásum Ísraelsmanna. 2,3 milljónir manna búa á Gasaströndinni, um helmingur er börn. Meira en þúsund Ísraelsmenn og um 900 Palestínumenn hafa verið drepnir. 10. október 2023 21:00
Þakklát fyrir vinaþjóðina Íslendinga sem hleypti þeim með í flugvélina Þakklæti og léttir einkenndu viðmót Íslendinga og annarra sem lentu á Keflavíkurflugvelli í morgun eftir að hafa orðið strandaglópar í Ísrael. Færeyingahópur sem fékk far með íslensku flugvélinni segir ómetanlegt að eiga vinaþjóð eins og Íslendinga. 10. október 2023 09:32
Einn leiðtoga Hamas segir veikleika varna Ísrael hafa komið á óvart Hamas-samtökin segjast undirbúin undir langt stríð við Ísrael og að þau muni freista þess að eiga viðræður um fangaskipti; gíslana sem teknir voru á laugardag fyrir Palestínumenn í haldi í Ísrael og erlendis. 10. október 2023 08:05